Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 8
Helgarblað 25.–29. júní 20158 Fréttir
V A R M A D Æ L U R
19 dBA
*Við ábyrgjumst lægsta eða sama verð og sambærileg
varmadæla frá öðrum söluaðilum. Smiðjuvegur 70 - gulgata - 200 Kópavogur
Gæði, þjónusta og gott verð.
Hámarks orkusparnaður.
sen
dum
frÍ
tt
Út
Á l
and
*
Huldufélag skoðar
hótel og vatnslindir
n Amel Group sýnir Hafnarfirði áhuga n Vita lítið um kanadíska fyrirtækið
H
araldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri Hafnarfjarð-
ar, fundaði í byrjun júní
með Salah Saleh, forstjóra
og stjórnarformanni Amel
Group, vegna áhuga kanadíska fjár-
festingarfyrirtækisins á að reisa
hótel og vatnsverksmiðju í bæn-
um. Forstjóranum var þá boðið í
skoðunarferð um Hafnarfjörð og
heimsótti hann meðal annars vatns-
lindir bæjarins í Kaldárbotnum.
Bæjarstjórinn segir ekki liggja fyrir
hverjir standa að baki fyrirtækinu
enda séu viðræður ekki komnar á
það stig að starfsmenn sveitarfé-
lagsins hafi farið í að skoða það.
„Þetta er ekki komið á það stig að
við séum farin að kanna nákvæm-
lega hverjir þetta eru enda er eins
og stendur einungis um þreifingar
af þeirra hálfu að ræða. En við höf-
um, bæði fyrir og eftir fundinn, sent
þeim ýmis gögn enda kom fram á
fundinum að fyrirtækið er spennt
fyrir ýmsum fjárfestingartækifærum
í bænum,“ segir Haraldur við DV.
Skráð í Ontario
Amel Group er skráð í Ontario-fylki
í miðausturhluta Kanada. Sam-
kvæmt vefsíðu fyrirtækisins hefur
það komið að ýmsum fjárfestingar-
verkefnum, meðal annars á sviðum
endurnýjanlegra orkugjafa, land-
búnaðar og öryggis- og varnarmála,
en þar er ekki gefið upp hverjir
eigendur þess eru. Saleh og Moha-
med El Hadidy, annar stjórnarmað-
ur fyrirtækisins, eru einu starfs-
menn þess samkvæmt vefsíðunni.
Haraldur svarar aðspurður að
fundurinn með forstjóra Amel
Group hafi verið skipulagður af Ís-
landsstofu. Þórður H. Hilmars-
son, forstöðumaður fjárfestinga-
sviðs Íslandsstofu, segir í samtali
við DV að starfsmenn stofunnar
séu bundnir þagnarskyldu varð-
andi fjárfestingarverkefni sem séu
komin jafn skammt á veg og áform
Amel Group. Hann geti því ekki gef-
ið neinar frekari upplýsingar um
verk efnið.
Vatnið orðið aukaatriði
DV greindi í mars síðastliðnum frá
áhuga forsvarsmanna Amel Group
á að reisa átöppunarverksmiðju í
Hafnarfirði og kaupa vatn úr dreifi-
kerfi bæjarbúa. Þá kom fram að
Dagur Jónsson, vatnsveitu-
stjóri Hafnarfjarðar, hefur
átt í tölvupóstsamskiptum
við fyrirtækið og meðal
annars sent því upplýs-
ingar um efnasamsetn-
ingu vatnsins úr Kaldár-
botnum. Dagur sat
fund Saleh og Haraldar
í ráðhúsi Hafnarfjarð-
ar þann 2. júní síðast-
liðinn og segir forstjóra
Amel Group hafa fullyrt
að fyrirtækið hafi aðgang
að „heilmiklum sjóðum“.
„Þeim finnst það skipta
miklu máli að hér eru
tvær hafnir og
stutt í
alþjóðaflugvöll. Þeir telja Hafnar-
fjörð vera svæði með ákveðna
vaxtar möguleika og við vorum svo
sem ekki að gera lítið úr því,“ segir
Dagur og hlær.
