Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 22
22 Fréttir Viðskipti Helgarblað 25.–29. júní 2015
Þrif ehf. | Lækjasmári 86 | 201 Kópavogur | Sími: 8989 566 | www.thrif.net
Fyrirtæki og húsfélög, gerum
tilboð ykkur að kostnaðarlausu
Bjóðum sérhæfða þjónustu fyrir
íbúðir sem eru í túristaleigu
Hefur þú þörf fyrir
þrif
Styrktu
ljósveiðar
Sjö aðilar hafa fengið samtals 10
milljónir króna úr frumkvöðla
sjóði Íslandsbanka. 30 aðilar
sóttu um styrkinn en sjóður
inn styrkir frumkvöðlaverkefni í
orku og sjávarútvegi.
Úthlutanir úr sjóðnum nema
allt að 20 milljónum árlega. Á
meðal verkefna sem fengu styrk
að þessu sinni er verkefnið Opti
tog – Ljósveiðar. Þar er mark
miðið að hanna og framleiða
nýja kynslóð veiðarfæra sem
stuðla að sjálfbærni togveiða,
með minni umhverfisáhrifum.
Fiskum er smalað með ljósi í
stað víra, hlera og netveggja og
getur svifið í fastri hæð yfir botni
– án þess þá að snerta hann.
„Þannig er stuðlað að verndun
búsvæða fiskistofna og dregið
verulega úr notkun óendurnýj
anlegra orkuauðlinda (olíu) og
losun koltvísýrings.“
Í
slenski húsnæðismarkaðurinn
er sagður hafa hækkað í virði
um 7,71% á síðasti ári sem set
ur Ísland í 9. sæti yfir „heitustu
húsnæðismarkaði heims“. Þetta
kemur fram í frétt breska vefmiðils
ins Business Insider.
Írland skipar efsta sæti listans en
þar á húsnæðisverð að hafa hækk
að um 17,57% undanfarið ár sem er
í takt við viðsnúning sem er að eiga
sér stað í efnahag landsins. Hong
Kong er í öðru sæti með 14,37%
hækkun og Eistland í því þriðja en
þar hefur íbúðarhúsnæði hækkað
um 9,59%. Svíþjóð er eina Norður
landið auk Íslands sem er á listan
um en Svíar skipa fjórða sætið með
hækkun á 8,79%.
Það þarf ekki að koma á óvart
að Úkraína er það land sem að býr
við mesta verðhjöðnun á íbúðar
húsnæði undanfarið árið. Í höfuð
borginni Kiev lækkaði verðið um
36,51% á einu ári. Ástandið er næst
verst í Rússlandi þar sem íbúðar
húsnæði lækkaði í verði um 9,61% á
einu ári. n
bjornth@dv.is
Ísland er í níunda sæti
Kemst á lista yfir „heitustu húsnæðismarkaði heims“
Íslenski fasteignamarkaðurinn
Sagður vera í 9. sæti yfir þá fasteignamark-
aði heimsins þar sem verð hefur hækkað
mest á liðnu ári. Mynd Sigtryggur Ari
Flestar kröfurnar
fyrnast í haust
Fyrrverandi hluthafar Landsbankans vilja skaðabætur frá Björgólfi Thor sem segir málið gróðabrall
M
eirihluti þeirra skaðabóta
krafna sem fyrrverandi
hluthafar í Landsbanka
Íslands telja sig eiga á
hendur Björgólfi Thor
Björgólfssyni, fyrrverandi eiganda
bankans, byrja að öllum líkindum
að fyrnast næsta haust þegar tíu ár
verða liðin síðan meint brot hófust.
Eins og komið hefur fram ætlar hóp
ur fyrrverandi hluthafa bankans að
stefna Björgólfi til að fá viðurkennda
skaðabótaskyldu vegna tjóns sem
þeir hafi orðið fyrir „vegna rangra
upplýsinga um eða ófullnægjandi
mats á áhrifum Björgólfs í Lands
bankanum“.
„Þess vegna höfum við lagt
áherslu á hversu mikilvægt það er að
farið verði í þetta á næstu vikum. Við
teljum að brotin hafi byrjað í október
2005 og þess vegna erum við að
stefna málinu til að fá bótaskylduna
viðurkennda áður en málin fyrnast.
Það þýðir ekkert að bíða með það
neitt lengur,“ segir Jóhannes Bjarni
Björnsson, hæstaréttarlögmaður og
talsmaður málsóknarfélagsins .
undir yfirráðum Samson
Samkvæmt minnisblaði sem lög
mannsstofa Jóhannesar, Landslög,
hefur sett saman fyrir hópinn, var
reglum um fyrningu á skaðabóta
kröfum utan samninga breytt með
lögum árið 2008. Réttarstaða hlut
hafanna sé þannig að tjónsatvik sem
áttu sér stað fyrir 1. janúar það ár
fyrnist á tíu árum en frá þeim degi á
fjórum árum frá því að „tjónþoli fékk
nauðsynlegar upplýsingar um tjónið
og þann sem ábyrgð ber á því“.
