Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 129
HUGSJÓNAMAÐUR OG SKÁLD
129
Þannig eru þessi ljóð barn síns tíma og
er þessi tónn helsta einkenni kveð
skapar Árna G. Eylands. Í þessum
kveð skap sker hann sig alveg úr öllum
íslenskum skáldum. Í eyrum þeirra
flestra er það annar söngur, söngur
nátt úrunnar, sem er unaðartónlistin
og skáldin lofsyngja í dag.
Í annarri ljóðabók sinni, sem nefnist
Gróður, snýr hann sér fremur að gróðr
in um en tækninni, afurðum sam starfs
moldar og manns sem virkj ar tæknina.
Í þessari ljóðabók lofsyng ur Árni upp
skeruna og yrkir hlýlega um ýmiss
konar túngrös. Hann eggjar jurtakyn
bótamennina til að kynbæta húsa
punt inn, og vallarfoxgrasið hafði ekki
feng ið íslenskt nafn svo hann kall ar
það bara tímótei.
Árni G. Eylands á efri árum, líklega um
sjötugt. Úr myndasafni Þórunnar Reykdal.
SNARRÓTIN
Blessuð snarrótin víðan völl
vefur blikandi flosi.
Hún er hið sterka tryggðatröll,
túnið þótt herji rosi.
Íslensk þjóð hefir aldakal
af sér staðið, þótt margt í val
félli af framandi trosi.
HÚSAKORNSPUNTURINN
Heima hjá mér í garðinum grær hann
og gerir mér tíðum ljótan prett,
miklum þroska og þrifum nær hann,
það er nú meira en víst og rétt.
Hvað hann er grænn og gjörvilegur
gefur mér efni í þankabrot:
getur það orðið gróðavegur
að gera hann að túnjurt og hafa hans not?
Ef kunnáttumennirnir verzluðu við hann
og veittu honum borgararétt,
gæti þeim tekizt sem sáðgresi að siða hann,
síbreiðan yrði góð og þétt,
þar sem hann yxi og yrði að töðu
út um hinn djúpplægða nýekruvöll,
hann yrði frægasta fóður í hlöðu
fullgilt til mjólkur, það vitum við öll.
Illgresið breytist í ágætisfóður.
Er það ei sigur og þakkargjörð?
Tækist við mannlífsins gallaða gróður
að gera eitthvað svipað á okkar jörð,
þá mundi gengið á hugsjónum hækka,
heimurinn fá á sig annan blæ,
heimskingjum mundi til mannbóta fækka
og margt fara betur á landi og sæ.