Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 14
Helgarblað 12.–15. júní 201514 Fréttir É g fann það strax að þetta var ekki gott nám,“ segir Grét­ ar Guðbjörnsson, sem lauk námi í Háskólagátt Bifrastar á tveimur árum en fékk svo ekki inngöngu í Háskóla Íslands eins og hugur hans stefndi að. Hann segir að skólayfirvöld hafi margítrekað við sig að gráðan ætti að duga til þess að hann fengi inngöngu í HÍ. Forstöðumaður Háskólagáttarinnar segist telja að stofnunin upplýsi nemendur um hvaða réttindi námið veitir og hafi alltaf gert. DV fjallaði um sam­ bærilegt mál árið 2013. „Ég fann það strax að þetta var ekki gott nám“ „Ég taldi að um sambærilegt nám væri að ræða og Háskólagáttin á Bifröst var með hagstæðasta verðið,“ segir Grétar Guðbjörns­ son um af hverju hann hafi val­ ið Bifröst fram yfir aðra valkosti eins og Frumgreinanám hjá HR og Háskólabrú Keilis. „Þetta var illa skipulagt og mér fannst skorta á fagmennsku. Til dæmis fór ég í lokapróf í stærðfræði þar sem ég mátti hafa öll gögnin með, bæk­ ur, glósur, reiknuð lokapróf og að­ gang að interneti. Þetta var því eiginlega próf í copy/paste,“ sagði Grétar. Að lokinni fyrstu önninni reyndi hann að skipta yfir í HR en var of seinn til og ákvað því að klára námið. „Það var aðallega af því að ég taldi að með þetta próf­ skírteini í vasanum kæmist ég inn í HÍ. Það var alltaf markmið­ ið og það var margítrekað við mig þegar ég var að leita mér upplýs­ inga um námið að gráðan myndi opna dyrnar að HÍ,“ segir Grétar. Það reyndust vera falsvonir. „Mér var synjað um inngöngu og ein­ faldlega bent á Frumgreinanám­ ið hjá HR. Það var talsvert sjokk en ég ákvað einfaldlega að bíta í skjaldarrendur og skrá mig í það nám,“ segir Grétar. Þegar hér var komið sögu skuldaði hann 1,6 milljónir í námslán og með gagns­ laust prófskírteini í vasanum. Himinn og haf milli HR og Bifrastar „Ég get ekki líkt náminu við HR og Bifröst saman. Það er einfald­ lega himinn og haf þar á milli,“ segir Grétar. Hann setti kraft í námið, útskrifaðist núna í vor og ákvað að hann væri búinn að fá nóg af íslensku menntakerfi í bili. „Þetta er einfaldlega reiknidæmi sem gengur ekki upp. Í dag sit ég uppi með 3 milljóna króna skuld hjá LÍN og þarf að velja mér há­ skólanám. Ef ég ætla að taka það hérlendis þá fæ ég 130 þúsund á mánuði í lán frá LÍN og meirihluti af þeirri upphæð fer í húsnæð­ iskostnað. Ef ég klára háskóla­ nám hér get ég gert ráð fyrir því að skulda 14–16 milljónir. Ef mér endist ævin til þess að greiða lán­ ið upp þá má ég búast við því að hafa greitt 65–80 milljónir til baka. Íslendingar fá greitt fyrir nám í Danmörku Grétar hefur því sótt um háskóla­ nám í Danmörku og hyggst flytja út núna í júlí. „Þar fá Íslendingar svokallaðan SU­styrk til háskóla­ náms en ekki lán. Hver náms­ maður fær 5.000 danskar krón­ ur á mánuði til framfærslu en á móti er sú krafa að viðkomandi leggi til dansks samfélags með því að vinna launaða vinnu í 10– 12 klukkustundir á viku. Fyrir utan áðurnefndan styrk fær mað­ ur því launin ofan á hann og því er allt annað umhverfi sem nem­ endur í Danmörku búa við held­ ur en nemendur hérlendis. Í raun og veru vita allt of fáir íslenskir nemendur af þessum SU­styrk,“ segir Grétar. Þarft 100 einingar í fram- haldsskóla að auki fyrir HÍ „Kröfurnar eru mismunandi hjá íslensku háskólunum,“ segir Hulda I. Rafnarsdóttir, forstöðu­ maður Háskólagáttarinnar á Bif­ röst. „Hjá Bifröst er gerð krafa um að þú ljúkir háskólagáttinni, eða sambærilegu námi, ef viðkom­ andi er ekki með stúdentspróf. Háskóli Íslands er svo með mis­ munandi kröfur um undanfara að viðbættu náminu úr Háskólagátt, til þess að nemendur fái undan­ þágu um inngöngu. Þú þarft að hafa lokið að minnsta