Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 17
Fréttir 17 : Helgarblað 12.–15. júní 2015 Alhliða veisluþjónusta Kökulist | Firðinum í miðbæ Hafnarfjarðar | Sími: 555 6655 og 662 5552 | kokulist@kokulist.is Eingöngu fyrsta flokks hráefni Tertur – Tapas snittur – Spjót – Súrdeigsbrauð Konfekt – Kransakökur – Súpur – Brauðréttir Gerðu daginn eftirminnilegan Útskrift · Brúðkaup · Skírn · Ferming Stöðugleikaframlag ætti að skila meira en 500 milljörðum n Óskuldsettur gjaldeyrisforði eykst um 80 milljarða n Slitabú falla frá dómsmálum Stöðugleikaframlag Glitnis 230 til 420 milljarðar 49 milljarðar 119 milljarðar 200 milljarðar, bókfært á 59 milljarða 53 milljarðar Reiðufé í krónum að undan- skildum rekstrarkostnaði Framsal innlendra krafna Skilyrt veðtryggt skuldabréf til þriggja ára Hlutdeild ríkisins í sölu Íslands- banka miðað við bókfært virði Gjaldeyrisinnlán Glitnis í Íslandsbanka endurfjármögnuð til að lágmarki 7 ára: 40 milljarðar Glitnir kaupir á pari víkjandi lán ríkisins í evrum til Íslands- banka og endurfjármagnar að lágmarki til 10 ára: 21 milljarður (í gjaldeyrisforðann) Við mögulega sölu Íslands- banka til erlends aðila getur ríkið fengið lánafyrirgreiðslu í evrum til allt að tíu ára: 48 milljarðar Arðgreiðsla úr Íslandsbanka í erlendri mynt sem Glitnir endur- fjárfestir í víkjandi fjármögnun á bankann í að lágmarki tíu ár: 16 milljarðar 77 35 Ríkisskuldir minnkar … … og vaxtakostnaður lækkar Skuldir í árslok 2019 1480 Skuldir í árslok 2014 milljarðar milljarðar milljarðar 686 milljarðar 74% af landsframleiðslu 25% af landsframleiðslu Gæti lækkað um„Átti að vera ljóst frá upphafi“ Í röksemdum stjórnvalda fyrir þeirri leið sem farin er við losun fjármagnshafta – þar sem kröfu­ höfum slitabúanna eru boðn­ ir afarkostir – er lögð á það áhersla að þannig sé framvindunni stýrt af íslenskum yfirvöldum í ákveðinn farveg en „ekki af þeim aðilum sem kalla á tilvist haftanna,“ eins og það er orðað í greinargerð með frum­ varpi fjármálaráðherra um stöð­ ugleikaskatt. Þar er jafnframt vakin athygli á því að upphaflegir lánveitend­ ur bankanna hafi þegar framselt þær öðrum aðilum og þessi viðskipti hafi átt sér stað eft­ ir að höftum var komið á. „Eigendur krafnanna hafa því haft tækifæri til þess að losa um eign sína sem í kröf­ unni felst til kaupenda sem hafa vitandi vits keypt kröf­ ur á innlenda aðila sem bundnir eru fjár­ magnshöft­ um. Kaup­ endur, nú eigendur um­ ræddra krafna, eru margir hverjir aðilar sem eru sérfróðir í viðskipt­ um með kröfur á greiðsluþrota að­ ila. Þeim aðilum sem keyptu þessar kröfur hefði átt að vera ljóst frá upp­ hafi að útgreiðslur til þeirra í krón­ um mundu vega að efnahagsstefnu ríkisins og stöðugleika í peninga­ og gengismálum.“ Þá eru færð rök fyrir því af hverju það liggi beint við að skattleggja sér­ staklega þá aðila sem áttu stærstan þátt í því að valda vandanum. Slíkt sé neyðarráðstöfun í því skyni að hægt sé að aflétta því skaðlega ástandi sem þjóðin hefur búið við vegna haftanna. „Sú niður­ staða er talin bæði eðlisrökrétt og mál­ efnaleg og byggist á rétti ríkisvaldsins til að leggja á skatta eftir mál­ efnalegum og lögmæt­ um sjónarmiðum og, þá er sérstök efni eru til, að skattleggja til­ tekna hópa til almanna­ þarfa,“ seg­ ir í greinar­ gerð ráðherra. Ríkisskuldir verði aðeins um fjórðungur landsframleiðslu H vort sem slitabú föllnu bankanna ljúka uppgjöri sínu með stöðugleikafram­ lagi eða greiða stöð­ ugleikaskatt af heildareignum er ljóst að áhrifin á skuldastöðu rík­ issjóðs verða umtalsverð og ætti skuldahlutfall ríkissjóðs að lækka um tugi prósenta á komandi árum. Skuldir ríkissjóðs nema um 1.480 milljörðum króna sem er um 74% af landsframleiðslu Ís­ lands. Í greinargerð með frum­ varpi fjármálaráðherra um stöðugleikaskatt er bent á að í rík­ isfjármálaáætlun fyrir árin 2016 til 2019 sé gert ráð fyrir að skuldir rík­ issjóðs muni lækka í 1.324 millj­ arða í lok tímabilsins, og verði þá tæplega helmingur sem hlutfall af landsframleiðslu árið 2019. Sé hins vegar tekið tillit til þess að slitabúin muni þurfa að gefa eftir eignir upp á 640 millj­ arða króna, sem verði notaðar til að grynnka á skuldum ríkisins, þá myndu áætlaðar skuldir ríkis­ sjóðs aðeins verða um fjórðung­ ur af landsframleiðslu árið 2019. Slíkt skuldahlutfall er á pari við skuldir ríkissjóðs árið 2007 og ljóst að Ísland yrði í hópi þeirra þjóða í Evrópu sem eru með lægstu ríkis­ skuldirnar. Uppgjör slitabúanna og losun hafta mun ekki síður hafa marg­ vísleg óbein jákvæð áhrif á rík­ isbúskapinn á komandi árum. Losun hafta og minni skuldir rík­ isins munu ryðja brautina fyr­ ir því að lánshæfismatsfyrirtækin hækki verulega lánshæfiseinkunn ríkisins og þar með vaxtakjör hins opinbera á erlendum fjár­ magnsmörkuðum. Fjármálaráðu­ neytið áætlar í greinargerð sinni með stöðugleikafrumvarpinu að þegar allt verður um garð geng­ ið gæti lækkun skulda ríkissjóðs um meira en 600 milljarða þýtt að vaxtagjöld ríkissjóðs, sem eru núna 77 milljarðar ári, minnki um 35 milljarða króna á ári. bankana. Framkvæmdahópur stjórnvalda um losun hafta hefur staðfest að tillögur kröfuhafa slita­ búanna eru í samræmi við stöð­ ugleikaskilyrðin og leggur til að veitt verði undanþága á grundvelli þeirra. Samkomulagið við kröfuhafa slitabúanna felur einnig í sér að slitastjórnirnar falla frá fyrirhug­ uðum dómsmálum sem sum þeirra hafa sagst ætla að höfða á hendur íslenska ríkinu, samkvæmt heimildum DV. Þannig hyggst slitastjórn Glitnis ekki lengur reyna að fá álagningu bankaskatts­ ins svonefnda, sem lagðist með­ al annars á skuldir slitabúanna, hnekkt en slitastjórnin kærði álagninguna til Ríkisskattstjóra undir lok síðasta árs. Slitabúið þurfti að greiða um tólf milljarða króna vegna bankaskattsins á ár­ inu 2014. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.