Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 117

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 117
117 ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM ég að vinna í blikksmiðjunni hjá jón­ asi Guðlaugssyni. Ég vann í henni meðan hún starfaði, frá upphafi til enda. jónas var fyrst og fremst upp­ finningamaður en enginn fjármála­ maður. Þetta gekk samt í fjögur ár. Þarna var margt smíðað úr blikki, alúmíni og kopar, t.d. hansahillufest­ ingar. Svo var smíðað úr járni og það húðað. Það var mikið smíðað af eld­ húsáhöldum, t.d. ausur og fiskspaðar. jónas smíðaði alla stansa fyrir þetta. Fyrst eftir að jónas hætti fékk ég vinn u hjá Hegra. Ég var fyrsti versl­ unar stjóri hjá Hegra. Það var stofnað hlutafélag um verslunina og áttu þeir hana bræðurnir Buddi og Lóli [Ingi­ mar og Sigurður Antonssynir], jónas Þór Pálsson og Sigurður Snorrason og einn enn. Þetta var í Búnaðarbanka­ húsinu. Í þessu var ég eitt ár og var búinn að fá nóg af því. Ég byrja þarna strax og þetta var stofnað. Þetta var ekki stórt, en það var samt nóg til þess að maður hafði aldrei frið. Maður þurfti að sjá um öll innkaup og verð­ lagn ingu og afgreiðslu. Þetta voru málningarvörur og ýmsar byggingar­ vörur. Eigendurnir ákváðu hvað ég ætti að selja, en ég sá síðan um að pant a. Svo tók Ingimar jóhannsson við af mér. Eftir það keypti Pétur Valdimarsson Hegra. Síðar var ég tvö ár hjá Braga Sig­ urðssyni við framleiðslu hjá honum, en það var ekki fyrr en um eða eftir að jónas var farinn á hausinn. Þaðan fer ég til Hlyns í byggingarvinnu. Ég tel mig hafa gert þeim stórgreiða eitt sinn þegar verið var að steypa plötu í elstu eða næstelstu blokkina, þá var steypan dregin upp í tunnu með krana. Svo slitnaði vírinn þegar steypan er komin nokkuð áleiðis og enginn annar vír til í bænum og komið fram á nótt. Nú voru góð ráð dýr, því að ekki má hætta í plötusteypu. Ég segi þá að við verð­ um að bjarga þessu og splæsa saman vírinn og benti á að við hefðum hér fagmann í því, Hlöðver Sigurðsson tengdason Árna Rögg og Ínu [Árna Rögnvaldssonar og jónínu Antons­ dóttur], gamlan togarajaxl, sem kynni langsplæs, ég ætti spíkarann og skyldi hjálpa honum. Þetta gekk síðan eftir. Svo var byrjað á ný, en eftir nokkurn tíma slitnar aftur. „Nú hefur splæsið bilað,“ sagði Bragi Haraldsson. Ég sagði að það kæmi ekki til, splæs bil­ aði aldrei, og það var rétt. Við splæst­ um aftur og gátum þá klárað. Það var heppni að enginn skyldi verða undir tunnunni því að hún var komin upp undir brún þegar hún hrapaði í fyrra skiptið, full af steypu. Hún sökk ofan í jörðina upp til miðs þar sem hún kom niður. Eftir áramótin 1971–1972 gat ég fengið pláss í Sútun, sagði þá upp hjá Hlyn og fór þangað í byrjun febrúar. Þar vann ég síðan þangað til ég hætti að vinna árið 1990, þegar ég var 67 ára. Steinasöfnunin Það var upphaf minnar steinasöfnunar að í mars 1993 kom mikið flóð. Mig minnir það hafi verið 9. mars að tilkynnt var í útvarpinu að þá yrði stærsta flóð og fjara sem komið hefði síðan 1918. Þá var háþrýstisvæði yfir landinu sem heldur sjávarstöðunni niðri. Þetta stóð í fimm daga og þá kom upp sjávarbotn sem sennilega enginn maður hefur stigið fæti á frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.