Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 53
Helgarblað 25.–29. júní 2015 Fólk Viðtal 37 Mjög glaður stjórnmálamaður búinn að missa trú á stjórnmálun- um. Það er skrýtin staða að vera annarrar skoðunar núna um ýmsa hluti vegna þess að ég er í stjórnmál- um en ekki utan þeirra. Ég ætla ekki að kveða upp úr um hvor hefur endi- lega rétt fyrir sér í öllu, Sigmundur innan stjórnmálanna eða hinn ímyndaði Sigmundur utan stjórn- málanna. Það er þó öruggt að Sig- mundur innan stjórnmálanna telur að langflestir stjórnmálamenn séu í þessu starfi af því að þeir vilja láta gott af sér leiða. Ég held að oft og tíðum geri fólk sér allt aðrar hugmyndir um stjórn- málaflokka og hvernig þeir starfa en raunin er. Ég sjálfur var með ýms- ar ranghugmyndir um það hvernig stjórnmálin virka áður en ég fór að taka þátt í þeim. Það eru til dæm- is fá dæmi þess að menn hafi sam- band við stjórnmálamenn, mig eða aðra sem ég þekki, og fari fram á að þeir geri eitthvað tiltekið fyrir sig. Ég ímynda mér að það hafi verið eitt- hvað meira um slíkt hérna áður fyrr þegar beinni tengsl voru milli stjórn- mála og ýmiss konar atvinnustarf- semi. Ýmis öfl halda því stöðugt á lofti núna að stjórnmálamenn séu að ganga erinda einhverra annarra en almennings. Miðað við það sem ég þekki til þá er þetta tómt rugl. Flest- ir stjórnmálamenn eru í þessu starfi vegna þess að þeir hafa hugsjón til að bæta samfélagið. Þar getur menn greint á um bestu leiðirnar en það er vegna þess að þeir vilja ná þeirri niðurstöðu sem þeir telja besta fyrir samfélagið hverju sinni, ekki af nein- um öðrum hvötum.“ Heyrði varla í sjálfum mér Nýliðinn 17. júní varð sögulegur en fjölmenni mætti á Austurvöll og hafði uppi hróp og köll meðan há- tíðardagskrá fór fram. Sigmundur Davíð er spurður hvernig hafi verið að halda ræðu undir háværum mót- mælum. „Ég heyrði varla í sjálfum mér og ég held að enginn á Austurvelli hafi heyrt hvað ég sagði. En fyrir vikið hugsaði ég: Allt í lagi, nú er skylda mín að flytja þann boðskap sem ég ætlaði að flytja og var hafinn yfir pólitísk ágreiningsefni samtímans. Þarna var fólk sem vildi ekki að á framfæri kæmust skilaboð þar sem leitast var við að sætta fólk og draga fram það sem sameinar okkur sem þjóð heldur vildi þagga niður í þeim. Mér sárnaði mest og fannst ótrúlegt að sjá menn hamast svo mjög þegar stúlknakór söng ættjarðarlög og fjall- konan flutti ljóð. Þarna var ungt fólk sem hafði dögum og vikum saman undirbúið sig fyrir þátttöku í hátíðar- höldunum og fékk ekki að njóta þess. Þetta dregur fram stærra vanda- mál sem er virðingarleysið sem er orðið ríkjandi hjá ákveðnum hópi, ekki mjög stórum en háværum. Sá hávaði birtist ekki alltaf með trumbu- slætti og öskrum á Austurvelli heldur miklu oftar í fjölmiðlum og á netinu þar sem sá sem er óvægnastur og yfirlýsingarglaðastur nær mestri athygli. Ég held að þetta sé samt sem áður ekki lýsandi fyrir samfélagið. Ég held að fólk sé almennt orðið þreytt á öllum þessum leiðindum, en það er kannski ekki svo auðvelt að kom- ast út úr þeim þegar þeir sem ganga lengst í þá átt fá mesta athygli. Framganga þeirra sem haga sér með slíkum hætti má þó ekki verða til þess að skaða málstað þeirra sem enn stríða við ýmiss konar erfiðleika, meðal annars fjárhagslega erfiðleika. Þótt hagtölur séu allar mjög í rétta átt segja þær ekki alla söguna um stöðu allra. Því má ekki gleyma. Það má líka segja að efnahagsleg endurreisn hafi gengið hraðar en félagsleg. Þar er enn töluvert verk óunnið en þar eru stór verkefni í gangi – styrking á innviðum, húsnæðismálum, sam- félagsþjónustu, heilbrigðisþjónustu og fleiru. Þarna þurfum við að halda uppbyggingarstarfinu áfram.