Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2015, Blaðsíða 15
Vikublað 18.–20. ágúst 2015 Fréttir Erlent 15
Smart föt
fyrir smart konur
Sjáðu
úrvalið á
tiskuhus.is
Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur S: 571-5464
Stærðir 38-54
Við elskum umslög
- en prentum allt mögulegt
• Nafnspjöld
• Reikninga
• Veggspjöld
• Bréfsefni
• Einblöðunga
• Borðstanda
• Bæklinga
• Markpóst
• Ársskýrslur
Hagnýtar upplýsingar www.umslag.is
Umslag | Lágmúli 5 | Reykjavík | Sími 533 5252 | umslag@umslag.is
Allir taldir af eftir flugslys
Flugfélagið bannað innan ESB
F
imm úr áhöfn og 49 farþegar
létust í flugslysi á Papúa í
Indónesíu á sunnudag. Þrjú
börn og tvö ungbörn voru far-
þegar um borð. Allir farþegarnir
voru frá Indónesíu. Björgunarsveit-
ir fundu brakið á mánudag eftir að
áhöfn björgunarþyrlu kom auga
á það í miklu skóglendi í Bintang-
fjöllunum. Reyk lagði frá brakinu
þegar björgunarsveitir fundu það,
en slæmt veður á svæðinu hefur
tafið björgunaraðgerðir. Brakið er í
2.600 metra hæð.
Það voru íbúar í þorpi rétt við
Oksibil sem sögðust hafa séð flugvél
hrapa á sunnudag og voru í kjölfar-
ið ræstar út fjölmargar björgunar-
sveitir, bæði í lofti og á landi. Vélin
hafði farið af stað frá Jayapura, höf-
uðborg Papúa-héraðs í Indónesíu,
og átti að fara til Oksibil. Flugið átti
að standa í um 50 mínútur.
Vélin var í eigu indónesíska flug-
félagsins Trigana Air og af gerðinni
ATR-42. Alls hafa tíu vélar Trig-
ana Air farist síðan flugfélagið var
stofnað árið 1991. Það hefur ver-
ið á bannlista Evrópusambandsins
(ESB) síðan 2007 en einungis fjór-
um indónesískum flugfélögum er
heimilt að fljúga til landa ESB. Vél-
in sem fórst var tekin í notkun fyrir
27 árum. n
Slæmt orðspor Flugfélagið, Trigana
Air, hefur verið bannað innan Evrópusam-
bandsins.
Bakarísmatur
fullur af seðlum
Svífast einskis til að smygla varningi milli landa
M
enn leita ýmissa
leiða til þess að koma
ólöglegum varningi
svo sem peningum
fíkniefnum eða öðru,
milli landa. Hvort sem það eru
lifandi froskar eða bakarísmatur
fullur af seðlum þá er ljóst að
þeir sem á annað borð vilja
brjóta af sér, geta verið ansi
hugmyndaríkir. n
Mennskt
fiskabúr
Þessi svunta var sérútbúin fyrir konu sem
hafði hana undir pilsinu sínu í flugi frá
Singapúr til Melbourne. Í pokunum voru svo
51 lifandi gullfiskur og sjaldgæfar tegundir.
Tollverðir sögðust hafa fyllst grunsemdum
þegar þeir heyrðu vatnshljóð þegar konan
gekk framhjá þeim.
Sakleysið
uppmálað
Mikki mús var ekki eins sakleysislegur og
hann er flesta aðra daga. Þegar tollverðir
skoðuðu hann nánar kom í ljós byssa sem
hafði verið falin vel og rækilega í fóðrinu á
tuskudýrinu. Hún var snarlega gerð upptæk.
Óvæntur
glaðningur?
Inni í þessum páskaeggjum reyndist
vera dágóður slatti af kókaíni.
Tollverðir á LAX-flugvellinum í Los
Angeles fundu rúm sex kíló af kókaíni
í farangri manns. Voru efnin falin
í sælgætis páskaeggjum, en einnig
í fóðri ferðatöskunnar. Talið er að
endursöluvirði þessa magns af kókaíni
sé um 13 milljónir króna.
Óíþrótta-
mannslegt
Það fer ekki saman, íþróttir og reykingar.
Þessi smyglari virðist ekki hafa haft vit á
því, en hann reyndi að koma sígarettum til
Þýskalands, í eldgömlum fótbolta.
Á hraðferð
Þessi dúfa átti að flytja fíkniefni inn í fangelsi á Kosta Ríka. Fangaverðir handsömuðu
dúfuna á einum af svölum fangelsisins en í pokanum framan á henni voru fjórtán grömm af
kókaíni og önnur fjórtán af maríúana. Hver örlög dúfunnar verða fylgdu ekki sögunni.
Smá álpappír Þýskir tollverðir gerðu þessi skinkuhorn upp-
tæk í rassíu sinni þegar þau voru að rannsaka glæpahring sem
var grunaður um stórtækan peningaþvott. Myndir reuterS