Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 149
149
Ég fæddist í Villinganesi í Tungu sveit
15. mars árið 1911. Foreldrar mín ir
voru þá í húsmennsku í Goð döl um, en
höfðu búið í Breiðargerði á árunum
1904–1910. Á árunum 1914–1931
áttu þau heima á Gilsbakka og þar ólst
ég upp.
Faðir minn var Brynjólfur Eiríksson
frá Skatastöðum, fæddur þar 11. nóv
ember 1872. Hann lést á sjúkrahúsinu
á Akureyri 16. maí 1959. Hann var
son ur Eiríks Eiríkssonar bónda á
Skata stöðum og Hólmfríðar Guð
mundsdóttur konu hans. Hólmfríður
var kempa, „gerhugul og greinargóð“
eins og sagt er í æviskrá hennar, sterk
kona, bæði andlega og líkamlega.
Hún fæddi átta börn en einungis þrír
bræður komust til fullorðinsára. Auk
Brynjólfs voru það Árni Eiríksson,
síðar bóndi á Reykjum í Tungusveit,
og Sveinn Eiríksson bóndi á Skata
stöðum. Hann fæddi hún 4. ágúst
1856 frammi á Skatastaðaseli, án
hjálp ar ljósmóður. Reið hún svo heim
á þriðja degi með reifastrangann og
gekk að verkum sínum úr því. Þetta
taldi hún reyndar síðar að hefði nálg
ast að verða sér ofraun.
Brynjólfur ólst upp hjá foreldrum
sínum á Skatastöðum til 16 ára aldurs,
en fór þá í ársvist til Sveins bróður síns
í Breiðargerði. Síðar var hann um
þriggja ára skeið vinnumaður á Ábæ.
Þar var m.a. starfi hans að ganga á
beit arhús á Tinnárseli á veturna. Þá
bjó þar Kristín Guðmundsdóttir ekkja
með Kristjáni Friðfinnssyni syni sín
MINNINGABROT
GUÐRÍÐAR BRYNJÓLFSDÓTTUR
FRÁ GILSBAKKA
HJALTI PÁLSSON BJÓ TIL PRENTUNAR
____________
Á árunum um og eftir 1990 átti ég nokkur símtöl og samskipti við Guðríði Brynjólfsdóttur
frá Gilsbakka í Austurdal. Hún sendi mér þá í fáeinum bréfum nokkur sundurlaus minninga
brot frá æskuárum sínum á Gilsbakka. Ég felldi þau saman í eina heild og skeytti inn í nokkr u
til frekari skýringa og upplýsingar. Þessi blöð eru varðveitt í Héraðsskjalasafni Skagfirðinga
undir safnnúmerinu HSk. 1857, 4to. Guðríður bjó lengi í Brekkugötu 31 á Akureyri, giftist
Steinþóri Helgasyni fisksala og útgerðarmanni þar, en starfaði sjálf utan heimilis alllengi í
verksmiðjum SÍS. Þau skildu síðar og fluttist Guðríður suður í Garðabæ um 1976. Þar vann
hún nokkur ár á Vífilsstaðahælinu, fram til sjötugs. Æskustöðvarnar áttu í henni mikil ítök
og til vitnis um það er vísa er hún gerði á efri árum: Unaðssemda ýmsra nýt / ennþá grænkar jörðin /
og mér hlýnar ef ég lít / yfir Skagafjörðinn. Guðríður lést háöldruð 31. janúar 2008.
Hjalti Pálsson.