Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 62
Helgarblað 25.–29. júní 201546 Sport
GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA
Góð þjónusta
í yfir 60 ár
Gæðahreinsun þvottahús Dúkaleiga
fyrirtækjaþjónusta sækjum & sendum
Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60, 108 reykjavík sími: 553-1380
Breytir Arsenal í meistaralið
n Petr Cech er á leið til Arsenal n Einn sá besti í heimi og leikmaður sem vinnur titla
E
f útreikningar varnar
mannsins John Terry eru
réttir, þá geta kaup Arsenal
á Petr Cech tryggt liðinu
enska meistaratitilinn á
næsta ári. Terry, fyrrverandi sam
herji Cech hjá Chelsea, hefur full
yrt að hann muni einn og sér, með
ótrúlegri markvörslu, skila 15 stig
um aukalega í hús fyrir Arsenal. Á
nýafstöðnu keppnistímabili hefði
sá stigafjöldi nægt Arsenal til að
enda með fleiri stig en Chelsea.
Þegar þetta er skrifað hefur
Cech ekki skrifað undir samning
við Arsenal en fjölmiðlar á Bret
landseyjum telja það aðeins tíma
spursmál hvenær hann gengur
í raðir liðsins. Talið er að jafnvel
þótt Arsenal muni ekki verða Eng
landsmeistari á næsta keppnis
tímabili muni Cech styrkja liðið
til muna. Leikmaðurinn er 33 ára
gamall og á fram undan bestu árin á
ferli markvarðar. Daily Mail minnir
á að Edwin van der Sar hafi, 34 ára
gamall, gengið í raðir Manchester
United og unnið með félaginu fjóra
Englandsmeistaratitla. Van Der Sar
hafi verið sá markvörður sem næst
hafi komist því að feta í fótspor
Peter Schmeichel.
Bekkjarseta hugnast
honum ekki
Cech er talinn á meðal allra
bestu markvarða Evrópu.
Thibaut Courtois er ef
til vill eini markvörð
urinn í deildinni sem
gæti haldið Cech út
úr liði í ensku úr
valsdeildinni.
Og það ger
ir Belginn hjá
Chelsea. Sú
staðreynd er
sögð ráða úrslit
um þegar kemur
að því að Cech muni
yfir gefa meistaraliðið.
Cech passar Arsenal
eins og flís við rass.
Wojciech Szczesny
hefur átt ágæta leiki
fyrir Arsenal en
hefur inn á milli gerst
sekur um afdrifarík mistök á
undanförnum árum. Það hafa
fyrri markmenn Arseanal einnig
gert – svo sem Manuel Almunia
og Lukasz Fabianski. Með tilkomu
Cech leysir Arsene Wenger vand
ræðastöðu á vellinum.
Leikmaður sem vinnur titla
Craig Hope skrifar í Daily Mail að
Cech hafi, allt frá því hann kom til
Chelsea 2004, verið stoð og stytta í
leik liðsins. Hann er maður sem vinni
titla. Þegar horft sé til bestu mark
varðar ensku Úrvalsdeildar innar sé
hann á lista með
Schmeichel og
Van der Sar. „David
Seaman gæti haft einhverja skoðun á
því en Cech, þótt hann sé 33 ára, hef
ur alla burði til að jafna afrek hans í
Arsenalbúningnum.“ Hann segir að
Cech hafi alla burði til að breyta góðu
liði Arsenal í meistaralið.
Hope er á því að Cech geti orðið
frábær fyrir Arsenal næstu fimm
leiktíðir, hið minnsta, og að kaup
hans til félagsins verði, þegar frá
líða stundir, einhver bestu í sögu
deildarinnar. Þó ber að hafa í
huga að leikmaðurinn hefur enn
ekki skrifað undir hjá Arsenal. Fé
lögin eru þá sögð hafa komist
að samkomulagi um 11 milljóna
punda greiðslu. n
Cech og Szczesny
Samanburður á markvörðum leiktíðina 2014–2015
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Petr Cech
Félag: Chelsea
Spilaðir leikir: 7
Hélt hreinu: 4
Hlutfall varið: 88,9%
Mistök sem
kostuðu mark: 0
Byggt á úttekt Sky Sports.
David Ospina
Félag: Arsenal
Spilaðir leikir: 18
Hélt hreinu: 8
Hlutfall varið: 80,7%
Mistök sem
kostuðu mark: 1
Wojciech Szczesny
Félag: Arsenal
Spilaðir leikir: 17
Hélt hreinu: 3
Hlutfall varið: 67,2%
Mistök sem
kostuðu mark: 6