Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Blaðsíða 30
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
30 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Helgarblað 25.–29. júní 2015
Afsakaðu æsinginn,
Einar Örn Jónsson
Já, stökktu bara Ábyrgðin er þín
Hjólaþjóðin mikla
Þóra Arnórsdóttir sá að sér eftir að hafa gagnrýnt RÚV fyrir að sýna ekki alla leiki á HM kvenna. – DV Elísabet Sævarsdóttir kemst ekki í æfingaferð vegna slyss á hoppudýnu á Akureyri. – DV Bam Margera tók upp ískalda kveðju í flugvél á leið til Bandaríkjanna. – DV
V
ið Íslendingar erum miklir
byltingarsinnar. Á örfáum
árum höfum við upplifað í
það minnsta þrjár byltingar.
Mest var að sjálfsögðu talað um
bús áhaldabyltinguna, kannski var
brjóstabyltingin sú sem flestir voru
ánægðir með, en ein bylting hefur
farið fremur hljótt. Það er hreyf-
ingarbyltingin. Það eru allir að
hreyfa sig og af fullri alvöru. Það er
enginn maður með mönnum leng-
ur nema hann gangi á fjöll og hjóli
hring inn í kringum landið eða syndi
í sjó sem er við frostmark.
Ég man þá tíð þegar ég hjólaði
hringinn í kringum fallegu eyjuna
okkar. Það var árið 2005. Margir
glottu vegna þessa framtaks og stöku
menn efuðust um geðheilsu mína.
Nú gerðist það í vikunni að þús-
und manns skelltu sér á reiðhjól og
lögðu af stað þennan sama hring.
Við erum hætt að efast um geðheilsu
þeirra sem leggja upp í slík ferða-
lög. Metnaðurinn er líka gríðarleg-
ur og sést það best í klæðaburði og
fákunum sjálfum. Svo er sagt að end-
orfín framleiðsla líkamans aukist
mikið við hreyfingu. Sennilega veitir
þjóðarsálinni ekki af umtalsverðu
endorfíni þessa dagana.
Hreyfingarbyltingin er miklu
stærri en hinar tvær til samans
og um margt mun uppbyggilegri.
Hreyfing bætir heilsu. Bætt heilsa
stuðlar að hamingju og lengra lífi.
Við höfum allt að vinna og WOW-
hjólreiðakeppnin er skemmtileg-
ur mælikvarði á delluna sem get-
ur stundum gripið okkur. Árið 2012
var hjólreiðakeppnin haldin í fyrsta
skipti og voru keppendur þá innan
við hundrað talsins. Árið eftir voru
keppendur orðnir 200 og í fyrra ríf-
lega tvöfaldaðist fjöldi þátttakenda
og lögðu meira en 500 manns af stað
frá Hörpu. Enn tvöfaldast fjöldi þátt-
takenda og er nú ríflega þúsund tals-
ins. Vel gert.
Allt þetta fólk á það sameiginlegt
að hafa stundað æfingar af kappi og
með því eflt heilsu sína og þol. Sam-
fara æfingunum kemur oftar en ekki
heilbrigðara mataræði. Kannski að
þetta sé leið okkar að því að vera
ekki lengur ein af feitustu þjóðum
Evrópu. Kannski verðum við kölluð
hjólaþjóðin eftir nokkur ár. Ef þátt-
takendafjöldi tvöfaldast á hverju ári
þá liggur fyrir að árið 2023 mun öll
þjóðin taka þátt. Það er að segja þeir
sem kunna að hjóla og mögulega
geta það af heilsufarsástæðum. n
Málfrelsi Jakobs
Bjarnars
Jakob Bjarnar Grétarsson, blaða-
maður á Vísi, er með málglaðari
Facebook-mönnum og gerir
reglulega allt vitlaust með um-
mælum sínum.
Af einhverjum ástæðum virð-
ist þolinmæði hans þó takmörk-
uð þegar kemur að gagnrýni á
eigin skrif því nú hefur hann til-
kynnt að hann hyggist hreinsa vel
út af vinalista sínum vegna um-
mæla í hans garð og segist ekki
tjá sig sem blaðamaður heldur
prívatpersónan Jakob Bjarnar. Að
loknum kvenréttindadegi skrif-
aði hann: „Jæja, þá er þessi svo-
kallaði Kvennadagur að baki og
Feðraveldið getur tekið til við það
aftur að berja, nauðga og borga
konum skítalaun. Því það er það
sem karlmenn gera, ef ég er að
skilja þetta rétt.“
Hafliði hættur hjá
Framtakssjóði Íslands
Á undanförnum misserum hef-
ur Framtakssjóður Íslands losað
um eignarhluti sína í mörgum
stórum íslenskum
fyrirtækjum sem
sjóðurinn hafði
fjárfest í. Þannig
hefur sjóðurinn
meðal annars selt
nýlega hluti sína í
upplýsingatækni-
fyrirtækinu Advania og iðnfyrir-
tækinu Promens. Í dag á Fram-
takssjóður aðeins eignarhlut í
Icelandic Group og Invent Farma.
