Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 20
20 Fréttir Helgarblað 25.–29. júní 2015
„Þessi arður mun sjálfvirkt
dreifast um allt hagkerfið“
n Segir óumdeilt að aflamark sé efnahagslega hagkvæmt n Þeir sem þróa veiðarnar njóti ávaxtanna
A
ð mínu mati ber að úthluta
aflaheimildum í makríl var
anlega – annað er í raun lög
brot,“ segir Ragnar Árna
son, prófessor við Háskóla
Íslands, þegar hann er inntur álits á
makrílfrumvarpinu svokallaða, sem
nú er rifist um á Alþingi.
Máli sínu til stuðnings bendir
Ragnar á 9. grein núverandi löggjafar
um stjórn fiskveiða. „Þar er tiltekið að
úthluta beri varanlegum aflaheimild
um samkvæmt sögulegri reynslu í öll
um fiskistofnum þar sem heildarafla
mark er sett. Þessi sögulega reynsla
er jafnan til þriggja ára og ef horft er
til þeirrar staðreyndar að makrílveið
ar hafa staðið yfir frá árinu 2006 og í
verulegum mæli síðan 2008–2009 þá
sé ég ekki betur en að það jaðri við lög
brot að fara ekki eftir þessu ákvæði og
úthluta makrílkvóta varanlega,“ segir
Ragnar.
Að hans sögn er gott að hafa í huga
að löggjöfin fór í gegnum ítarlega
naflaskoðun í tíð síðustu ríkisstjórnar
þar sem fjölmargar breytingar voru
gerðar á lögum um stjórn fiskveiða en
þessu ákvæði var ekki breytt.
Efnahagslega hagkvæmt
Í nýlegri grein í Fréttablaðinu gagn
rýndi hagfræðingurinn Jón Steinsson
harðlega að makrílfrumvarpið myndi
festa í sessi það fyrirkomulag að út
gerðirnar greiði ekki eðlilegt leigu
gjald til þjóðarinnar af auðlindinni og
komi í veg fyrir að hægt verði að taka
upp annað kerfi, til dæmis uppboðs
kerfi. „Ég skil eiginlega ekkert í Jóni
að halda þessu fram. Það er óumdeilt
meðal hagfræðinga að aflamarkskerfi
sé efnahagslega hagkvæmt. Það er
ríkjandi kerfi hjá vestrænum þjóðum
og fleirum. 25 prósent af heildaraflan
um á heimsvísu eru veidd innan þess
kerfis og þróun er í þá átt að það hlut
fall vaxi. Kerfið gefur af sér góða efna
hagslega reynslu og það sem er ekki
síður mikilvægt er að það viðheldur
og styrkir fiskistofna,“ segir Ragnar og
bendir á að afar erfitt sé að reka útgerð
ef óvissa er fyrir hendi hver kvótinn
verður. Því sé það hans skoðun að út
hluta beri aflaheimildum til eins langs
tíma og hægt er.
„Fjárfestingar í greininni eru til
langs tíma, sá sem fjárfestir í skipi ger
ir það til 30 ára eða meira og í fisk
vinnslu, svo ekki sé minnst á að mark
aðsþróun, er fjárfesting til enn lengri
tíma. Það að ætlast til þess að sjávar
útvegsfyrirtæki séu í sífelldri óvissu
um aflarétt er eins og að reyna að reka
áliðnað þar sem álfyrirtækin hafa að
eins framleiðslurétt til árs eða fárra ára
í senn.“
„Þeir sem þróuðu veiðarnar í
upphafi njóti þess“
Ragnar hefur ákveðnar skoðanir á því
hver eigi að fá makrílkvótann í sinn
hlut ef úthlutunin verður varanleg:
„Það er efnahagslega hagkvæmast að
þeir sem þróuðu veiðarnar í upphafi
njóti þess,“ segir Ragnar. Ástæðan, að
mati Ragnars, er meðal annars sú að
þessir aðilar kunni best á veiðarnar
og reki þær á hagkvæman hátt. Þá er
efnahagslega afar mikilvægt að frum
kvöðlar í sjávarútvegi sem og öðrum
greinum njóti nægilegs ávinnings af
því sem vel heppnast. Margar af þess
um nýju veiðum eru þróaðar með ansi
miklum tilkostnaði og verulega mikilli
áhættu í upphafi. „Miklu færri, mögu
lega engir, myndu fara í það að þróa
nýjar fiskveiðar nema að sæmileg
vissa væri fyrir hendi um að viðkom
andi aðilar fengju nægilega háa hlut
deild í þeim veiðum sem hagkvæmar
reynast,“ segir Ragnar.
Hann blæs á það að verið sé að
hlunnfara íslenska þjóð með kvóta
kerfinu og að sjávarútvegur sé ekki að
greiða eðlilegt leigugjald fyrir réttinn
til að nýta auðlindina. „Nánari athug
anir sýna að þorri arðsins rennur beint
til þjóðarinnar. Aflakvótakerfi sparar
kostnað við fiskveiðar og hækkar verð
mæti aflans sem landað er, þannig að
nettó útflutningsframleiðsla úr sjávar
útvegi verður hærri en áður. Innflutn
ingurinn til sjávarútvegarins minnkar,
það er að segja olía og annað og út
flutningsverðmæti verður hærra. Það
þýðir hærra gengi krónunnar að öðru
óbreyttu. Hærra gengi krónunnar þýð
ir að kaupmáttur ráðstöfunartekna
verður þeim mun hærri. Helmingur
þess sem íslensk heimili kaupa er inn
flutningur, þannig að 1% hækkun á
gengi þýðir einfaldlega 0,5% kjarabót
fyrir fólkið í landinu. Þetta er gríðar
lega stórt atriði,“ segir Ragnar og legg
ur áherslu á orð sín.
