Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 34
34 Umræða Helgarblað 25.–29. júní 2015 Sólarsellur 80 - 100 - 140 Wött Fyrsta flokks glersellur á góðu verði VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS Verð kr. 80 Wött 95.950 100 Wött 119.950 140 Wött 143.950 Öld sprengihreyfilsins og fyrirsjáanleg endalok hennar Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja F yrir rétt rúmum áratug vor- um við Ólafur Gunnarsson, vinur minn og kollegi, báðir partur af einhverju bók- menntaprógrammi í Köln í Þýskalandi. Þá notuðum við tæki- færið og heimsóttum mikið safn gamalla Cadillac-bifreiða sem var þar skammt fyrir utan borgina. Óli hafði uppgötvað tilveru þess við athugun á netinu, en við erum báð- ir af bílamönnum komnir og vor- um að auki að undirbúa ferð okkar akandi þvert yfir Ameríku; sú ferð var farin ári síðar og um hana skrifuðum við saman bókina Úti að aka (útg. 2006). Sá sem átti þetta bílasafn var fyrrverandi skipstjóri á stóru flutn- ingaskipi sem sigldi gjarnan á Ame- ríku, og hann hafði notað ferðir sín- ar þangað til að safna saman öllum þeim glæsibifreiðum sem þarna gaf að líta. Þetta var ljúflingskall, hann sótti okkur á hótelið inni í borginni á mikilli límó sínu og sýndi okkur svo safnið og sagði af því sögur hvern- ig hann hefði komist yfir þennan bílinn eða hinn. Hann var augljós- lega, og skiljanlega, stoltur af sín- um glæsikerrum, og við fórum auð- vitað að hrósa honum og bílunum hans, segja að þarna væri nú kom- ið hástig vestrænnar iðnhönnunar og aldrei yrðu búnir til glæsilegri og fullkomnari gripir en þessar vængj- uðu risakerrur! „Hundrað ára gömul hönnun!“ En þá kom gamli skipperinn okkur á óvart með því að vera mikill raunsæis maður og ekki staðnaður í fortíðarþrá. „Já, en hugsið ykkur að þetta er meira en hundrað ára gömul hönnun! Frá því fyrstu bílarnir voru smíðaðir nálægt aldamótunum 1900 hefur í rauninni sáralítið gerst, nú- tímabílar eru í grunninn alveg sama smíðin!“ sagði eigandi kadilják- anna. Og hann bætti við, og benti okkur á rauðan Cadillac Eldorado Biarritz '59 (en skrautlegri hafa bíl- ar varla orðið), að frá því sá bíll var smíðaður megi segja að engar fram- farir hafi orðið: þar var komin sjálf- skipting, vökvastýri, kraftbremsur, rafmagn í allt, meira að segja skynj- ari sem skipti á milli háu og lágu ljósanna þegar annar bíll kom á móti. Það eina sem hefði gerst síðan, sagði kallinn, sé í rauninni að tölvu- búnaður sé farinn að stjórna ýmsu í gamla vélbúnaðinum, og sú breyting geri raunar lítið annað en að það er orðið miklu flóknara að laga ef eitt- hvað bilar. „Nei,“ sagði þessi merki- legi maður, „á öllum öðrum sviðum hafa orðið stöðugar tækniframfar- ir á síðustu hundrað árum, nema hvað við hreyfum okkur enn á milli staða á flóknum og þungum málm- mekan isma samkvæmt hugmynd frá ofanverðri nítjándu öld. Ef vísinda- menn væru í dag að skoða hvernig best væri að flytja fólk á milli staða, þá dytti engum í hug að smíða svona monstrúm fyrir hvern og einn!“ En hvað á að koma í staðinn? Þegar þetta var sáu kannski ekki margir hvað það yrði sem myndi leysa hefðbundna bílaútgerð af hólmi. En nú virðist sú mynd vera að skýrast. Og það er dálítið einkenni- legt til þess að hugsa að flest bendir til þess að bílaöldin, eins og við þekkjum hana, sé senn að líða und- ir lok, það er að segja öld bensín- eða „sprengihreyfilsins“ eins og hann var kallaður í íslenskaðri ævisögu Henry Ford. Það er ekki bara vegna þess að tæknin sé komin á það stig að sjálfkeyrandi rafmagnsbílar muni næsta augljóslega ryðja hinum hefð- bundnu úr vegi, þessi hljóðlausu og gíralausu skrípi sem mönnum mun trúlega að auki verða harðbannað að stjórna sjálfum, heldur líka vegna þess að loftslagsþróun mun banna jarðefnaeldsneytið sem að auki mun ganga til þurrðar í einhverri fyrirsjá- anlegri framtíð. Bílar og bensín, olía og kol, allt hefur þetta verið partur af okkar lífi sem nú erum á dögum, en í ljósi mannkynssögunnar, að maður tali nú ekki um jarðsöguna, þá hefur þetta verið furðu stuttur tími. Og verður auðvitað stórundarlega ráð- gáta í framtíðinni hvernig mann- kyninu tókst að fuðra upp öllum þeim jurtaleifum sem höfðu verið að safnast upp í jarðlögunum sem kol og olía á milljörðum ára, – brenna það allt upp eins og í einum hvelli á tveim-þrem öldum. Í augum þeirra sem byggja munu jörðina í framtíð- inni mun þetta hljóma sem einhver geggjun, mikið partí með eilífum eldglæringum, ein samfellt flugelda- sýning með öllu því braki og veseni og reyk sem slíku fylgir. En það var stuð í partíinu En það hefur auðvitað verið gaman að lifa þessa tíma. Og að sjálfsögðu hreinn fullkominn grís að við skyld- um hafa verið lífs hér á jörðinni með- an þetta gekk yfir. Því að það blasir við að um margt hlýtur framtíðin að verða litlausari og leiðinlegri. Tölum nú bara aftur um sprengi- hreyfilinn, sem knýr bifreiðir. Núna er það auðvitað algengast að hver einstaklingur hafi til umráða stál- flykki upp á að meðaltali eitt til tvö tonn. Stálfleka með innbyggðu sófa- setti, miðstöðvarhitun og steríó- græjum svo eitthvað sé nefnt. Og oftast er þessu ekið að morgni frá heimili til vinnu, þar stendur flykk- ið svo óhreyft til kvölds þegar það er ræst með drunum og ekið sömu leið til baka. Auðvitað er ekkert vit í þessu til lengdar, og hefur kannski aldrei ver- ið, það sjá allir. Og fróðustu menn spá því að innan fárra áratuga muni margir verða um hvert farartæki, og kannski fæstir með eigin prívatbíl, heldur muni menn trúlega kalla eftir einu sem ekki er í notkun þá stund- ina, með appi ef að líkum lætur, kalla eftir farartæki sem er statt ná- lægt, svo kemur það af sjálfsdáðum, maður sest afturí, eða einhvers stað- ar inní, og slær inn ákvörðunarstað- inn, eða segir hann kannski bara, apparatið mun skilja mannamál, svo draga menn upp blöð, eða leggja sig kannski, á meðan „bíllinn“ sér um að koma manni á ákvörðunarstað. En hvort sem það verður nákvæmlega svona, eða með einhverjum öðrum afbrigðum, þá er ljóst að ný skipan „En sanniði til, innan skamms verður næstum ómögu- legt að fá að upplifa þá tilfinningu að keyra bíl. Ólafur Gunnarsson Er harður talsmaður General-Motors bílanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.