Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Side 56
Helgarblað 25.–29. júní 201540 Fólk Viðtal L ífið gjörbreyttist árið sem ég varð fimm ára. Þá lentu for- eldrar mínir í bílslysi sem varð til þess að þau urðu bæði öryrkjar. Síðan hefur mamma farið í 43 aðgerðir og pabbi, sem veiktist í kjölfar slyssins, lést fyrir ári síðan. Það fór allt á hraðri niðurleið til fjandans eftir þetta,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, 25 ára kona í Grinda- vík. Tólf ára á götunni Sigríður hefur siglt marga krappa báruna en ákvað að koma opinber- lega fram með sína sögu í von um að verða öðrum víti til varnaðar. Eft- ir einelti í skóla leiddist hún ung út í neyslu og var ekki nema tólf ára þegar hún var komin á götuna þar sem hún upplifði skelfilega hluti. Í dag er Sigríður einstæð móðir sem berst daglega við fíkn sína og á sér þann draum heitast að geta boðið syni sínum upp á eðlilegt fjölskyldu- líf. Neyslan flóttaleið Hún segir aðstæður hafa verið slæmar á æskuheimilinu. „Ég þurfti að þroskast hratt og sá mikið um litlu systur mína. Ég sagði alltaf já við öllu og gerði allt sem þurfti að gera en þegar ég varð tólf ára fékk ég nóg, setti niður fótinn og byrjaði í neyslu. Fyrsta skiptið sem ég dóp- aði prófaði ég rítalín í nefið. Stuttu seinna rak mamma mig að heiman,“ segir Sigríður sem fann loksins hóp sem viðurkenndi hana. „Neyslan varð minn flótti. Ég eignaðist vini og ég fann hvað mér leið miklu betur undir áhrifum. Öll vandamál hurfu og ég þurfti ekki að hugsa um neitt annað en það sem ég var að gera og þá sem voru með mér. Leiðin lá hratt niður á við og þrettán ára var ég komin í daglega neyslu. Ég not- aði allt sem ég komst í en spraut- aði mig þó aldrei, sem betur fer. Ég hékk oft með sprautufíklum og hafði oft tækifæri til að sprauta mig en var hrædd við nálar. Þótt ég sé með göt og tattú á líkamanum gat ég aldrei hugsað mér að sprauta þessum efn- um inn í blóðið á mér. Það var líka nóg að sjá sprautufíklana sprauta sig til að vilja ekki feta þá braut.“ Nauðgað af sprautufíkli Sigríður var ekki orðin þrettán ára þegar henni var nauðgað af 26 ára sprautufíkli. „Þegar ég lenti á göt- unni í fyrsta skiptið fékk ég athvarf hjá strák sem mér var bent á. Heima hjá honum var partí allan sólar- hringinn og fólk mátti koma og fara eins og það vildi. Ég opnaði mér bjór og fannst ég verða strax drukkin þótt bjórinn væri ekki orðinn hálfur. Mig svimaði og ég var hálf sljó í hreyf- ingum og bað því um að fá að leggja mig. Sá sem átti íbúðina benti mér á herbergi þar sem ég mátti leggja mig og lofaði að gera sitt besta til að passa að enginn kæmi inn. En svo kom þessi maður, læsti og fékk sínu fram. Eftir að hann hafði klárað sig af endurtók hann í sífellu að ég hefði viljað þetta, að ég hefði beðið um þetta. Ég var hins vegar allan tím- ann að reyna að kalla á hjálp en kom bara ekki upp úr mér orði. Munnur- inn opnaðist ekki og ég gat ekki barist á móti honum. Það var eins og ég væri alveg lömuð líkamlega en samt með fulla meðvitund,“ seg- ir Sigríður sem grunar að eitthvað hafi verið sett í bjórinn. „Geðlæknar hafa sagt að líklega hafi ég lamast af ótta en ég vil meina að ég hafi byrjað að sljóvgast áður en ég lagðist upp í rúmið. Þessi árás fór rosalega illa í mig. Ég bara klikkaðist eftir þetta.“ Geðveikisköst og átröskun Sigríður taldi sér lengi trú um að of- beldið hefði verið henni að kenna. „Ég fór mikið yfir þetta í hausnum á mér og taldi að þetta hlyti bara að hafa verið rétt hjá honum enda var hann miklu eldri en ég. Ég hlaut að hafa beðið um þetta. Ég reyndi að ýta þessu frá mér en fór fljótt að fá geðveikisköst og skera mig. Mér leið svo svakalega illa andlega og var að leita eftir líkamlegum sárs- auka til að dreifa huganum. Ég faldi samt alltaf skurðina því ég vildi ekki vera stimpluð geðveik og enn þann dag í dag passa ég að ermin sé yfir handarbakinu,“ segir Sigríður sem þróaði einnig með sér átröskun. „Þegar ég var ekki að nota fíkniefni gat ég ekki einu sinni haldið niðri vatni. Svo tók við tímabil þar sem ég gat bara borðað hlaup og ef ég borð- aði eitthvað annað ældi ég. Einu sinni gat ég bara borðað ís. Ég var orðin hættulega grönn og leit hræði- lega út.“ Grimm af vanlíðan Sigríður var færð um skóla vegna eineltis en var síðan rekin úr nýja skólanum fyrir slæma hegðun. „Ég hef verið úti um allt enda gat enginn umgengist mig of lengi. Ég var í mik- illi neyslu, var hrikaleg í kjaftinum og beitti ofbeldi. Ég var grimm af vanlíðan,“ segir Sigríður sem var að lokum send norður í land á fóstur- heimili. „Það var hræðilegur tími. Ég opnaði mig loksins fyrir lækni um nauðgunina og komst í kjölfar- ið að því að þessi sprautufíkill var með lifrarbólgu C svo við tóku mikl- ar rannsóknir en sem betur fer slapp ég. Einhverra hluta vegna fréttist nauðgunin í skólanum og krakkarn- ir litu öðruvísi á mig. Þegar ég fékk að fara aftur heim til mömmu tókst mér að halda mér frá neyslu í þrjár vikur. Svo var ég komin í gamla far- ið, farin að nota dóp aftur og strjúka Sigríður Jóhannsdóttir lenti fyrst á götunni tólf ára. Við tóku ár af neyslu, ofbeldi og vændi. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Sigríði um fortíðina, fíkn- ina, hörkuna og ljótleikann í undirheimunum, föður- missinn sem felldi hana og soninn sem hún lifir fyrir. „Á hverjum degi vakna ég sem virkur fíkill og þarf að vinna vinnuna til að eiga séns á því að eiga góðan dag „Að falla og eiga lítið barn er hræðilegt“ Edrú í dag Sigríði dreymir um að búa til gott heimili handa syninum. Mæðgin Sigríði fannst hún hafa brugðist syninum þegar hún féll. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.