Skatttekjur og
sjávarútvegsklasinn
Ragnar segir að skatttekjurnar sem
íslenska ríkið hefur af sjávarútvegin
um séu einnig mikilvægt atriði. „Þá
er ég ekki að tala um svokallað veiði
gjald heldur tekjuskatta og óbeina
skatta eins og virðisaukaskatt. Það er
verulega há upphæð,“ segir Ragnar.
Hann bendir einnig á að sjómenn
fái í sinn hlut 30–40% af aflaverðmæti
og fái því hærri tekjur ef verðmæti
aflans er hærra. Einnig ætti annað
starfsfólk í geiranum að njóta góðs af
því ef góður arður er í greininni. „Enn
eitt dæmið um ábatann sem þjóðin
nýtur af núverandi kerfi er sjávarút
vegsklasinn svokallaði. Það eru fyrir
tæki sem framleiða vélbúnað, tæki
og veiðarfæri eða frekari vinnslu á af
urðunum, til dæmis lýsisframleiðsla.
Marel er dæmi um slíkt fyrirtæki sem
er að skila þjóðinni verulegum tekj
um. Þá er mikilvægt að hafa í huga að
ef að ekki er hagnaður í sjávarútvegi
þá sveltur þessi klasi, hann fær ekki
að þroskast,“ segir Ragnar.
Aðalatriðið að hámarka
arð af auðlindum sjávar
Hann segir að til lengri tíma þýði
góð afkoma í sjávarútveginum fjár
festingar á hinum ýmsu sviðum ís
lensks atvinnulífs. „Ekki fyrst og
fremst í sjávarútvegi heldur hvar þar
sem arðsemi er talin geta orðið góð.
Það þýðir aukinn hagvöxt og tekju
aukningu fyrir alla. Þetta er eins og
aðrar framfarir í atvinnulífinu, skil
virkni skiptir öllu. Það getur þýtt að
einhver fyrirtæki og einstaklingar
hafi mikinn arð framan af en til lengri
tíma litið þá er þetta öllum til góðs.
Ef að við trúum hinu gagnstæða þá
verðum við að spóla aftur fyrir iðn
byltinguna þar sem jafnvel hátekju
fólk þess tíma hafði það verra en
lágtekjufólk í dag,“ segir Ragnar og
ítrekar að aðalatriðið sé að hámarka
arðinn af þeim auðlindum sjávar sem
við Íslendingar höfum aðgang að.
„Þessi arður mun sjálfvirkt dreifast
um allt hagkerfið, bæði til skamms og
langs tíma þannig að allir njóti góðs
af,“ segir Ragnar að lokum. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Telur þjóðina hlunnfarna
Í grein Jóns Steinssonar hagfræðings
„Grundvallarbreyting sem má ekki
verða“ heldur Jón því fram að
grundvallarbreyting verði
á úthlutun veiðiheimilda
í makríl þar sem ekkert
ákvæði er í frumvarpinu
um þjóðareign kvótans né
heldur um það að úthlutun-
in myndi ekki eignarrétt
eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheim-
ildum. Þar með festi frumvarpið í sessi
að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða
eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir
afnot af sameigninni sem og að fordæmi
myndist í þá veru að úthluta aflaheimild-
um til lengri tíma en eins árs eins og nú er
raunin. Jón óttast að auðveldara verði þar
með að breyta úthlutun annarra tegunda
á sama veg.
Jón telur að verðmæti kvótans hafi
aukist verulega eða um 50% á síðustu
10 árum og telur að arðurinn, sem hann
áætlar að sé um 40–60 milljarðar á
ári, eigi að renna til þjóðarinnar en geri
það aðeins að litlu leyti. Þjóðin sé því
hlunnfarin.
Ragnar Árnason er þessu
algjörlega ósammála og hefur
ekki áhyggjur af því þó að
fyrirtæki og einstaklingar hafi
mikinn arð framan af því til
lengri tíma litið græði samfé-
lagið allt. Hann vill því ganga
mun lengra en makrílfrumvarpið
kveður á um og helst tryggja út-
gerðarfélögunum sem þróuðu veiðarnar
varanlegar aflaheimildir. Í rauninni telur
hann það vera lögbrot að gera það ekki.
Málið hefur verið til umræðu á
Alþingi undanfarið en nýlega samþykkti
sjávarútvegsráðherra reglugerð þar sem
makrílkvóta var úthlutað til eins árs.
Nýjustu fregnir eru þær að umræðum um
frumvarpið hefur verið frestað í nokkra
daga á meðan beðið er eftir umsögnum
um frumvarpið. Bjartsýni ríkir meðal
stjórnarliða um að frumvarpið nái fram
að ganga.
Ragnar Árnason, prófessor segir það
mögulegt lögbrot að úthluta makrílkvóta
ekki varanlega.
Löndun
Makrílveiðarnar
eru umdeildar. Mynd
SigtRygguR ARi JóhAnnSSon
Hágæða
sláttutæki
Vetrarsól ehf. - Askalind 4 - 201 Kópavogi - Sími 564 1864 - www.vetrarsol.is
Stiga Estate 5102 sláttutraktór
18 hestafla, sjálfskiptur
B&S mótor
300 ltr. grashirðikassi
Stiga Pro 50S sláttuvél
með drifi
6 hestafla
B&S mótor
70 ltr. grasirðikassi
Stiga Estate Master 3084
sláttutraktór
13,5 hestafla, sjálfskiptur
B&S mótor
240 ltr. grashirðikassi
Stiga Collector 46S
sláttuvél með drifi
4 hestafla
B&S mótor
55 ltr grashirðikassi
Hágæða
sláttutæki