Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2015, Síða 44
Helgarblað 12.–15. júní 201536 Sport Helming liðsins skortir leikform n Strákarnir okkar almennt í góðu standi n Nokkrir hafa þó ekki spilað í fjórar til sex vikur H elming leikmannanna í líklegu byrjunarliði Íslands gegn Tékklandi skortir leikform, samkvæmt mati DV. Þeir leikmenn sem leika á meginlandi Evrópu eða á Bretlandseyjum hafa fæstir spil- að leik síðan snemma í maí, eða í fjórar til sex vikur. Álitamál er hvort hvíldin sé kærkomin eða óþarflega löng, þegar horft er til leikforms. Þeirri spurningu geta þeir sjálfir svarað á vellinum í dag, föstudag. Almennt er standið á hópn- um heilt yfir mjög gott og aðeins einn leikmaður, Ari Freyr Skúla- son, glímir við smávægileg meiðsli. Aðrir eru heilir. Til samanburð- ar mun einn skæðasti sóknar- maðurinn í tékkneska liðinu, Dav- id Lafata, verða fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Það eru góðar frétt- ir eru að leikmennirnir í íslenska landsliðinu sem spila á Norður- löndunum eru allir í góðri leikæf- ingu. Þegar síðasti landsleikur fór fram var norska deildin í fríi og sú danska nýlega hafin, svo dæmi séu tekin. Á heildina litið eru lands- liðsmennirnir, sem voru í byrjun- arliðinu í síðasta leik, í góðu formi og jafnvel úthvíldir. Hér eru þeir leikmenn sem líklegt er að spili í dag; byrjunarliðið frá síðasta leik við Tékka og þeir þrír leikmenn sem byrjuðu síðasta landsleik, gegn Kasakstan. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Birkir Már Sævarsson Félag: Hammerby, Svíþjóð Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 1.080 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Niðurstaða: Í formi Birkir hefur frá því síðasti keppnislandsleikur fór fram spilað 12 heila leiki í efstu deild í Svíþjóð. Hann hefur spilað alla leikina. Birkir kom inn í landsliðið í leiknum gegn Kasakstan í fjarveru Theódórs Elmars, sem var meiddur. Hann er líklegur til að halda stöðu sinni. Jóhann Berg Guðmundsson Félag: Charlton, Englandi Fæðingarár: 1990 Mínútur frá síðasta landsleik: 540 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Niðurstaða: Skortir leikform Jóhann Berg spilaði sex af þeim sjö leikjum sem Charlton lék frá síðasta landsleik. Aftur á móti hefur hann ekki spilað leik í sex vikur þegar flautað verður til leiks í Laugardalnum. Jóhann verður líklega í byrjunarliðinu en gæti verið í betra leikformi. Eiður Smári Guðjohnsen Félag: Bolton, Englandi Fæðingarár: 1978 Mínútur frá síðasta landsleik: 288 Spilaði síðast 90 mínútur: Fyrir löngu síðan Niðurstaða: Skortir leikform Eiður hefur ekki spilað 90 mínútur frá síðasta landsleik. Hann hefur aftur á móti í þrígang spilað lungann úr leikjum Bolton. Hann hefur komið við sögu í sex leikjum og spilað að jafnaði einn hálfleik. Eiður hefur æft vestanhafs undanfarið og ber sig vel. Emil Hallfreðsson Félag: Verona, Ítalíu Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 432 Spilaði síðast 90 mínútur: 30. maí Emil ætti að vera í fínu formi. Hann hefur spilað sex leiki frá síðasta landsleik og hefur fengið nokkurra daga hvíld. Ekki víst að hann byrji inn á. Jón Daði Böðvarsson Félag: Viking, Noregi Fæðingarár: 1992 Mínútur frá síðasta landsleik: 625 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Jón Daði hefur komið við sögu í 13 leikjum með Viking frá leiknum við Kasaka og hefur skorað í þeim fjögur mörk. Er í fínu leikformi. Gylfi Þór Sigurðsson Félag: Swansea, Englandi Fæðingarár: 1989 Mínútur frá síðasta landsleik: 