“ Vöntun á borgaralegum krataflokki Víkjum aftur að stöðu Framsóknar­ flokksins. Samkvæmt því sem þú sagðir í byrjun viðtalsins virðistu hafa trú á því að Framsóknarflokk­ urinn rétti úr kútnum fyrir næstu kosningar. En verði kosningaúrslit eins og skoðanakannanir gefa til kynna, ætlarðu þá að hætta sem for­ maður flokksins? „Ég ætla af tvennum ástæðum að láta vera að velta vöngum yfir því hvað muni gerast ef úrslit skoð- anakannana verði eins og þær eru núna. Í fyrsta lagi vegna þess, eins og ég nefndi áðan, að ég tel engar líkur á að kosningar fari eins og kannanir nú. Í öðru lagi vegna þess að ef þær gerðu það og Píratar fengju 30–40 prósenta fylgi þá myndi taka við allt annars konar stefna í samfélaginu þar sem erfitt gæti verið að viðhalda þeim gildum sem við höfum þó verið að sækjast eftir og byggja upp um áratuga skeið. Mér finnst áhyggjuefni hversu borgaralegu öflin vinstra megin við miðju hafa látið á sjá. Mesta vöntun- in í stjórnmálum finnst mér vera borgaralegur krataflokkur, flokkur sem er með sterk tengsl við verka- lýðshreyfinguna en er um leið borg- aralega sinnaður. Samfylkingin breyttist á einhverjum tímapunkti frá því að vera jafnaðarmannaflokk- ur í að verða flokkur sem ætlaði að reka sig fyrst og fremst út á það að fylgja skoðanasveiflum frá degi til dags. Það gekk ekki nógu vel og með innkomu Jóhönnu Sigurðardóttur var flokkurinn færður mjög hart til vinstri. Ég hélt að Árni Páll myndi færa flokkinn aftur inn á borgara- legu hliðina. Hann gerði það ekki, en samt virðast vinstri sinnuðustu öflin í flokknum hafa ætlað að setja hann af.“ Þú minntist á fylgi Pírata. Þér virðist ekki hugnast tilhugsunin um að þeir komist til valda. „Ef almenn óánægja yrði til þess að byltingarflokkar og flokkar með mjög óljósar hugmyndir um lýðræði og flokkar sem vilja umbylta grunn- stoðum samfélagsins nái áhrif- um þá væri það mikið áhyggjuefni fyrir samfélagið allt og yrði stærri breyting en svo að staða einstakra stjórnmálamanna skipti máli. En ég ítreka að ég tel ekki að það muni ger- ast.“ Ómerkilegasta form af stjórnmálum Í fræðigrein sem birtist nýlega eftir Eirík Bergmann, prófessor í stjórn­ málafræði við Háskólann á Bifröst, segir hann að Framsóknarflokkurinn hafi í dag flest einkenni þjóðernis­ popúlisma. Hefur þú fært flokkinn í þessa átt? „Eiríkur Bergmann virðist ekki hafa vit á þessum málum. Hann gagnrýndi flokksþing framsóknar- manna árið 2011 fyrir að þar væri of mikið af íslenskum fánum og helsta röksemdarfærsla hans var að flokks- þingslógóið innihélt rísandi sól sem hann taldi vera einkenni flokka á hægri kantinum. Rísandi sól er frekar tákn fyrir vinstrið, er merki Dagsbrúnar og vinstri flokka víða um Evrópu, og reyndar ungmennafélag- anna og lýðveldishátíðarinnar fram á þennan dag. Þarna var því frekar áminning um félagsleg og samfé- lagsleg gildi flokksins. Það er ekkert nýtt að menn reyni að endurskilgreina Framsóknar- flokkinn hver eftir sínu nefi. Það er nokkuð sem miðjuflokkur mun alltaf þurfa að búa við. Það er mjög auðvelt að útskýra hvað felst í því að vera sósíalisti eða frjálshyggju- maður. Það getur hins vegar verið erfitt að vera á miðjunni og útskýra að stundum eigi áherslur sósíalista ágætlega við og stundum sé frelsið það sem gildi og að pólitík snúist um að búa til sem besta blöndu úr þessu og að það sama eigi ekki alltaf við á ólíkum sviðum og ólíkum tímum. Flokkur sem er í þeirri stöðu mun Ekki upptekinn af skoðanakönnunum „Ég einsetti mér það áður en ég fór í pólitíkina að ég myndi ekki láta stjórnast af skoðanakönnunum og alls ekki breyta um stefnu meðan ég tryði á það sem ég væri að gera.“ Mynd Sigtryggur Ari 17. júní í skugga mótmæla „Mér sárnaði mest og fannst ótrúlegt að sjá menn hamast svo mjög þegar stúlknakór söng ættjarðarlög og fjallkonan flutti ljóð.“ Mynd Sigtryggur Ari„Lögreglan tók bréfið og ég á ekki eintak af því. Innihald þess hefur að flestu leyti komið fram í fjölmiðlum. Þarna stóð eitthvað til­ tölulega óljóst um það að upplýsingar sem tengd­ ust fjölmiðlamálum myndu koma sér mjög illa fyrir mig og því hótað að ef ég hefði samband við lögreglu yrði búin til óþægileg fjölmiðla­ umfjöllun. „Núna trúi ég á árangurinn af því sem við höfum verið að gera, þannig að ég er mjög sáttur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.