Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Qupperneq 64
48 Lífsstíll S íðastliðinn vetur ákvað Anna Þóra Björnsdóttir að þá væri tímabært að söðla aðeins um, finna sér áhugamál og leggja rækt við eitthvað sem væri ekki skylda og vani heldur fyrst og fremst skemmtilegt og áhuga- vert. Margar jafnöldrur hennar höfðu mælt með þjóðbúningasaumi eða golfi en Anna Þóra sýndi því lít- inn áhuga og smellti sér þess í stað á uppistandsnámskeið hjá Þorsteini Guðmundssyni. Hvatvísi, húmor og hvítvín Anna Þóra hafði aldrei klárað eitt einasta námskeið þó að hún hefði prófað þau nokkur, til að mynda leik- fimi- og dansnámskeið. Alltaf hafði hún fengið leiða eftir tvö til þrjú skipti. Síðastliðið haust datt henni í hug að prófa uppistandsnámskeið og hún sér aldeilis ekki eftir því. Að- spurð hvað kom til að hún skráði sig á námskeiðið segir hún án þess að hika: „H-in þrjú! Hvatvísi, húmor og hvítvín!“ Og svo heldur hún áfram: „Það voru allir að fara á nám- skeið, ég er víst bara á þeim aldri, en þar sem ég hafði aldrei getað klárað neitt slíkt hafði ég ekki fetað þá leið. Aftur á móti var eitthvað sem heill- aði mig þegar þessi uppistandshug- mynd fæddist og í sannleika sagt þá fannst mér ekki eins og ég væri að fara neitt langt út fyrir kassann minn þegar ég skráði mig til leiks.“ Algjörlega ný tilfinning „Ég ætlaði mér ekkert meira með þessu en svo hefur þetta bara undið upp á sig. Ég er stríðin og með svart- an húmor og á þessum vettvangi þá leyfist mér það. Mér finnst það æðislegt, því oft skil ég fólk eftir með spurnarsvip og hef verið svona sjokkerandi týpa. Þarna fæ ég algjöra útrás fyrir slíkt og tengdi svo sterkt inn í þetta. Mér fannst þetta heill- andi heimur og fann fyrir algjörlega nýrri tilfinningu!“ Þó svo að Önnu Þóru hafi fundist hún vera á heimavelli og að áhuginn hafi verið óbilandi þá fann hún fyrir kvíða og stressi fyrir hvern tíma. Hún segist hafa farið miklu lengra út fyr- ir þægindarammann en hún hafði haldið í fyrstu og að erfiðast hafi henni fundist að standa með sjálfri sér. „Það kom mér á óvart hvað ég fann fyrir miklum kvíða fyrir hvern tíma og hvað þetta var erfiðara en ég hélt. En ég fór afar stórt skref út fyrir rammann. Ég held að það sé að- allega viðkvæmni fyrir gagnrýni og verst er ég við sjálfa mig. Mér hætt- ir til að rakka mig niður og ég kveið fyrir því að standa með sjálfri mér og vera ég sjálf. Samt er þetta skemmti- legasta námskeið sem ég hef farið á og það eina sem ég hef klárað. Ég hefði mætt með 40 stiga hita.“ Náðargáfa Maður skyldi kannski halda að ann- aðhvort sé fólk fyndið eða ekki og að það sé erfitt að kenna öðrum að vera húmoristi. Þess vegna spyr blaða- maður hvað sé kennt á svona nám- skeiði og hvort allir geti orðið góðir uppistandarar. „Ég hef klárlega vanmetið náðar- gáfu mína. Því þetta er jú pínu náðar- gáfa að hafa. Sumir eru með tón- listargáfu og mín náðargáfa hefur verið í felum og þarna fékk ég að njóta hennar. Ég gerði mér ekki grein fyrir því, því ég er ekki þessi dæmi- gerða uppistandskona sem hefur horft á uppistand allt sitt líf. 90 ára föðursystir mín er mín fyrirmynd. Hún er viðbjóðslega fyndin og hún hefði átt að fara á svona námskeið.