Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 11
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Fréttir 11
511 1710
svanhvit@svanhvit.is
www.svanhvit.is
FYRIRTÆKJA
ÞJÓNUSTA
Við sækjum og sendum
endurgjaldslaust.
Sparaðu starfsfólki tíma og fjármuni.
Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki.
það á síðasta ári og hef skrifað um
þetta pistla. Ég er algjörlega andvíg-
ur þessu,“ segir Ásmundur Friðriks-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sem ekki hefur farið leynt með af-
stöðu sína í málinu. Hann kveðst vita
að það verði erfitt að draga Ísland út
úr aðgerðarhópnum gegn Rússum.
„En það er fyrst og fremst hlutverk
okkar þingmanna að standa vörð
um atvinnulífið og vinnu fólksins í
landinu. Það er númer 1, 2 og 3. Ég
veit að það er erfitt að draga okkur út,
en það verður að finna leið til þess.“
Styður aðgerðir
„Ég styð aðgerðir okkar gagnvart út-
þenslustefnu Rússa í Úkraínu og þar
er þingflokkurinn einhuga að baki
þeirri ákvörðun. Það er algjörlega
ljóst,“ segir Ragnheiður Ríkharðs-
dóttir, þingflokksformaður Sjálf-
stæðisflokksins. Hún segir hins vegar
skjóta skökku við hversu verulega
halli á Ísland í gagnaðgerðum Rússa.
„Þýskaland getur enn keypt gas og
olíu frá Rússum en við getum ekki selt
Rússum fiskinn okkar. Stórar þjóðir
úti í heimi ákvarða með hvaða hætti
á að setja viðskiptabann á Rússa, og
á hvaða vörur, og við tökum þátt í
því sem stuðning við samskipti vest-
rænna þjóða en síðan setja Rúss-
ar þvingunaraðgerðir á móti og það
bitnar verst á þessari litlu þjóð sem
heitir Ísland,“ segir Ragnheiður og
bætir við að bandalagsþjóðirnar verði
að koma til móts við Ísland, ellegar
verðum við að endurskoða málin.
„Ef að sambandsþjóðir okkar
munu ekki á nokkurn hátt veita okk-
ur einhvern afslátt inn á markaði í
Evrópu þá finnst mér verulega koma
til skoðunar að við veltum fyrir okkur
þátttöku í þessum viðskiptaþvingun-
um. En aldeilis ekki að við drögum
nokkurs staðar til baka afstöðu okkar
gagnvart yfirgangi Rússa í Úkraínu.“
Ragnheiður segir að ekki hafi ver-
ið kallaður til sérstakur þingflokks-
fundur til að ræða þessi mál en stór
þingflokksfundur hafi verið boðaður
í næstu viku þar sem hún gerir fast-
lega ráð fyrir að málin verði rædd. n
Þ
á sýnist mér að útflytjend-
ur séu fyrst og fremst að
hugsa um næsta ársreikn-
ing. Það finnst mér býsna
gróft,“ sagði Gunnar Bragi Sveins-
son utanríkisráðherra í útvarps-
þættinum Sprengisandi á sunnu-
dag, um gagnrýni útgerðarmanna
á stuðning Íslands við aðgerðir
gegn Rússum. Gunnar Bragi hef-
ur lýst því yfir að ólíklegt sé að
stuðningurinn yrði afturkallaður
og einhugur væri í ríkisstjórninni
um málið.
Hljótum að endurmeta stöðuna
„Það hlýtur að koma til skoðun-
ar hjá okkur, þegar afleiðingar við
að skrifa undir slíkar þvinganir
eru þær sem að raun ber vitni, að
endurmeta stöðuna, sérstaklega
þegar þeir sem við höfum stillt
okkur upp við hliðina á, eru ekki
tilbúnir að sýna samstöðu,“ sagði
Bjarni Benediktsson, fjármála-
ráðherra og formaður Sjálfstæð-
isflokksins, í fréttum Stöðvar 2. Í
Morgunblaðinu segir Bjarni að
þvinganir ESB hafi breyst mikið
síðan þær voru fyrst samþykktar
og að endurskoða hefði átt málið
eftir að Rússar hófu gagnaðgerð-
ir. Af ummælum Bjarna að dæma
virðist ekki alveg sá einhugur inn-
an ríkisstjórnarinnar sem Gunnar
Bragi vill meina.
