Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2015, Síða 70
Helgarblað 25.–29. júní 201554 Lífsstíll
og
Smáratorgi · Korputorgi
HUNDAFÓÐUR
FÆST HJÁ OKKUR
Keppendur þeysast áfram
n Yfir þúsund manns taka þátt í WOW Cyclothon n Gleðin er ríkjandi
Y
fir þúsund manns taka nú
þátt WOW Cyclothon –
langflestir í liðakeppni í B-
flokki. Eins og sést á með-
fylgjandi myndum fylgir
keppninni mikill hamagangur úti
á þjóðvegum landsins. Sérstaklega
þegar skiptingar eiga sér stað. Stemn-
ingin var gríðarleg þegar keppnin var
ræst á þriðjudag, enda mörg lið búin
að æfa lengi og fólk búið að koma sér
í góðan hjólagír. Keppninni lýkur svo
á föstudag og eiga þá allir keppendur
að hafa lokið við að hjóla hringinn í
kringum landið. n
Í öðru sæti Eiríkur Ingi Jóhannesson er, þegar þetta er ritað, í öðru sæti í einstak-
lingskeppninni. Hann hefur nánast ekkert stigið af hjólinu, nema bara til þess að skipta um
föt.
Keppnisskap Þessi hjólreiðamaður lét
dýrin við þjóðveginn ekki trufla sig og hélt
ótrauður áfram.
Hjólað í sólarlagi Keppendur gefa ekkert eftir og hjóla allan sólarhringinn. Það er svosem
lítið mál þegar lítill munur er á birtustigi dags og nætur.
Hamagangur Þegar yfir þúsund manns hjóla á þjóðveginum,
ásamt fylgdarliði, getur myndast smá öngþveiti, eins og þessi mynd
ber með sér.
Gleði Þó það sé ekki auðvelt að hjóla hringinn í kringum landið þá halda keppendur gleðinni
alla leið. Þessi gat ekki stillt sig um að reka tunguna út, framan í ljósmyndarann.
Rásmark Mikil stemning var við rásmarkið á þriðjudag, en yfir þúsund manns taka þátt í
keppninni í ár.
Frískar freyjur Flugfreyjur WOW air mynda eitt lið í keppninni. Þær gáfu út að þær myndu hjóla naktar ef þær
fengju 2.000 „læk“ á Facebook-síðuna sína. Þegar þetta er ritað eru lækin orðin um 4.000. Enn á eftir að koma í ljós
hvort Freyjurnar standa við stóru orðin.Smá hvíld Það getur tekið á að hjóla
upp brekkurnar. Eftir mikil átök getur verið
gott að stíga aðeins af hjólinu og teygja úr
fótunum.