Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABÓK
176
upp sneiðing vestan í Virkishól, aust
an Hóladómkirkju, og í hlað Bænda
skólans á Hólum.
Víkjum sögunni aftur að Bakkalæk,
sem fyrr frá greinir. Þetta er sami
lækur og Haraldur Bessason segir svo
hnyttilega frá í bók sinni Bréf til
Brands (1999). Í byrjun stríðs, laust
eftir 1940, var hafin gerð núverandi
vegar um Viðvíkursveit, sem leggja
skyldi um mýrarnar milli Lækjar og
Kýrholts, sunnan við Kýrholt, og
norður á milli Miklhóls og Litlhóls.
Veginum var valin ný leið um mýr
arnar, en fremur sneitt hjá að fara um
mela og holt. Þetta helgaðist af því
verklagi, sem þá tíðkaðist, að hlaða
vegkantana upp með sniddu. Snidda
var lítil bogalöguð torfa sem stungin
var í mýrarjarðvegi. Hagræði var að
því að geta stungið snidduna með
fram vegunum, kasta henni inn í veg
stæðið, þar sem hleðslumenn tóku við
og hlóðu upp vegkantana. Einnig
voru torfhnausar (og snidda) notaðir
til að fylla upp í vegkassann til þess að
spara aðflutninga á möl. Lægi veg
urinn um holt og mela þurfti að flytja
snidduna að, sem bæði kostaði fyrir
höfn og fjármuni. Ótækt þótti annað
en hafa vegkanta snoturlega hlaðna.
Er hér var komið sögu var lokið lagn
ingu vegar frá gamla veginum austan
Héraðsvatnabrúar og upp mýrarnar
sunnan og austan Vatnsleysu og aust
an Narfastaða, norður á móts við Læk.
Vegurinn endaði norðanvert við Læk,
næsta bæ sunnan við Kýrholt. Þvert
fyrir vegarendann rann fyrrnefndur
Bakkalækur. Því bar vegfarendum
brýn nauðsyn til að átta sig á að
stæðum og sveigja af veginum í tæka
tíð áður en komið yrði á vegarenda við
lækinn, og aka niður á gamla veginn á
sjávarmelunum. Um þetta frávik
þurftu menn þreifanlega að vita. Ekki
»Ólafshlaup«
yfir Hjaltadalsá
við Gálgamel.
Ljósm.:
Hjalti Pálsson.