“ Hún heldur áfram og segist þrátt fyrir náðargáfuna hafa lært ótrúlega margt hjá Þorsteini Guðmundssyni. Það eina sem hún vill að hann geri betur er að halda framhaldsnám- skeið sem allra fyrst því hana langar á slíkt námskeið alveg strax. „Ég er ekkert gömul“ „Ég mæli með þessu fyrir fólk sem er með húmor því maður lærir að koma honum frá sér. Tala ekki of hratt eða óskýrt og vera ekki á mikilli hreyf- ingu. Þetta eru svona atriði sem ég skildi ekki fyrirfram. Sem dæmi þá var ég alltaf að sparka í snúruna á hljóðnemanum fyrsta kvöldið mitt á námskeiðinu.“ Að lokum bætir Anna Þóra við að margir jafnaldrar hennar beri fyrir sig aldur þegar kemur að nýjungum og að því að prófa eitthvað nýtt. Sjálf hlær hún að slíkum rökum og orðar þetta skemmtilega: „Ég er ekkert gömul. Ég ætla að fá að vera í partíum og segja brandara og djamma eins lengi og ég mögulega get.“ n Helgarblað 25.–29. júní 2015 Fjarðargötu 19, Hafnarfirði (í húsi Innrammarans) • Sími 568 0400 • www.fabrik.is tölvuviðgerðir Fullt verð 12.250,- FABRIK TÖLVUÞJÓNUSTA · Ástandsskoðun · rykhreinsun · vírushreinsun · Óæskilegur hugbúnaður fjarlægður Sumartilboð 4.990,- Hröð og góð þjónusta! Full yfirferð (Windows-tölvur) Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar „Ég hefði mætt með 40 stiga hita“ n Anna Þóra fór á uppistandsnámskeið n Eina námskeiðið sem henni hefur tekist að ljúka„Ég hef klárlega vanmetið náðar- gáfu mína. Uppistand heillandi Anna Þóra ákvað að gera eitthvað alveg nýtt og spennandi og skellti sér á uppistandsnámskeið. „Kláraði með glans“ Þorsteinn segir Önnu beinskeytta og hreinskilna Þ orsteinn Guðmundsson verð- ur með fleiri uppistandsnám- skeið næsta vetur en dag- setningarnar eru ekki alveg komnar á hreint. Það er þegar fullt á fyrsta námskeið og biðlisti á það næsta. Þeir sem vilja kynna sér nám- skeiðin nánar geta fundið upplýs- ingar á heimasíðunni thorsteinn- gudmundsson.is. Námskeiðin eru opin öllum eldri en 18 ára og leggur kennarinn mikið upp úr því að vinna í jákvæðu og skapandi andrúmslofti þar sem fólki líður vel en hann segir það skilyrði fyrir því að fólk opni sig og sýni sínar bestu hliðar. Nám- skeiðið miðar að því að kynna fólki uppistand og ýmiss konar stíl, finna út hvernig það getur best komið sín- um húmor á framfæri og svo enda námskeiðin, sem hingað til hafa ver- ið haldin í húsnæði Þjóðleikhússins, á uppistandskvöldi þar sem þátttak- endur sýna sínum nánustu að hverju þeir hafa unnið á námskeiðinu. Umsögn um Önnu Þóru frá lærimeistara hennar Þorsteini Guðmundssyni: „Anna Þóra kom á fyrsta námskeiðið sem ég hélt í fyrra og sló rækilega í gegn í uppistandi eftir það. Ég man eftir því að ég spurði alla í fyrsta tím- anum eftir hverju þeir væru að sækj- ast á námskeiðinu og hún horfði beint í augun á mér sagði: Ég ætla að gefa þessu séns, ef þetta verður leiðinlegt þá hætti ég. En hún hætti sem sagt ekki og kláraði með glans. Ef ég ætti að lýsa hennar stíl og húmor þá er hún mjög beinskeytt og hreinskilin, nánast þannig að það komi flatt upp á fólk. Hún hlífir sér ekki og gerir mikið grín að sjálfri sér en er um leið mjög frumleg í hugs- un og skapandi þannig að úr verður skemmtileg blanda. Hún hefur auð- sjáanlega þróað sinn húmor í gegn- um árin og ef mér skjátlast ekki þá er hún dálítið stríðin í samskiptum. Um leið er hún nokkuð viðkvæm og ég hef aðeins fundið fyrir því að hún kvíði fyrir því að koma fram en ég veit að það eldist af henni á næstu tuttugu, þrjátíu árum.“ n Vinsæll Uppistandsnámskeiðin hans Þor- steins eru svo vinsæl að það er þegar fullt á fyrsta námskeiðið næsta haust og biðlisti á það það næsta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.