Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 15
JÓN S. NIKÓDEMUSSON VÉLSMIÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI
komið á 1943, sá Jón um nýlagnir all-
ar. … Það er almannarómur, að Jón
Nikódemusson sé einn fjölhæfasti iðn-
aðarmaður, sem starfað hefur á Sauð-
árkróki. Hann er dverghagur smiður
og að sama skapi hugvits sam ur og
gild ir einu, hvort hann fæst við hina
smágervustu smíð eða grófsmíði, enda
fullvíst, að enginn maður þar hef ur
lagt stund á jafn fjölþættar iðngreinar
með ágætum árangri.“ (Kristmundur
Bjarnason: Saga Sauðárkróks, síðari
hluti 2, 173–4).
Jón hafði byggt sér verkstæði árið
1935 á lóðinni ofan við íbúðarhús sitt
á Lindargötu 7, og jók það að verk-
færum eftir því sem efni leyfðu. Þar
stundaði hann smíðar og annaðist
viðgerðir fyrir samborgara sína í
kauptúni og héraði. Svo sem að líkum
lætur kom þar margur gripurinn við
sögu, allt frá saumavélum, skilvindum
og smærri vélum, til vasahnífa, kaffi-
katla, úra og gleraugna. Auk þess var
sjálfgefið að leita til hans ef setja þurft i
vél í bát, og engum öðrum þótti
treyst andi til að koma fyrir og stilla af
skrúfubúnað, til þess verks smíðaði
hann sérútbúinn bor til að bora fyrir
stefnisrörum. Var og í almæli haft, að
ef Jón leyfði að skemmdur eða brotinn
hlutur væri skilinn eftir hjá honum þá
jafngilti það staðfestingu á því að
grip inn mætti fljótlega sækja, og að
sú ítrasta viðgerð sem vænta mátti
hefð i verið innt af höndum. Í fæstum
tilfellum mun þessi vinna hafa verið
ábatasöm enda að líkindum ekki
stefn t að miklum ábata. En dæmi voru
um að soðning lægi á tröppunum í
morgunsárið eftir lagfæringar eða
viðgerðir fyrir sjómenn. Rafsuða og
logsuða Jóns var rómuð og jafnvel út
fyrir byggðarlagið. Saga er af því að
15
Úr smiðju Jóns Nikódemussonar í Minjahúsinu á Sauðárkróki árið 2012.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.