Samhliða því að dregið hefur
verulega úr umsvifum sjóðsins
hefur starfsmönnum fækkað en
Hafliði Helgason, sem var upp-
lýsingafulltrúi Framtakssjóðsins,
hætti þar nýlega störfum. Hafliði
var áður meðal annars aðstoðar-
maður Bjarna Ármannssonar,
fyrrverandi bankastjóra Glitn-
is, og ritstjóri Markaðarins, við-
skiptakálfs Fréttablaðsins.
Birgitta og forsætisráð-
herrastóll
Gríðarlega gott gengi Pírata í
skoðanakönnunum hefur orðið
til þess að ýmsir hafa farið að
leika sér með þá hugmynd að
næsti forsætisráðherra þjóðar-
innar yrði Pírati. Á Útvarpi Sögu
á dögunum var spurning dags-
ins hvort hlustendur vildu sjá
Birgittu Jónsdóttur sem næsta
forsætisráðherra. Meirihluti
hlustenda Útvarps Sögu, sem
margir virðast fremur byltingar-
sinnaðir, voru ekki ýkja hrifn-
ir af hugmyndinni en 54 prósent
þeirra vildu ekki sjá hana sem
næsta forsætisráðherra.
„Svo er sagt að
endorfín fram-
leiðsla líkamans auk-
ist mikið við hreyfingu.
Sennilega veitir
þjóðarsálinni ekki af um-
talsverðu endorfíni þessa
dagana.
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
F
rumvarp sjávarútvegsráð-
herra um kvótasetningu
makr íls hefur verið mikið í
umræðunni utan þings sem
innan. Nú þegar hafa 51 þúsund
manns skrifað undir áskorun á
thjodareign.is um að fiskveiðiauð-
lindinni verði ekki ráðstafað nema
til eins árs fyrr en auðlindaákvæði
er komið í stjórnarskrá að öðrum
kosti verði málinu vísað í þjóðar-
atkvæði. Frumvarp ráðherra hefur
tekið breytingum frá því að hann
lagði það fyrst fram en þá var gert
ráð fyrir að kvótasetja makríl til
sex ára með tilheyrandi framsali til
kvótahafa fyrir tugi milljarða.
Það hefði verið næstum ógerlegt
að breyta þeirri ráðstöfun, hefði ný
ríkisstjórn viljað gera breytingar þá
hefði hún þurft að sitja að lágmarki
í tvö kjörtímabil.
Gríðarlega verðmætur
Næst var málinu breytt í kvótasetn-
ingu til þriggja ára og framsal að
þeim tíma loknum og nú er lagt til
að setja makrílinn inn í kvótakerf-
ið til eins árs sem er óásættanlegt
þar sem þá er makríllinn kominn
inn fyrir gullna hlið kvótakerfisins
og það mun reynast miklu erfiðara
að ná honum þaðan aftur út og ráð-
stafa honum með öðrum hætti en
núverandi lokað kvótakerfi býður
upp á.
Makríllinn er gríðarlega verð-
mætur stofn sem kom inn í lög-
söguna fyrir nokkrum árum og því
væri verið að úthluta gríðarlegum
verðmætum tilteknum aðilum til
frambúðar og loka kerfinu varan-
lega og koma í veg fyrir þróun veiða
bátaflotans við strendur landsins.
Makríllinn er ólíkindatól og
við vitum ekki hvort hann verður
áfram í íslenskri lögsögu og ekki
hefur enn verið samið um stofn-
inn svo mjög óvarlegt er að kvóta-
setja hann við þær aðstæður þar
sem kvótahafar gætu farið fram á
skaðabætur ef makrílbrestur verð-
ur. Makríllinn gæti líka átt eftir að
koma á fleiri veiðislóðir við strend-
ur landsins og þá væri búið að loka
kerfinu og þar með að koma í veg
fyrir að bátafloti þeirra svæða gæti
hafið frjálsar veiðar eins og hægt
hefur verið.
Vanda vinnubrögð
Það er hægt að úthluta makríl með
óbreyttum hætti næsta fiskveiðiár
með lagastoð og mæta þannig áliti
umboðsmanns Alþingis og lögsókn
útgerða gagnvart ríkinu sem boðuð
hefur verið vegna þess að ekki hafi
verið hlutdeildarsett 2011.
Ríkisstjórnin boðar endur-
skoðun á lögum um stjórn fiskveiða
næsta vetur og þá er eðlilegt að þá
verði makríllinn tekinn inn í þá
heildarendurskoðun en ekki fyrr.
Alþingi Íslendinga verður að
vanda vinnubrögð sín og afgreiða
ekki svo stórt grundvallarmál sem
ráðstöfun makríls er á hundavaði í
lok sumarþings. Það verður að bíða
haustsins og fá þá þinglega, vand-
aða meðferð. n
Makríll í þjóðareign!
„Makríllinn er
ólíkindatól og við
vitum ekki hvort hann
verður áfram í íslenskri
lögsögu.
Lilja Rafney
Magnúsdóttir
Kjallari