Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Page 62
Helgarblað 25.–29. júní 201546 Sport GÆÐI•ÞEKKING•ÞJÓNUSTA Góð þjónusta í yfir 60 ár Gæðahreinsun þvottahús Dúkaleiga fyrirtækjaþjónusta sækjum & sendum Efnalaugin Björg Háaleitisbraut 58-60, 108 reykjavík sími: 553-1380 Breytir Arsenal í meistaralið n Petr Cech er á leið til Arsenal n Einn sá besti í heimi og leikmaður sem vinnur titla E f útreikningar varnar­ mannsins John Terry eru réttir, þá geta kaup Arsenal á Petr Cech tryggt liðinu enska meistaratitilinn á næsta ári. Terry, fyrrverandi sam­ herji Cech hjá Chelsea, hefur full­ yrt að hann muni einn og sér, með ótrúlegri markvörslu, skila 15 stig­ um aukalega í hús fyrir Arsenal. Á nýafstöðnu keppnistímabili hefði sá stigafjöldi nægt Arsenal til að enda með fleiri stig en Chelsea. Þegar þetta er skrifað hefur Cech ekki skrifað undir samning við Arsenal en fjölmiðlar á Bret­ landseyjum telja það aðeins tíma­ spursmál hvenær hann gengur í raðir liðsins. Talið er að jafnvel þótt Arsenal muni ekki verða Eng­ landsmeistari á næsta keppnis­ tímabili muni Cech styrkja liðið til muna. Leikmaðurinn er 33 ára gamall og á fram undan bestu árin á ferli markvarðar. Daily Mail minnir á að Edwin van der Sar hafi, 34 ára gamall, gengið í raðir Manchester United og unnið með félaginu fjóra Englandsmeistaratitla. Van Der Sar hafi verið sá markvörður sem næst hafi komist því að feta í fótspor Peter Schmeichel. Bekkjarseta hugnast honum ekki Cech er talinn á meðal allra bestu markvarða Evrópu. Thibaut Courtois er ef til vill eini markvörð­ urinn í deildinni sem gæti haldið Cech út úr liði í ensku úr­ valsdeildinni. Og það ger­ ir Belginn hjá Chelsea. Sú staðreynd er sögð ráða úrslit­ um þegar kemur að því að Cech muni yfir gefa meistaraliðið. Cech passar Arsenal eins og flís við rass. Wojciech Szczesny hefur átt ágæta leiki fyrir Arsenal en hefur inn á milli gerst sekur um afdrifarík mistök á undanförnum árum. Það hafa fyrri markmenn Arseanal einnig gert – svo sem Manuel Almunia og Lukasz Fabianski. Með tilkomu Cech leysir Arsene Wenger vand­ ræðastöðu á vellinum. Leikmaður sem vinnur titla Craig Hope skrifar í Daily Mail að Cech hafi, allt frá því hann kom til Chelsea 2004, verið stoð og stytta í leik liðsins. Hann er maður sem vinni titla. Þegar horft sé til bestu mark­ varðar ensku Úrvalsdeildar innar sé hann á lista með Schmeichel og Van der Sar. „David Seaman gæti haft einhverja skoðun á því en Cech, þótt hann sé 33 ára, hef­ ur alla burði til að jafna afrek hans í Arsenal­búningnum.“ Hann segir að Cech hafi alla burði til að breyta góðu liði Arsenal í meistaralið. Hope er á því að Cech geti orðið frábær fyrir Arsenal næstu fimm leiktíðir, hið minnsta, og að kaup hans til félagsins verði, þegar frá líða stundir, einhver bestu í sögu deildarinnar. Þó ber að hafa í huga að leikmaðurinn hefur enn ekki skrifað undir hjá Arsenal. Fé­ lögin eru þá sögð hafa komist að samkomulagi um 11 milljóna punda greiðslu. n Cech og Szczesny Samanburður á markvörðum leiktíðina 2014–2015 Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Petr Cech Félag: Chelsea Spilaðir leikir: 7 Hélt hreinu: 4 Hlutfall varið: 88,9% Mistök sem kostuðu mark: 0 Byggt á úttekt Sky Sports. David Ospina Félag: Arsenal Spilaðir leikir: 18 Hélt hreinu: 8 Hlutfall varið: 80,7% Mistök sem kostuðu mark: 1 Wojciech Szczesny Félag: Arsenal Spilaðir leikir: 17 Hélt hreinu: 3 Hlutfall varið: 67,2% Mistök sem kostuðu mark: 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.