Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 3
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Fréttir 3
E
F
LI
R
a
lm
an
na
te
ng
sl
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
sk
h
ön
nu
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Velkomin í okkar hóp!
Viltu léttast, styrkjast og losna úr vítahringnum?
Staðurinn - Ræktin
Innritun hafin á fyrstu
TT námskeið haustsins!
Alltaf frábær
árangur á TT!
Ný TT námskeið hefjast 30. ágúst
Nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
VÍKURVERK EHF • VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
O-GRILL
O-Grill 3500 kr. 32.950
O-Grill 1000 kr. 27.950
Borðstandur kr. 9.595
Taska kr. 2.995
Í ferðalagið
Á svalirnar
Í garðinn
Á pallinn
Allt árið
S
ala áfengis í vikunni fyrir
verslunarmannahelgi var
0,8 prósentum minni í lítr-
um talið en í sömu viku fyr-
ir ári. Þetta kemur fram í
tölum sem Vínbúðin birti á mánu-
dag. Samtals seldust 719 þúsund
lítrar af áfengi þessa vikuna en í
fyrra seldust 725 þúsund lítrar. Alls
komu 127.500 viðskiptavinir í Vín-
búðirnar í vikunni, sem eru 0,4 pró-
sentum færri viðskiptavinir en í
sambærilegri viku í fyrra.
Á vef Vínbúðarinnar kemur
fram að sala á föstudeginum hafi
verið 2,4 prósentum minni í ár en
í fyrra. Á móti kemur að salan á
laugardaginn 1. ágúst var tæplega 7
prósentum meiri en á sambærileg-
um laugardegi í fyrra. Alls seldust
tæplega 112 þúsund lítrar af áfengi
þann dag.
Föstudagurinn fyrir verslunar-
mannahelgi er jafnan einn anna-
samasti dagur ársins og í ár var
engin undantekning á því, að sögn
Vínbúðarinnar. Tæplega 260 þús-
und lítrar seldust á föstudeginum
og rúmlega 41 þúsund viðskipta-
vinir komu í Vínbúðirnar. Sama
dag fyrir ári seldust 266 þúsund lítr-
ar og rúmlega 42 þúsund viðskipta-
vinir komu í Vínbúðirnar. Salan í
Vínbúðinni Vestmannaeyjum var
rúmlega 18 prósentum minni í ár
en í fyrra og munar þar mestu um
söluna á föstudeginum, sem var
um það bil 25 prósentum minni í ár
en í fyrra. Salan í Vínbúðinni Akur-
eyri var mjög svipuð á milli ára, en
þar var 0,6 prósenta aukning í sölu
á milli ára.
Salan í Vínbúðinni Egilsstöðum
var 3 prósentum meiri en í fyrra.
Hins vegar var salan á Flúðum
18,2 prósentum meiri en á sama
tíma í fyrra. Sala fyrstu sjö mánuði
ársins er 3,3 prósentum meiri í lítr-
um talið í samanburði við sama
tímabil í fyrra. Alls hafa selst um
11,3 milljónir lítra, en á sama tíma
í fyrra var salan 10,9 milljónir lítra.
Hafa ber í huga að sala verslunar-
mannahelgarinnar er að mestu í
júlí í ár en í fyrra var sala föstudags-
ins og laugardagsins með sölutöl-
um ágústmánaðar. n
Minna seldist af áfengi
Landinn rólegri í aðdraganda verslunarmannahelgar
N
eytendastofa kannaði
veitingastaði og kaffihús í
og við miðbæ Reykjavík-
ur í þeim tilgangi að athuga
hvort farið væri eftir reglum um
verðmerkingar. Á vef Neytendastofu
kemur fram að skoðað hafi verið
hvort matseðill væri við inngöngu-
dyr og hvort upplýsingar um magn
drykkja kæmu þar fram.
„Ef neytendur eru sestir til borðs
og byrjað að þjónusta þeim þegar
þeir sjá matseðil getur verið erfitt að
hætta við ef maturinn þykir dýr. Þess
vegna hafa lengi verið í gildi reglur
um að matseðill eigi að vera sýnileg-
ur við inngöngudyr. Skoðaðir voru
39 staðir og voru 33 þeirra með mat-
seðil við inngang. Aftur á móti vant-
aði upplýsingar um magn drykkja
á matseðli hjá 25 veitingastöðum,“
segir á vef Neytendastofu. Jafn-
framt hvetur Neytendastofa neyt-
endur til að vera á verði og koma
ábendingum til skila í gegnum raf-
ræna neytendastofu á vefslóðinni
neytendastofa.is. n
Ekki farið að reglum
Matseðlar ekki alltaf sýnilegir við inngang
Skýrar reglur Reglurnar kveða á um að
matseðlar skuli vera sýnilegir við inngang.
Mynd Sigtryggur Ari
Þrír hluthafar keyptu 10% hlut Andra
Halldór Friðrik, Daði og Adrian tóku yfir hlut fyrrverandi framkvæmdastjóra H.F. Verðbréfa
A
ndri Guðmundsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri H.F.
Verðbréfa, seldi tæplega 10%
hlut sinn í félaginu til þriggja
núverandi hluthafa samhliða því
að hann hætti störfum og tók sæti
í stjórn annars verðbréfafyrirtækis,
Fossum mörkuðum, í byrjun júní á
þessu ári.
Þeir Halldór Friðrik Þorsteinsson,
stjórnarformaður og meirihlutaeig-
andi H.F. verðbréfa, Daði Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri, og Adrian
Sabido, forstöðumaður markaðsvið-
skipta, keyptu allir um 3,25% hlut af
Andra, eða samtals um 9,75%. Þetta
má lesa út úr uppfærðum hluthafa-
lista á heimasíðu félagsins en hlutur
Halldórs nemur í dag 61,7%. Daði
á hins vegar 9,76% á meðan hlutur
Adrian nemur 6,5%.
Andri hafði verið fram-
kvæmdastjóri H.F. Verðbréfa frá ár-
inu 2011 áður en hann lét af því starfi
um síðustu áramót vegna brottflutn-
ings til Svíþjóðar. Andri, sem situr
einnig í stjórn Viðskiptaráðs Íslands,
hélt þó áfram sem yfirmaður fyrir-
tækjaráðgjafar fyrst um sinn en hætti
síðan skömmu síðar alfarið störfum
hjá félaginu.
Hagnaður H.F. Verðbréfa á síðasta
ári nam ríflega 50 milljónum króna.
Heildareignir voru um 273 milljónir
og eiginfjárgrunnur félagsins var 219
milljónir í árslok 2014. n
hordur@dv.is
Fór til Fossa Andri var
framkvæmdastjóri H.F.
Verðbréfa frá 2011 til 2014.