Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Page 31
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Kynningarblað - Ferðalög og útivist 3 H afberg köfunarvörur var stofnað af Þorvaldi Hafberg árið 2011 og er fyrirtæki sem selur, þjónustar og leigir köfunarbúnað ásamt ýmsu öðru sem tengist sjó og vatni. Lögð er áhersla á góða þjónustu og búnað sem hentar vel íslenskum að- stæðum. Fyrirtækið er með aðstöðu í Kópavogi og er þar með verslun þar sem boðið er upp á vörur sem tengj- ast bæði köfun, sundi og bátavör- um. Vefverslunin kofunarvorur.is er opin allan sólarhringinn. Nýlega var vörulína félagsins aukin og býður nú upp á Aqua Sphere sundfatnað, fyrir konur og karla. Til sölu eru ekki aðeins hefðbundin sundföt, held- ur einnig þríþrautargallar og fleira. Þríþrautargallarnir eru úr neon- prene og hrinda frá sér vatni. Með því minnkar viðnám við líkamann og sundmaðurinn á að ná meiri ferð fyrir vikið og halda betri hita. Köf- unarbúnaður af öllum toga fæst í Hafberg köfunarvörur í Auðbrekku í Kópavogi. Gallar, öryggishjálmar, bátar og bátakerrur, lungu, gleraugu og í raun nánast allt sem þarf til að stunda vatnasport á Íslandi. Skírteini niður á 18 metra Hafberg köfunarvörur býður upp á köfunarnámskeið. Að loknu nám- skeiðinu öðlast þátttakendur al- þjóðleg réttindi til að kafa niður á 18 metra í þurrgalla og fá alþjóð- legt skírteini því til staðfestingar. Námskeiðið er í raun fjórþætt. Þátt- takendur fá sendan heim fræðslu- pakka sem þeir kynna sér áður en verklegar æfingar hefjast. Í fyrsta tíma er bókleg fræðsla þar sem far- ið er í saumana á öryggisþáttum og öllu er lýtur að búnaði og almennri vitneskju. Kostnaði er stillt í hóf og verðið fyrir grunnnámskeið er 89.900 krónur. Kafað undir Skógafoss Verklegu æfingarnar eru tvíþætt- ar. Fyrst í stað fara þær fram í sund- laug, þar sem undirstöðuatriðin eru æfð. Að þeim loknum er farið í verklegar æfingar í sjó, sem er í raun lokahnykkurinn á námskeiðinu. Þorvaldur segir mikinn áhuga á köfun og námskeið og kennsla fari fram nánast daglega. „Við söfn- um ekki upp í námskeið. Allir sem hafa samband fara strax í ferli og við erum að kenna oft í viku.“ Hann er mjög reyndur kafari og hefur kafað frá 1992. Hann hefur víða komið á þeim ferli sem spannar 23 ár. Einn sérstakasti staðurinn sem hann hef- ur kafað á, eða öllu heldur undir, er sjálfur Skógafoss. Hann upplýsir að þar sé ekki gullkista eins og þjóð- sagan hermir en þó var mikið af sjó- birtingi, sem mörgum þykir á við gull. Fleiri merkir staðir sem Valdi, eins og hann er kallaður, hefur kaf- að við er flakið af El Grillo sem ligg- ur á botni Seyðisfjarðar og hefur oft komist í fréttir í gegnum tíðina með- al annars vegna olíuleka. Þá hefur hann margsinnis skoðað hverastrýt- urnar merku í Eyjafirði, en lífríkið í kringum þær er virkilega magnað. Upplýsingar um vörur og verð má finna á kofunarvorur.is í síma 612 5441 eða sala@kofunarvorur.is Auðbrekka 20 í Kópavogi, opið alla virka daga frá 16.00–18.00. n Viltu læra að kafa? Hafberg köfunarvörur bjóða sundvörur, köfunarútbúnað, köfunarnámskeið og bátavörur Ýsuseiði leitar sér skjóls í örmum risamarglyttu. Þorvaldur í versluninni í Kópavogi. Steinbítur fylgist grannt með köfurum. Rauðmagi ver hrognin sín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.