Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Side 6
Helgarblað 12.–15. júní 20156 Fréttir Plankaparket Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Þýsk gæði! G ögnin, sem embætti skatt- rannsóknarstjóra keypti og eiga að sýna undanskot Ís- lendinga í skattaskjólum, komu samkvæmt heimild- um DV frá fyrrverandi starfsmanni lögmannsstofunnar Mossack Fonseca & Co í Panama. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri segir í samtali við DV að emb- ættið ætli ekki að upplýsa hvaðan gögnin voru keypt. „Það var hluti af samkomulaginu við seljandann að hvorki nafn hans né uppruni gagnanna yrði gef- inn upp að því marki sem okkur er kunnugt um,“ segir Bryndís. Samkvæmt heimildum DV leit- uðu íslensku bankarnir til Mossack Fonseca & Co á árunum fyrir hrun í þeim tilgangi að stofna aflandsfélög. Þau félög hafi síðar verið seld til ís- lenskra viðskiptavina bankanna. Nokkrir erlendir fjölmiðlar, með- al annars The Economist og vef- miðillinn Vice, fullyrða að Mossack Fonseca & Co, sem rekur 44 skrif- stofur víða um heim, þar á með- al í Lúxemborg, og höfuðstöðv- ar í Panama, sérhæfi sig í stofnun aflandsfélaga. Lögmannsstofan var til umfjöllunar í DV árið 2010 í tengslum við þriggja milljarða króna lánveitingu fjárfestingarfé- lagsins Fons, sem var áður í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, til panamska félags- ins Pace Associates í apríl 2007. Vildi 150 milljónir Ríkisstjórnin samþykkti í apríl síð- astliðnum aukafjárveitingu til að fjármagna kaup á skattagögnunum eftir að sýnishorn af þeim gáfu vís- bendingar um skattaundanskot Ís- lendinga. Gögnin komu hingað til lands fyrir viku síðan en Bryndís hefur sagt það líklegt að gögnin sýni bæði fram á refsiverð athæfi og leiði til endurákvörðunar á sköttum. Skattrannsóknarstjóri greiddi um 200 þúsund evrur, tæpar 30 milljón- ir króna, fyrir þau í þeirri trú að þau innihaldi upplýsingar sem tengja Ís- lendinga við 400 til 500 félög í skatta- skjólum. Upphæðin var millifærð á huldumann sem óskaði upphaflega eftir 150 milljónum króna. Embættið vill ekki gefa upp til hvaða lands fjár- munirnir fóru eða í hvaða banka. Sakað um peningaþvætti Í frétt DV um rannsókn þrotabús Fons á því hvað varð um þriggja milljarða króna lánið til Pace Associ- ates var sagt að Mossack Fonseca hefði stofnað félagið í Panama. Lánið hefði borist Pace í gegn- um Landsbankann í Lúxemborg þar sem félagið átti bankareikning. Fjölmiðlar greindu síðar frá því að lánið hefði verið afskrifað úr bók- um Fons sama dag og það var veitt. Skiptastjóri félagsins íhugaði sum- arið 2011 að stefna Pálma, Jóhann- esi og lögmanninum Einari Þór Sverrissyni, til greiðslu þriggja millj- arða skaðabóta. Samkvæmt heim- ildum DV hefur skaðabótakrafan ekki náð lengra en skiptum á Fons er enn ólokið. Í júlí 2011 sagði Pálmi í viðtali við Morgunblaðið að Pace hefði fjár- fest í fasteignaverkefnum á Indlandi og að millifærslan inn á reikning þess verið lánveiting vegna þeirra. Í sama mánuði fjölluðu innlendir fjölmiðlar um frétt kanadíska dag- blaðsins Gazette þar sem fullyrt var að Pace Associates hefði tekið þátt í peningaþvætti fyrir Arnold Aleman, fyrrverandi forseta Níkaragva. Í frétt kanadíska blaðsins var einnig full- yrt að forsvarsmenn Pace í Panama hétu Francis Perez og Leticia Montoya. Eigendur skúffufélaga Leticia Montoya kemur einnig fyrir í ítarlegri fréttaskýringu um Mossack Fonseca & Co sem vefmiðillinn Vice birti í desember í fyrra. Í henni er fullyrt að fyrirtækið sérhæfi sig í að stofna skúffufyrirtæki fyrir aðra og að það sé eitt fremsta fyrirtæki verald- ar á því sviði. Starfsmenn á vegum þess hafi meðal annars verið skráð- ir eigendur skúffufélaga sem hafi geymt hluta eigna glæpamanna, ein- ræðisherrans Muammar Gaddafi, fyrrverandi forseta Líbýu, og Robert Mugabe, forseta Simbabve. Mossack Fonseca & Co var stofnað í Panama árið 1977 af Þjóðverjanum Jurgen Mossack og Panamabúanum Ramón Fonseca. Lögmannsstof- an rekur meðal annars skrifstofur á Bahama-eyjum, Bresku Jómfrú- areyjunum, í Sviss, Lúxemborg og Bandaríkjunum. Samkvæmt um- fjöllun Vice er Montoya starfsmaður Mossack Fonseca og hefur tekið að sér að vera í forsvari fyrir skúffufyr- irtæki viðskiptavina þess. Fyrirtæk- ið hefur hafnað þessum ásökunum og í fréttaskýringu Vice er svar þess við fyrirspurnum fjölmiðilsins birt þar sem segir að engar sannanir séu til fyrir því að fyrirtækið hafi stundað það sem það er sakað um. n Með hass til Grænlands Tollverðir stöðvuðu á Keflavíkuflugvelli fyrr í mánuðin- um karlmann á þrítugsaldri sem var með 1,2 kíló af hassi falið í ferðatösku sinni. Maðurinn, Grænlendingur, var að koma frá Danmörku. Hassið kvaðst hann hafa ætlað til eigin nota og mögulegrar sölu í Grænlandi. Rannsókn málsins er lokið og hefur verið sent ákæruvaldinu. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem tollverðir stöðva flugfarþega með hass í fórum sínum, því þann 5. maí var karl- maður á fertugsaldri tekinn með tæp 800 grömm. Hann var einnig að koma frá Danmörku og var á leiðinni til Grænlands. Lögregla leitar vitna Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu leitar vitna vegna atviks sem átti sér stað aðfaranótt 30.05. sl. um klukkan 03.30 við Grettis- götu 3. Þar voru þrjár konur sitj- andi í bíl, en þær gáfu sig á tal við mann sem þar var og bentu hon- um á konu og karl í undirgöng- um sem eru við hús númer 3. Konurnar voru að hvetja hann til að hafa afskipti af fólkinu en talið er að karlinn í undirgöngunum hafi áreitt konuna kynferðislega. Lögreglan biður konurnar um að hafa samband við lögreglu, annaðhvort gegnum netfang- ið einar.jonsson@lrh.is, gegnum einkaskilaboð á Facebook-síðu LRH eða gegnum símann 444- 1000. Skattagögnin koma frá félagi í Panama Gögnin keypt af fyrrv. starfsmanni lögmannsstofu sem er sögð sérhæfa sig í stofnun skúffufélaga Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Skattrannsóknarstjóri Bryndís Kristjáns- dóttir vill ekki staðfesta hvort huldumaðurinn sem seldi embættinu skattagögnin sé fyrrverandi starfsmaður Mossack Fonseca & Co. Höfuðstöðv- ar fyrirtækisins eru í Panamaborg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.