Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 36
Helgarblað 25.–29. júní 201536 Fólk Viðtal Mjög glaður stjórnmálamaður S igmundur Davíð er fyrst spurður af hverju hann haldi að ríkisstjórnin, og þá sér- staklega Framsóknarflokk- urinn, sé ekki að uppskera árangur í skoðanakönnunum. „Ég held að það sé of snemmt að segja til um það,“ segir hann. „Við höf- um séð eina skoðanakönnun frá því áætlun um afnám hafta var kynnt. Það var Fréttablaðskönnun og þær eru mikið ólíkindatól því þar sveifl- ast fylgi flokka meira en í öðrum könnunum. Ég gæti reyndar trúað því að skoðanakannanir muni sveifl- ast á ýmsan hátt á næstu tveimur árum eins og þær hafa gert á síðustu tveimur árum. En ég held mig við það sem var eitt af meginprinsipp- um mínum þegar ég fór út í póli- tík að láta skoðanakannanir ekki slá mig út af laginu. Það er komið til af því að þegar ég var fréttamaður þá varð ég þess áskynja að stjórnmála- menn voru helteknir af skoðana- könnunum og létu þær ráða líðan sinni. Mér fannst ekki beysið að hafa ekki meiri trú á eigin stefnu en svo að eini mælikvarðinn sem stjórnmála- menn hefðu væru skoðana kannanir, jafn sveiflukenndar og þær eru. Ég einsetti mér það áður en ég fór í póli- tíkina að ég myndi ekki láta stjórn- ast af skoðanakönnunum og alls ekki breyta um stefnu meðan ég tryði á það sem ég væri að gera. Núna trúi ég á árangurinn af því sem við höfum verið að gera, þannig að ég er mjög sáttur hvernig sem skoðanakannanir kunna að sveifl- ast. Fyrir utan það að kosningar hafa aldrei farið eins og kannanir á miðju kjörtímatímabili sýna. Ég er mjög glaður stjórnmálamaður þessa dagana. Við erum að sjá árangur á þeim sviðum sem ég hef lagt mesta áherslu á. Sá árangur hefur uppfyllt væntingar mínar og í sumum tilvik- um jafnvel meira en það.“ Var búinn að missa trú á stjórnmálunum Þú ert afar umdeildur stjórnmála- maður og mælist ekki með miklar vinsældir í skoðanakönnunum. Er ekki erfitt að sjá slíkar mælingar? „Já og nei. Það sem mér finnst athyglisvert varðandi allar þessar mælingar er hvað allir fá lága mæl- ingu. Um 15 prósent landsmanna bera traust til Alþingis og enginn stjórnmálamaður er í þeirri stöðu að meira en helmingur landsmanna geti nefnt heiðarleika sem einn af eiginleikum hans. Þetta er meira lýsandi fyrir tíðaranda en mat á við- komandi einstaklingi og er þróun sem hefur staðið yfir um nokkurt skeið, ekki bara á Íslandi heldur í öðrum löndum. Þetta er afleiðing af því að stjórnmálin almennt, kerf- ið og ekki hvað síst flokkarnir og stjórnmálamennirnir njóta lítils trú- verðugleika. Þessar niðurstöður koma mér ekki á óvart en það er ekki æskilegt fyrir samfélagið að svo lítið traust sé ríkjandi. En ég hef ákveðinn skilning á því miðað við það hvern- ig málin horfa við almenningi. Af því ég sé þetta svo víða og þetta virð- ist vera gegnumgangandi þá læt ég þetta ekki svo mikið á mig fá. Það er meira áhyggjuefni fyrir mig í þessari stöðu hvað ég hefði sjálfur sagt ef ég væri utan stjórnmálanna. Hefði ég þá ekki bara svarað að þessir stjórn- málamenn væru allir ómögulegir? Árin fyrir fjármálahrunið var ég Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Kjörtímabil ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er hálfnað. Kosningaloforð framsóknarmanna um skuldaleiðréttingu kom til framkvæmda og áætlun um losun hafta hefur verið kynnt. Ríkisstjórnin nýtur þó lítilla vin­ sælda og fylgi Framsóknarflokksins hefur hrunið megi marka skoðanakannanir. Forsætisráðherrann hefur ekki siglt lygnan sjó en segist ekki láta gagnrýni hafa mikil áhrif á sig. Í viðtali ræðir hann um þjóðfélagsástandið, stjórnmálin, fjár­ kúgunarmálið og hótanir vegna haftamála, slúðursögur og einkalíf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.