Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 32
32 Umræða Helgarblað 25.–29. júní 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Mest lesið á DV.is 1 Bam Margera „laminn í klessu“ á Secret Solstice Tónlistarmaðurinn og Jack­ ass­meðlimurinn Bam Margera þurfti að leita aðhlynningar á bráða­ móttöku Landspítal­ ans eftir að hafa verið „laminn í klessu“ eins og viðmælandi DV orðaði það. Lesið: 37.833 2 Íþróttaferillinn í hættu eftir slys á hoppudýnu: „Stökktu bara“ Elísabet Sævarsdóttir,16 ára landsliðskona í listhlaupi á skautum, slasaðist á hoppudýnu á Bíladögum á Akur­ eyri í síðustu viku. Slysið hefur þegar gert að engu fyrirhugaða æfingaferð til Tékklands og allur íþróttaferill hennar gæti verið í hættu. Lesið: 27.888 3 Fundu ónýtt fjórhjól á Esjunni Tveir fjallgöngumenn sem gengu niður vestur­ hlið Esjunnar á dögunum rákust á óvenjulegt „rusl“ sem hafði verið skilið eftir í miðju fjallinu. Lesið: 25.382 4 Fimm piltar beittu Ragnheiði grófu kyn- ferðisofbeldi „Þú lendir ekki í svona löguðu og svo bara heldur lífið áfram. Eftir að þú lendir í ofbeldi af þessu tagi þá er eins og að hugsanirnar um það hafi einhverja ótrúlega lúmska leið til læðast aftan að þér, jafnvel þó að mörg ár séu liðin,“ segir Ragnheiður Helga Hafsteinsdóttir sem varð fyrir skelfilegu ofbeldi er hún var 17 ára. Lesið: 22.977 5 Íslenskir rokk-arar fordæma árás á Bam Margera Rokktónlistar­ og kvikmynda­ gerðarmaðurinn Frosti Runólfsson er ekki hrifinn af hegðun mannanna sem gengu í skrokk á raunveruleikastjörnunni Bam Margera á Secret Solstice um helgina. Undir þetta tekur Krummi Björgvinsson, sem er þekktastur fyrir að vera söngvari rokkhljómsveitarinnar Mínus. Lesið: 17.350 Andri Geir Arinbjarnarson Höfundur er verkfræðingur Af Eyjunni EES gerir afnám hafta erfitt Þ að eru ekki kröfuhafar sem verða þeir erfiðustu þegar kemur að afnámi hafta, það hlutverk hefur ESB. Nú þegar Ísland hefur gef­ ið út yfirlýsingu um að afnám hafa standi yfir er eðlilegt að álykta sem svo að EES undanþágan sem Ísland hefur haft frá hruni um frjálst fjár­ magnsflæði sé á endastöð. ESB gef­ ur ekki afslátt af fjórfrelsinu sem er hornsteinn ESB og EES samstarfs­ ins. Það hafa bæði Svisslendingar og Bretar fengið að heyra og Ís­ lendingar fá líklega sömu meðferð reyni þeir að fá varanlega undan­ þágu frá frjálsu fjármagnsflæði. En hvað felst í frjálsu fjármagnsflæði. Samkvæmt skilgreiningu ESB þýðir frjálst fjármagnsflæði frelsi einstaklingsins og fyrirtækja til að ráðstafa fjármagni sínu jafnt innan­ lands sem utan. Þetta þýðir t.d. að einstaklingar eiga að geta opnað bankareikninga erlendis, keypt erlendar fasteignir, hlutabréf og skuldabréf án leyfis eða takmark­ ana frá stjórnvöldum. Tal íslenskra ráðamanna og hagfræðinga um að það sé nauðsynlegt að stjórna fjár­ magnsflæði til og frá landinu eft­ ir afnám til að tryggja stöðugleika, stríðir gegn skilgreiningunni um frjálst fjármagnsflæði. Það verður því athyglis vert að sjá hvernig Ísland, með minnsta gjaldmiðil heims, ætl­ ar að stjórna krónunni með var­ úðarreglum sem ekki skerða frelsi einstaklingsins sem EES samn­ ingurinn á að tryggja. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Erfitt er að sjá að Ísland geti upp­ fyllt ákvæði EES með gjaldmiðil sem á að stjórna en fær ekki um frjálst höfuð strokið. Ef Ísland ætlar að halda í krónuna um ókominn tíma eru dagar Íslands innan EES líklega taldir. Menn þurfa því að fara að leita að nýrri utanríkisstefnu. n „Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Myndin Slakað á í sólinni Það er ekki amalegt að geta slakað í guðsgrænni náttúrunni þegar sumarið sýnir á sér sparihliðarnar. mynd SiGtryGGur Ari
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.