„Það sem kom á óvart var að
þeir hafa ekki einungis áhuga á fjár-
festingum í tengslum við vatnið
heldur einnig í ferðamannaiðnað-
inum. Þeir hafa kynnt sér spár um
fjölgun ferðamanna hér og kveikt á
því að þar séu sóknarfæri. Ég veit
svo sem lítið um þetta fyrirtæki en
forstjórinn talaði um að það gæti
tekið stórar ákvarðanir með tiltölu-
lega stuttum fyrirvara. Mér fannst
þó á fundinum eins og vatnsátöpp-
unarverksmiðjan væri
orðin að einhvers
konar aukaat-
riði. Hann virt-
ist aðallega
vera að horfa
á iðnaðar-
svæðin hér
og hafnirnar.
Það þurfti til
dæmis að
margsegja
forstjóranum
hvað raforkan
er ódýr hérna,“
segir Dagur. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Haraldur L. Haraldsson.
„Þeir telja
Hafnarfjörð vera
svæði með ákveðna
vaxtarmöguleika og við
vorum svo sem ekki að
gera lítið úr því.
Forstjórinn Salah Saleh, forstjóri kanadíska fjárfestingarfyrirtækisins Amel Group,
fundaði með bæjarstjóra Hafnarfjarðar og nokkrum starfsmönnum bæjarins í byrjun júní.
Nauðgari baðst afsökunar
Hafði samband 23 árum eftir atburðinn
R
agnheiður Helga Hafsteins-
dóttir, sem varð fyrir skelfilegu
kynferðisofbeldi er hún var 17
ára af hendi fimm pilta sem
hún taldi vera vini sína, fékk óvænta
sendingu síðastliðið sunnudagskvöld.
Hún fékk póst frá einum mannanna
þar sem hann biður einlæglega afsök-
unar á ofbeldinu sem átti sér stað fyrir
23 árum. Pressan greinir frá. „Hann
baðst afsökunar oftar en einu sinni.
Hann lýsti samviskubiti og vanlíð-
an sem hefur nagað hann öll þess ár
og að hann hafi viljað hafa samband
en ekki getað eða þorað. Síðan óskaði
hann mér alls hins besta í lífinu og
sagði að þetta hefði alltaf plagað
hann.“ Í fréttinni kemur fram að Ragn-
heiður finni fyrir töluverðum létti við
að fá þessa afsökunarbeiðni og henni
þyki líka gott að fá staðfestingu ger-
andans á því hvað þessi atburður var
alvarlegur. n agustb@dv.is
Pottur
gleymdist
á eldavél
Tilkynnt var um eld í íbúð í
Kambaseli á þriðjudagskvöld. Til-
kynningin barst rétt eftir klukk-
an átta. Viðbragðsaðilar mættu
á vettvang og könnuðu málið. Í
ljós kom að pottur hefði gleymst
á eldavél. Fram kemur í dagbók
lögreglunnar að skemmdir hafi
verið minniháttar.
Þá voru skemmdarverk unnin
á byggingu Háteigskóla sama
kvöld. Þar voru rúður brotnar en
ekki liggur fyrir hverjir voru að
verki.
Þrír aðilar voru handtekn-
ir í Breiðholti aðfaranótt mið-
vikudags fyrir þjófnað. Þeir gistu
fangageymslur.
Lést eftir slys
Maðurinn sem lést á Landspít-
alanum á föstudag, eftir slys
við Þingvallavatn, hét Stefán Þ.
Tryggvason. Maðurinn var við
veiðar við vatnið þann 11. júní
síðastliðinn en vegfarandi sá
manninn fara ofan í vatnið en
ekki koma upp aftur. Endurlífgun
á vettvangi bar árangur en Stefán
komst þó aldrei til meðvitundar.
Hann var úrskurðaður látinn á
Landspítalanum síðastliðinn
föstudag, eftir að hafa verið í
öndunarvél. Stefán var fæddur
árið 1944 og var til heimilis að
Espigerði 16 í Reykjavík. Hann var
ókvæntur og barnlaus.