Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 110
110
SKAGFIRÐINGABÓK
það síðasta. „Má ég nú ekki hvíla mig
í dag, Veiga mín?“ spurði hún mömm u
á hverjum einasta morgni ár eftir ár.
Auðvitað var enginn sem ætlaðist til
að hún færi á fætur, hún vildi bara
hafa vaðið fyrir neðan sig. Sigga Tóta
hafði ótrúleg sönghljóð og var lagviss.
Menn fengu hana til að syngja stund
um og þá sneri hún sér út í horn á
meðan.
Hún var oft búin að tala um að sig
langaði til að vera jörðuð í Hólareitn
um þar sem ættfólk séra Benedikts
Vigfússonar var grafið, og fóstra henn
ar Þóra Gunnarsdóttir. Pabbi var jafn
oft búinn að segja henni að það væri
ekki hægt því hann væri alveg út
grafinn. Svo var ekki talað meira um
það og þegar hún dó var henni út
hlutaður staður eins og jóni hrak.
Þeg ar farið var að taka gröfina var þar
klakahögg á aðra alin og svo stórgrýti
sem útilokaði þá gröf. Þeir voru við
þetta Rósmundur Sveinsson á Kjar
valsstöðum og Marteinn Sigurðsson á
Skúfsstöðum. Svo var byrjað á annarri.
Þá komu þeir ofan á kistu sem var svo
fúin að það hefði þurft að brjóta hana
og fjarlægja allt úr henni. Það var ekki
talið viðeigandi og mokað ofan í aftur.
Þá var Marteinn búinn að fá nóg og
sagði bless. Þá var ákveðið að fara í
Hólareitinn sem er fram af kirkju
dyrunum. Þá voru 80 ár síðan þar
hafði verið grafið síðast. Þeir komu
ofan á tvær kistur, alveg ófúnar. Önn
ur var hérumbil beint undir gröfinni,
hin til hliðar. Þeir grófu skáp yfir
þeirri sem var til hliðar og tóku hina
kistuna upp og settu upp á og botninn
fór ekki úr henni einu sinni.
Því var það sem Þórir Arngrímsson í
LitluGröf á Langholti, afkomandi
séra Benedikts, brást illa við þegar
Kári Steinsson sagði honum að pabbi
væri dáinn. „jæja, það var gott. Það
hefði mátt vera fyrr.“ „Hvað er þetta,“
sagðist Kári hafa sagt. „Því talarðu
svona um manninn?“ „Hann átti ekk
ert með það, helvítis karlinn, að láta
hola sveitarómaga ofan í reitinn okkar
í Hólakirkjugarði.“
Pétur Pálsson á Kjarvalsstöðum
Þegar fyrri niðurskurðurinn var um
1939 höfðu engin lög verið sett um
hann. Það varð því að semja um þetta
við bændurna. Um haustið kom Hall
dór Pálsson, síðar búnaðarmálastjóri, á
Brekkukotsréttina með tvo kassa af
Sigga Tóta í garðinum sunnan við bæinn
á Kálfsstöðum.
Eigandi myndar: HSk.