Stöndum stolt gegn Rússum
„Að sjálfsögðu tekur Ísland þátt í
refsiaðgerðum Evrópusambands-
ins og vesturvelda gagnvart Rúss-
landi. Ísland stendur stolt með
vestrænum lýðræðisríkjum,“
skrifaði Unnur Brá Konráðsdótt-
ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks-
ins, á Facebook-síðu sína á mánu-
dag. „Gleymum því ekki að það
er Rússland sem er að beita Ís-
land viðskiptaþvingunum. Ekki
öfugt. Gleymum því ekki að að-
gerðir Vesturlanda beinast gegn
fámennri elítu en aðgerðir Rússa
skaða almenning.“
Útganga veltur á tollum
„Ef sú staða kæmi upp að þeir
væru ekki að sýna okkur fulla
samstöðu og skilning á okk-
ar stöðu í þessu máli þá hljótum
við að taka það inn í myndina
varðandi ákvörðun okkar í fram-
haldinu,“ sagði Jón Gunnarsson,
formaður atvinnuveganefndar
Alþingis og þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, í Vikulokunum á Rás
1 um helgina aðspurður hvort Ís-
lendingar ættu að ganga út úr að-
gerðum gegn Rússum ef ESB væri
ekki reiðubúið að lækka tolla á ís-
lenskar sjávarafurðir. n
Þetta hafa þau sagt
Gunnar Bragi stendur með ákvörðuninni – Efi læðist að Bjarna
Skeptískur Brynjar Níelsson segir að hann
sé á móti viðskiptaþvingunum, sérstaklega
þegar tilefni þeirra sé ekki ærið.
Ísland fái afslátt Ragnheiður Ríkharðs
dóttir segir sambandsþjóðir verða að veita
Íslandi afslátt inn á markaði sína.
Eina leiðin er út Ásmundur Friðriksson
segir að finna verði leiðir út úr refsiaðgerð
unum gegn Rússum, þótt það sé erfitt.
Ráðgátan óleyst
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar dularfulla kattadauðann
Þ
að er svo sem ekkert meira
af málinu að frétta en að eitt
kattarhræ hefur verið sent í
krufningu. Okkur hafa ekki
borist fleiri hræ og þetta er því það
eina sem við höfum,“ segir Þorgrím-
ur Óli Sigurðsson, lögreglufulltrúi á
Suðurlandi, en sex kettir hafa drep-
ist með dularfullum hætti í Hvera-
gerði á undanförnum dögum og
rannsakar lögreglan á Suðurlandi
dauða þriggja þeirra. Grunur leikur
á að eitrað hafi verið fyrir þeim.
Að sögn Aðalsteins Magnússon-
ar, íbúa í Hveragerði, er útlit fyrir að
fiskflökum hafi verið dreift um bæ-
inn sem legið höfðu í frostlegi. Eitt
slíkt fiskflak fannst beint á móti húsi
Aðalsteins en annar katta hans var
aflífaður fyrir stuttu.
„Við bíðum því eftir að fá niður-
stöður úr krufningu kattarins frá
rannsóknarstofu HÍ að Keldum. Síðan
var það fiskflakið sem talið er að væri
eitrað; það hefur verið sent í rannsókn
líka og við bíðum einnig eftir niður-
stöðum úr henni,“ segir Þorgrímur.
Aðalsteinn segir óhug vera í
mönnum í Hveragerði. „Eftir að
fiskflakið fannst fóru kettir í hverfinu
að hrynja niður. Í kjölfar blóðprufu
kattarins míns var talið að um eitur
hefði verið að ræða,“ segir hann og
bætir við: „Ég er búinn að loka hinn
köttinn minn inni.“ n birna@dv.is