kosti 100 einingum í framhaldsskóla, auk Háskólagáttarinnar. Að auki er hver deild fyrir sig með mismun­ andi kröfur um hversu margar af þessum einingum þurfa að vera í íslensku, ensku, stærðfræði og svo framvegis. Aðrar deildir, eins og til dæmis læknadeildin, veita síðan engar undanþágur,“ segir Hulda. Nemendur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi Aðspurð hvort allir nemendur séu meðvitaðir um að Háskóla­ gáttin sé ekki lykill að öllu há­ skólanámi og hvort að þeir séu sérstaklega upplýstir um það segir Hulda: „Það tel ég okkur gera og hafa alltaf gert. Nemend­ ur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi og eigin námsfram­ vindu. Við hömrum á því í gegn­ um allt námið að þeir séu með­ vitaðir um hvar þeir séu staddir og hvert þeir stefna.“ Að sögn Huldu uppfyllir Há­ skólagátt Bifrastar allar kröf­ ur aðalnámskrár og námið er viðurkennt af menntamálaráðu­ neytinu. „Við erum með mis­ munandi námsmöt, stundum eru lokaverkefni eða próf. Í þeim er mismunandi hvaða gögn eru leyfð. Í sumum má bara taka með sér tölvu eða blýant, stundum eru glósur leyfðar. Svo geta ver­ ið gagnapróf þar sem allt er leyfi­ legt, þar sem við leggjum áherslu á að nemendur séu að leysa verk­ efni sem eru sambærileg þeim sem þau eru að gera úti á vinnu­ markaðnum, í hinu daglega lífi. Þau próf eru yfirleitt mikið þyngri en þau gagnalausu,“ segir Hulda. Hulda segir að um 70–80% nem­ enda Háskólagáttar Bifrastar haldi áfram háskólanámi sínu við skólann. Aðrir nemendur sækja einna helst í Háskólann á Akur­ eyri en Bifröst er í góðu samstarfi við Háskólann í Reykjavík. n Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum - S: 896 6949 w w w .s u p er b ee ts .is - v it ex .is Betra blóðflæði betri heilsa með SuperBeets rauðrófu kristal Superbeets Nitric Oxide allt að 5 sinnum öflugra 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Nitric Oxide Nóbelsverðlaun 1998 Sameind ársins 1992 Uppgötvun á Nitric Oxide var upphafið á framleiðslu rislyfja Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum NÝTT w w w .z en b ev .is - U m b o ð : v it ex e h f Betri og dýpri svefn Engin eftirköst eða ávanabinding Melatónin Upplýsingar í síma 896 6949 og www.vitex.is úr graskersfræjum ZenBev - náttúrulegt Triptófan Vísindaleg sönnun á virkni sjá vitex.is Tvær bragðtegundir sítrónu og súkkulaði Melatónín er talið minnka líkur á blöðruhálskirtilskrabbameini sjá vitex.is Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. Nitric Oxide Superbeets allt að 5 sinnum öflugri 1. dós superbeets jafngildir 30 flöskum af 500 ml rauðrófusafa Íslensk vottun á virkni NO3 Sýni rannsóknarstofa - Nýsköpunarmiðstöð Íslands Eftir fertugt framleiðir líkaminn 50% minna Nitric Oxide. SUPERBEETS örvar Nitri c Oxide framleiðslu strax. Bætt blóðflæði og aukin súrefnisupptaka hefur jákvæð áhrif á alla starfsemi líkamans, þ.m.t. hjarta og æðakerfi. ATH: Breyting nítrats úr fæðu í Nitric Oxide. (NO) byrjar í munni, þess vegna er SuperBeets tekið inn í vökvaformi, en ekki töfluformi. „Alltaf markmiðið að fara í HÍ“ n Komst ekki inn í HÍ eftir nám við Háskólagátt Bifrastar n Segir skólann hafa fullyrt annað Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Hulda I. Rafnarsdóttir, forstöðu- maður Háskólagáttar Bifrastar „Nemendur bera fyrst og fremst ábyrgð á eigin námi og eigin námsframvindu. Við hömrum á því í gegnum allt námið að þeir séu meðvitaðir um hvar þeir séu staddir og hvert þeir stefna.“ Skjáskot af vef Háskólagáttar Grétar Guðbjörnsson Komst ekki inn í HÍ eftir að hafa lokið Háskólagáttinni á Bifröst. Hann er ósáttur við upplýsingagjöf skólans um þau réttindi sem námið myndi veita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.