Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 50
6 Sumarhátíðir - Kynningarblað Helgarblað 25.–29. júní 2015 Ómissandi markaðshelgi Eitthvað fyrir alla í Bolungarvík fyrstu helgina í júlí Á rlega fjölskylduhátíðin Markaðshelgin í Bolungarvík fer fram fyrstu helgina í júlí en viðburðurinn hefur fest sig í sessi, vaxið og dafnað undanfarin ár og er nú orðinn einn af stærri menningarviðburðum sum­ arsins þar um slóðir. Bolvíkingar eru höfðingjar heim að sækja, söngelsk­ ir með eindæmum og sanngjarnir í viðskiptum og allt þetta endurspegl­ ast á markaðshelginni glæsilegu þar sem fjölmargt skemmtilegt verður í boði. Ber þar fyrst að nefna markaðs­ torgið sem heita má hjarta helgar­ innar. Skipuleggjendur segja að vel á annað þúsund manns hafi mætt á markaðstorgið síðastliðin ár og búast þeir við að sá fjöldi eigi aðeins eftir að aukast ef fram fer sem horfir. Markaðshelgin er blanda af öfl­ ugu markaðstorgi þar sem finna má allt milli himins og jarðar á sölu­ básum, yfirgripsmikilli tónlistar­ og fjölskylduskemmtun auk fjöl­ breyttrar skemmtunar og leiktækja fyrir börn á öllum aldri. Þeir sem til þekkja segja markaðshelgina í al­ gjörum sérflokki þar sem bæði gestir og bæjarbúar sem selja varning sinn og leggja sitt lóð á vogarskálarnar fari heim með bros á vör. Bítlað með Birni Herlegheitin hefjast fimmtudags­ kvöldið 2. júlí í félagsheimilinu í Bolungarvík því þá mun gítarleikar­ inn þjóðþekkti, Björn Thoroddsen, ásamt einvala liði vestfirsks tónlistar­ fólks, flytja mörg af bestu lögum Bítl­ anna. Miðaverð er 2.500 krónur og verður húsið opnað klukkan 20. Vegleg söngkeppni Söngkeppni markaðshelgarinnar hefur einnig fest sig í sessi en hún verður nú haldin í þriðja sinn. For­ keppni fer fram þriðjudaginn 30. júní í félagsheimili Bolungarvíkur. Keppt er í þremur flokkum, 8–11 ára, 12–14 ára og síðan 15 ára og eldri. Úrslitakeppnin verður síðan haldin með pomp og prakt laugardaginn 4. júlí klukkan 13 í félagsheimilinu. Áhugasamir geta skráð sig í tölvu­ pósti á tuuli@simnet.is fyrir klukkan 12 þann 29. júní næstkomandi með því að gefa upp nafn, aldur, kenni­ tölu, síma og lag. En keppnin er ekki aðeins fyrir heimamenn. Keppendur í öðrum landshlutum geta sent inn myndband eða upptöku í forkeppn­ ina, fyrir klukkan 16 þriðjudaginn 30. júní. Verðlaun eru frá Tónastöðinni. Útivist og huggulegheit Þegar stund gefst milli stríða í fjöl­ breyttri dagskrá Bolvíkinga geta gestir heimsótt sundlaug Bol­ ungarvíkur sem í daglegu tali nefn­ ist Musteri vatns og vellíðunar. Sundlaugin er opin alla virka daga frá 6.15–21.00 og frá 10.00–18.00 um helgar. Þar er að finna vatns­ rennibraut, heita potta og er um­ hverfið skjólgott og fjölskylduvænt. Þá er einnig hægt að fara í ræktina og taka hið svonefnda þrýstipróf Sigmundar sem hefur heldur bet­ ur slegið í gegn. Í næsta nágrenni er sjóminjasafnið Ósvör, verbúð frá árabátaöldinni og inni í bænum er náttúrugripasafn Bolungarvíkur sem þykir ótrúlega magnað safn sem hýsir m.a. ísbjörn. Frá Bola­ fjalli er svo glæsilegt útsýni yfir hina mögnuðu náttúru Vestfjarða en á Bolafjall liggur greiðfær akveg­ ur. Í Bolungarvík eru matsölustaðir, kaffihús, verslun og margt fleira. Við bakka Hólsár geta síðan gestir hátíðarinnar tjaldað en á tjaldsvæð­ inu er salernis­ og snyrtiaðstaða til fyrirmyndar. Gestir á tjaldsvæðinu geta einnig nýtt salerni og snyrtingu íþróttamiðstöðvarinnar á opnunar­ tímum auk þess sem þar er þvotta­ og þurrkaðstaða. Nútímamaðurinn þarf heldur ekki að örvænta því á tjaldsvæðinu er rafmagn og önnur þjónusta. Skothelt stuðball Allar betri bæjarhátíðir þurfa síðan ball og þar klikka ekki Bolvíkingar. Fjölskyldudansleikur verður fyrr um daginn þar sem Eurovision­ söngdrottningin María Ólafs heldur uppi fjörinu en um kvöldið 4. júlí klukkan 23.00 verður Markaðsballið svokallaða í félagsheimilinu þar sem Húsið á sléttunni spilar á skotheldu stuðballi með Maríu. Nánari upplýsingar er að finna á facebook.com/markadshelgin. n Allt í blóma í Bolungarvík Markaðshelgin í Bolungarvík fer fram fyrstu helgina í júlí. Þar verður mikið um dýrðir alla helgina. Mynd AðSend Stanslaust stuð Yngsta kynslóðin, sem og þeir sem eldri eru, finna eitthvað við sitt hæfi í Bolungarvík 4. júlí næstkomandi. Mynd BjArki FriðBergSSon Söngkeppni Söngkeppni markaðs- helgarinnar verður nú haldin í þriðja sinn. Mynd BjArki FriðBergSSon „Bolvíkingar eru höfðingjar heim að sækja

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.