Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 58
42 Skrýtið Sakamál Helgarblað 25.–29. júní 2015 Bayou-raðmorðinginn n Ronald Dominique var kynlegur kvistur n Hann var einnig stórtækur morðingi R onald Dominque fæddist 9. janúar 1964. Stærstan hluta bernsku sinnar bjó hann í Thibodaux í Louisiana í Bandaríkjunum. Thibodaux er á milli New Orleans og Baton Rouge og er ekki fjölmennari en svo að flestir virðast vita einhvern deili á öðrum. Ronald gekk í gagnfræðaskóla Thibodaux, var söngelskur og tók þátt í kórstarfi skólans. Bekkjarfélagar hans höfðu síðar á orði að flimtað hefði ver­ ið með kynhneigð Ronalds í skólan­ um, hann sagður samkynhneigður og strítt á þeim forsendum. Á þeim tíma viðurkenndi hann þó aldrei að hann hneigðist til eigin kyns. Tveir heimar Þegar Ronald eltist virtist sem hann lifði og hrærðist í tveimur heimum. Annars vegar var um hjálpsaman mann að ræða sem ætíð var reiðu­ búinn til að hlaupa undir bagga hjá nágrönnunum og hins vegar ná­ unginn sem klæddist kvenmannsföt­ um og nauðgaði, eins og sagt er, lög­ um Patti LaBelle í nálægum klúbbi samkynhneigðra karlmanna. En hvorugur heimurinn tók Ron­ ald opnum örmum og jafnvel í sam­ félagi samkynhneigðra var hann illa liðinn. Ronald glímdi lengstum við fjárhagserfiðleika og þegar árunum fjölgaði bjó hann hjá móður sinni eða öðrum ættingjum. Heilsuleysi gerði vart við sig, hann var lagður inn á sjúkrahús vegna hjartameina og studdist við staf á gönguferðum. Það sem enginn vissi Ronald var handtekinn 1. desember, 2006, og játaði í kjölfarið á sig morð á 23 karlmönnum. Morðin hafði hann framið á níu ára tímabili, það fyrsta árið 1997, og losað sig við líkin á sykurökrum, í skurðum og víkum. Ástæða morðanna var sú að Ronald vildi ekki lenda á bak við lás og slá. Árið 1997 fannst líkið af 19 ára manni, David Levron Mitchell, skammt frá Hahnville. Hálfu ári síð­ ar fundust líkamsleifar Garys Pierre, 20 ára, í St. Charles­sókn og í júlí 1998 annað lík á svipuðum slóðum. Þar var um að ræða Larry Ranson, 38 ára. Næstu níu árin hlóðust líkin upp. Um var að ræða karlmenn á aldrinum 19 ára til fertugs og slík voru líkindin með morðunum að útilokað var að um annað en raðmorð væri að ræða. Í veröld fíknar og vændis Rannsóknarteymi var komið á lagg­ irnar í mars 2005. Það saman­ stóð af lögreglu Louisiana­fylkis og full trúum bandarísku alríkislög­ reglunnar, FBI. Það sem lá fyrir var að flestir hinna 23 myrtu höfðu verið heimilis­ lausir, lifað áhættusömu lífi í veröld eiturlyfja og vændis. Fórnarlömbin höfðu ýmist verið kæfð eða kyrkt og sumum hafði verið nauðgað. Það kom flestum sem þekktu til Ronalds í opna skjöldu þegar hann var handtekinn; Ronald var kannski kynlegur kvistur að mati flestra, en engum datt í hug að hann væri morðingi. Lögreglan hafði yfrið nóg af læknisfræðilegum sönnunum, beið ekki boðanna og kærði Ronald fyr­ ir tvö morð og nauðganir; á Manu­ el Reed, 19 ára, og Oliver Lebanks, 27 ára. Einföld aðferð Ronald hafði ekki verið lengi í hönd­ um lögreglunnar þegar hann játaði. Aðferð hans við morðin hafði ekki verið flókin. Hann hafði lokkað karl­ mennina með loforðum um greiðslu fyrir kynlíf. Stundum sagði hann mönnunum að þeir myndu fá greitt fyrir að stunda kynlíf með eigin­ konu hans. Þar sem Ronald var ekki kvæntur sýndi hann þeim mynd af einhverri huggulegri konu. Ronald fór með mennina heim, fékk leyfi til að binda þá, nauðgaði þeim og myrti að lokum. Ronald sagði lögreglunni að þeir karlmenn sem ekki hugnaðist að vera bundn­ ir hefðu fengið að fara frjálsir ferða sinna. Það var einmitt einn þeirra manna sem kom lögreglunni á spor­ ið við rannsókn málsins. Enginn engill Ronald hafði oft komist í kast við lög­ in. Í febrúar 2002 hafði hann verið handtekinn eftir að hafa slegið konu í Mardi Gras­göngu. Ronald sagði kon­ una hafa slegið barn í göngunni og að hann hefði viljað kenna henni lexíu. Ronald valdi samfélagsþjónustu frekar en réttarhöld og fangelsisvist. Árið 2000 var hann ákærður fyrir óspektir á almannafæri en slapp með sekt. Í ágúst 1996 var hann handtek­ inn eftir að hafa verið sakaður um nauðgun. Málið féll um sjálft sig því meint fórnarlamb fannst ekki þegar að vitnaleiðslum kom. Einnig hafði Ronald verið hand­ tekinn fyrir ölvunarakstur og síma­ áreiti. Þann 23. september, 2008, fékk Ronald áttfaldan lífstíðardóm fyrir morðin, en hann hafði játað sig sekan til að sleppa við dauðadóm. n Fórnarlömbin Ronald lokkaði 23 karlmenn í dauðann. Kynlegur kvistur Fæstir sem þekktu Ronald töldu hann færan um morð. „Slík voru líkindin með morðunum að útilokað var að um annað en raðmorð væri að ræða Í vörslu lög- reglunnar Ron- ald Dominique framdi morð sín á níu ára tímabili. Erum flutt á Strandgötu 24 Hafnarfirði Svefnsófi, teg. Plútó Tokio rafm.lyftustólar Hornsófi teg. Indy. Opið virka daga 10 - 18 laugardaga 11 – 15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is Strandgötu 24 - 220 Hafnarfjörður - Sími 565 4100 - www.nyform.iS Opið virka daga 10 - 18, laugardaga 11 - 15 Erum flutt á Strandgötu 24 Hafnarfirði Svefnsófi, teg. Plútó Tokio rafm.lyftustólar Hornsófi teg. Indy. Opið virka aga 10 - 18 laugardaga 11 – 15 Teg. Mary 3 – 1 – 1 Teg. Giulia 3 – 1 – 1 Strandgötu 24 – 220 Hafnarfjörður Sími 565 4100 - www.nyform.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.