Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 51
Helgarblað 12.–15. júní 2015 Menning 43 miður sé engum nærbuxum hent á sviðið, enda kasthönd gesta lík- lega ekki það sem hún eitt sinn var. Og samt hljómar hann örlítið and- laus á köflum, kannski ekki gam- an að syngja sama lagið í hálfa öld. Í miðju setti er eins og hann taki fram sín eigin uppáhaldslög frekar en þau sem áhorfendur vilja heyra. Hér rísa tónleikarnir hæst, Elvis er minnst og kántrí á borð við God‘s Gonna Cut You Down er flutt og ég fæ minn Cohen með Tower of Song, lag sem allir gamlir menn á sviði eiga að syngja. Kynþokkafyllstur verður hann með Joe Cocker laginu Leave Your Hat On. Jú, kannski var eitthvað heillandi við þessa kyn- slóð karlmanna sem gátu sagt kon- um að fara úr án þess að hringt væri í lögguna. Eftir uppklapp fáum við James Bond-lagið Thunderball, sem minn- ir á að Sir Tom var alls staðar in ðe sixtís. Síðan seinni tíma slagar- ann Kiss eftir Prince, en það var alltaf eitthvað afkáralegt við að sjá kyntröllið leika eftir kynlífsálfinn. Tom Jo- nes er kannski ekki einn af þeim stærstu, en hann var þarna þegar allt var að gerast og kvöld með honum er kvöldi vel eytt. Hinni löngu æsku 68-kynslóðar- innar er brátt að fara að ljúka. Það er heið- ur að fá að verða vitni að dauðateygjunum. n Á R N A S Y N IR HÚSAVÍK AKUREYRI SAUÐÁRKRÓKUR ÍSAFJÖRÐUR REYKJAVÍKKEFLAVÍK HÖFN EGILSSTAÐIR AVIS bílaleiga sími 591 4000 – avis.is VANTAR ÞIG BÍL? Karl sem elskar konur Lokað, búið, bless? n Íslenski skálinn á myndlistarhátíðinni í Feneyjum enn lokaður n Enginn fær að sjá verkið sem Íslendingar greiddu fyrir Engin viðbrögð frá stjórnvöldum Á tveggja ára fresti fær mennta- og menningarmálaráðuneytið boð um að senda listamann fyrir hönd ís- lensku þjóðarinnar á tvíæringinn. Undanfarinn áratug hefur Kynn- ingarmiðstöð íslenskrar myndlist- ar haft umsjón með verkefninu. Yf- irleitt hefur fagráð valið að eigin frumkvæði listamann og sýningar- stjóra sem undirbúa skálann, en fyrir árið 2015 var í fyrsta skipti tekið upp á því að velja úr innsendum tillög- um. KÍM er sjálfseignarstofnun sem lifir að mestu leyti á ríkisstyrkjum. Í stjórn miðstöðvarinnar sitja fulltrúar safna og sambanda myndlistarmanna en einnig fulltrúar tilnefndir af bæði menntamálaráðuneytinu og utanrík- isráðuneytinu. Þrátt fyrir þetta álíta ís- lensk stjórnvöld það ekki vera á þeirra ábyrgð að beita sér í málinu. Í svari menntamálaráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að fram- hald málsins sé í höndum Kynningar- miðstöðvarinnar og ekki hafi verið óskað eftir íhlutun að atbeina ráðu- neytisins í samskiptum við stjórnvöld í Feneyjum. „Það er eðlilegt hlutverk mennta- og menningarmálaráðherra að styðja íslenska myndlist eftir því sem kostur er, þar með tjáningarfrelsi listamanna hér á landi jafnt sem á er- lendri grundu. Sem fyrr segir hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar mynd- listar á þessu stigi ekki óskað eftir íhlutun eða atbeina ráðuneytisins í málinu,“ segir í svari ráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið vísar að sama skapi á Kynningarmiðstöðina: „Menningarfulltrúi utanríkisráðu- neytisins hefur átt sæti í stjórn KÍM og var á stjórnarfundi 26. maí sl. upp- lýstur um lokun íslensku sýningarinn- ar sem og að listamaðurinn hygðist reyna að fá að opna hana að nýju. Ut- anríkisráðherra/ráðuneytið telur ekki tilefni til að bregðast við lokuninni að svo stöddu en samkvæmt samn- ingi mennta- og menningarmála- ráðuneytis og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar sér Kynningar- miðstöðin um þátttöku Íslands í Fen- eyjatvíæringnum 2015 og ber á henni ábyrgð. Ekki hefur verið óskað að- stoðar utanríkisráðuneytisins vegna lokunarinnar og málið hefur því ekki komið til kasta utanríkisráðherra,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrir- spurn DV. 24 milljónir plús tveggja ára starfslaun Samkvæmt Björgu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra KÍM, er kostnað- ur við þátttöku Íslands á tvíæringnum svipaður og undanfarin ár, milli 50 og 60 milljónir. 24 milljónir, eða tæp- ur helmingur kostnaðarins, er greidd- ur af fjárlögum frá menntamálaráðu- neyti. Kynningarmiðstöðin þarf að afla meirihluta fjármagnsins annars staðar frá, en það eru einkaaðilar, ís- lenskir og erlendir, sem fylla í gatið. „Þetta er nánast ógerlegt,“ segir Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri mið- stöðvarinnar. Við það má bæta að listamaður- inn hlýtur þar að auki starfslaun lista- manna í tvö ár í aðdraganda sýningar- innar, í þetta skiptið voru það 310.913 krónur á mánuði (árið 2014), eða 7.461.912 krónur. Kostnaðurinn sem hefur runnið úr vösum skattgreið- enda undanfarin ár er því um 30 millj- ónir – og hærri ef við reiknum með því að hluti almennra framlaga til KÍM fer í vinnukostnað tengdan tvíæringnum, en verkefnið er stærsta einstaka verk- efnið á könnu KÍM sem fær 22,7 millj- ónir á ári í ríkisstyrki. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.