615 Spilaði síðast 90 mínútur: 17. maí Gylfi spilaði síðasta leikinn í ensku úrvalsdeildinni sem fór fram 17. maí – gegn Manchester City. Þar skoraði hann mark. Hann hefur fengið kærkomna hvíld í nokkrar vikur – eftir að hafa spilað nánast hvern einasta leik í vetur. Smá spurning er hvort hvíldin sé of löng. Kolbeinn Sigþórsson Félag: Ajax, Hollandi Fæðingarár: 1990 Mín. frá síðasta landsleik: 275 Spilaði síðast 90 mín.: 11. apríl Langt er síðan Kolbeinn spilaði síðast heilan leik. Hann hefur frá síðasta landsleik tekið þátt í fimm leikjum, þar af þremur í byrjunarliði. Í þessum fimm leikjum skoraði hann tvö mörk. Ljóst má vera að Kolbeinn gæti verið í betra leik- formi – en hann er þó alltaf líklegur til að skora. Kári Árnason Félag: Rotherham, Englandi Fæðingarár: 1982 Mínútur frá síðasta landsleik: 519 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Rúmur mánuður er síðan Kári lék síðasta keppnisleikinn í Champ- ionship-deildinni. Hann hefur spilað sex leiki frá því flautað var af í Kasakstan. Í fimm þeirra spilaði hann 90 mínútur. Ef til vill er mánaðarhvíld kærkomin eftir langt og strangt tímabil. Aron Einar Gunnarsson Félag: Cardiff City, Englandi Fæðingarár: 1989 Mínútur frá síðasta landsleik: 606 Spilaði síðast 90 mínútur: 2. maí Aron Einar hefur eins og Kári fengið kærkomna hvíld eftir að ensku deildarkeppninni lauk. Hann lék 48 leiki í vetur og var því undir nokkru álagi. Hann hefur ekki leikið keppnisleik síðan 2. maí en óvíst er að það komi að sök. Hannes Þ. Halldórsson Félag: Sandnes Ulf, Noregi Fæðingarár: 1984 Mínútur frá síðasta landsleik: 900 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Norska deildarkeppnin er í fullum gangi og Hannes er fastamaður í byrjunarliði Sandnes Ulf í næstefstu deild Noregs. Fyrir síðasta leik var leikformi markvarðarins ábótavant en það kom ekki að sök því Ísland hélt hreinu. Birkir Bjarnason Félag: Pescara, Ítalíu Fæðingarár: 1988 Mínútur frá síðasta landsleik: 1.035 Spilaði síðast 90 mínútur: 5. júní Birkir er í toppformi. Hann hefur spilað 12 leiki frá síðasta landsleik og verið í stóru hlutverki hjá Pescara í Seria B. Í þessum leikjum hefur hann skorað sex mörk. Hann fórnaði úrslitaleik gegn Bologna til að spila með landsliðinu. Ari Freyr Skúlason Félag: OB, Danmörku Fæðingarár: 1987 Mínútur frá síðasta landsleik: 760 Spilaði síðast 90 mínútur: 7. júní Ari Freyr fór meiddur af velli í síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur sagst vera á batavegi og er bjartsýnn á að verða leikfær. Ari hefur verið fastamaður í liði OB á leiktíðinni en er sjálfur ekki nógu ánægður með spilamennskuna. Theódór Elmar Bjarnason Félag: AGF, Danmörku Fæðingarár: 1987 Mínútur frá síðasta leik: 881 Spilaði síðast 90 mín.: 31. maí Theódór er byrjunarliðsmaður í liði Randers í Danmörku og hefur spilað næstum 10 heila leiki frá síðasta landsleik. Gæti misst sæti sitt til Birkis Más. Ragnar Sigurðsson Félag: Krosnodar, Rússlandi Fæðingarár: 1986 Mínútur frá síðasta landsleik: 720 Spilaði síðast 90 mínútur: 30. maí Niðurstaða: Í formi Ragnar er fastamaður í liði Krasnodar, sem er í toppslagnum í Rússlandi. Liðið hafnaði í þriðja sæti í deildinni í vetur, jafnt CSKA Moskvu að stigum. Deildinni er nýlokið og hefur Ragnar fengið tveggja vikna hvíld þegar flautað verður til leiks í Laugardalnum. Í formi Í formi Í formi Tæpur Skortir Leikform Skortir Leikform Skortir Leikform Skortir LeikformÍ fo rmi Í formi Í formi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.