„Það á því enginn þann kost að
segja að hann ætli að bíða og sjá
hvað kemur út úr málinu. Ef hann
tekur þann kost, þá fyrnist krafan
í höndunum á honum, og ef mál
ið vinnst þá verður það væntanlega
orðið of seint fyrir viðkomandi,“ segir
Jóhannes.
Í minnisblaðinu er fyrirhuguð
málsókn, sem Kastljós greindi frá
síðasta þriðjudag, rakin og helstu
málsatvik. Rannsókn og gagnaöflun
hópsins hafi leitt til þess að fram séu
komin gögn sem gefi „sterklega til
kynna að Björgólfur Thor hafi með
saknæmum hætti komið í veg fyrir
að hluthafar fengju upplýsingar um
umfangsmiklar lánveitingar bank
ans tengdar honum og einnig að
hann hafi brotið gegn reglum um
yfir tökuskyldu“, eins og segir í frétta
tilkynningu hópsins.
Samtök sparifjáreigenda, Vil
hjálmur Bjarnason alþingismað
ur, Stapi lífeyrissjóður og Ólafur
Kristinsson lögmaður eru stofn
endur málsóknarfélagsins. Hlut
hafarnir fyrrverandi fullyrða að
bankinn hafi verið undir fullum yf
irráðum Samson ehf. frá árinu 2006
en eignarhaldsfélagið var þá í eigu
Björgólfs Thors og Björgólfs Guð
mundssonar, föður hans.
„Er talið að við það hafi yfirtöku
skylda stofnast og að Björgólfur Thor
hafi sem stjórnarformaður Samson
látið undir höfuð leggjast að bregð
ast við yfirtökuskyldu sem á félaginu
hvíldi og með þeirri vanrækslu bak
að sér bótaábyrgð gagnvart hlut
höfum,“ segir í tilkynningunni.
gróðabrall lögmanna
Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður
Björgólfs Thors, sendi DV yfirlýsingu
í gær þar sem ásökunum málsóknar
félagsins er svarað. Meintar blekk
ingar hans byggi á þeirri staðreynd
að samstarfsmenn Björgólfs hafi átt
lítinn hlut í félagi sem aftur hafi átt
hlut í Landsbankanum.
„Slíkt eignarhald var og er full
komlega eðlilegt og allar upplýs
ingar um það lágu fyrir á hverjum
tíma hjá Landsbankanum og Fjár
málaeftirlitinu.“
Í yfirlýsingunni var tekið fram
að Björgólfur hafi ávallt verið þeirr
ar skoðunar að eðlilegra sé að reka
dómsmál í réttarsal, en ekki í fjöl
miðlum. Málinu yrði því ekki svarað
ítarlega á þeim vettvangi. Nokkrum
klukkutímum síðar sendi Björgólfur
fjölmiðlum fréttatilkynningu þar
sem fullyrt er að fyrirhuguð málsókn
gegn honum sé gróðabrall lögmanna
sem hagnist óháð niðurstöðu máls
ins.
„Ætla má að þetta auglýsinga
skrum lögmannanna brjóti í bága
við 42. gr. siðareglna lögmanna. Ég
hlýt að beina kvörtun vegna þessa til
úrskurðarnefndar lögmanna,“ segir
Björgólfur í tilkynningunni.
„Nái lögmennirnir fram vilja
sínum og leggi mál fyrir dóm bera
félagar málsóknarfélagsins óskipta
ábyrgð á málinu gagnvart mér, sam
kvæmt samþykktum félagsins sjálfs.
Verði mér dæmdur málskostnaður
get ég því valið hvaða félagsmann
sem er og krafið hann um allan
kostnaðinn, ekki bara hlutdeild
hans,“ segir Björgólfur. Hann bætir
því við að ef ásakanir í hans garð
leiði til tjóns fyrir hann geti félags
menn málsóknarfélagsins þurft að
bera ábyrgð á þeim kostnaði. n
Haraldur guðmundsson
haraldur@dv.is
„Verði mér dæmdur
málskostnaður get
ég því valið hvaða félags
mann sem er og krafið
hann um allan kostn
aðinn, ekki bara hlutdeild
hans.
Krafinn um skaða-
bætur Björgólfur Thor
Björgólfsson segir lög-
menn málsóknarfélags-
ins hafa um margra ára
skeið „velkst með málið,
án þess að nokkuð mark-
vert hafi komið fram“.
Lögmaður hópsins Jóhannes Bjarni
Björnsson, hæstaréttarlögmaður hjá Lands-
lögum, hefur boðað kynningarfund um
væntanlega hópmálsókn í dag, fimmtudag.
Lauf forks
eykur hlutafé
Nýsköpunarfyrirtækið Lauf for
ks hf. hefur lokið hlutafjáraukn
ingu að fjárhæð 100 milljónir
króna. Fjármagnið á meðal
annars að nota til að auka mark
aðssókn og vöruþróun, að því er
vb.is greindi frá.
Lauf forks býr til og selur
reiðhjólademparagaffal sem
fyrirtækið segir þann léttasta
í heimi. Gaffallinn nýtur
einkaleyfaverndar og þess er
vænst að einkaleyfi verði kom
ið í höfn á helstu mörkuðum á
næstu mánuðum.