Skagfirðingabók - 01.01.2012, Qupperneq 117
117
ÚR MINNINGABÓK ÁRNA H. ÁRNASONAR FRÁ KÁLFSSTÖÐUM
ég að vinna í blikksmiðjunni hjá jón
asi Guðlaugssyni. Ég vann í henni
meðan hún starfaði, frá upphafi til
enda. jónas var fyrst og fremst upp
finningamaður en enginn fjármála
maður. Þetta gekk samt í fjögur ár.
Þarna var margt smíðað úr blikki,
alúmíni og kopar, t.d. hansahillufest
ingar. Svo var smíðað úr járni og það
húðað. Það var mikið smíðað af eld
húsáhöldum, t.d. ausur og fiskspaðar.
jónas smíðaði alla stansa fyrir þetta.
Fyrst eftir að jónas hætti fékk ég
vinn u hjá Hegra. Ég var fyrsti versl
unar stjóri hjá Hegra. Það var stofnað
hlutafélag um verslunina og áttu þeir
hana bræðurnir Buddi og Lóli [Ingi
mar og Sigurður Antonssynir], jónas
Þór Pálsson og Sigurður Snorrason og
einn enn. Þetta var í Búnaðarbanka
húsinu. Í þessu var ég eitt ár og var
búinn að fá nóg af því. Ég byrja þarna
strax og þetta var stofnað. Þetta var
ekki stórt, en það var samt nóg til þess
að maður hafði aldrei frið. Maður
þurfti að sjá um öll innkaup og verð
lagn ingu og afgreiðslu. Þetta voru
málningarvörur og ýmsar byggingar
vörur. Eigendurnir ákváðu hvað ég
ætti að selja, en ég sá síðan um að
pant a. Svo tók Ingimar jóhannsson
við af mér. Eftir það keypti Pétur
Valdimarsson Hegra.
Síðar var ég tvö ár hjá Braga Sig
urðssyni við framleiðslu hjá honum,
en það var ekki fyrr en um eða eftir að
jónas var farinn á hausinn. Þaðan fer
ég til Hlyns í byggingarvinnu. Ég tel
mig hafa gert þeim stórgreiða eitt sinn
þegar verið var að steypa plötu í elstu
eða næstelstu blokkina, þá var steypan
dregin upp í tunnu með krana. Svo
slitnaði vírinn þegar steypan er komin
nokkuð áleiðis og enginn annar vír til
í bænum og komið fram á nótt. Nú
voru góð ráð dýr, því að ekki má hætta
í plötusteypu. Ég segi þá að við verð
um að bjarga þessu og splæsa saman
vírinn og benti á að við hefðum hér
fagmann í því, Hlöðver Sigurðsson
tengdason Árna Rögg og Ínu [Árna
Rögnvaldssonar og jónínu Antons
dóttur], gamlan togarajaxl, sem kynni
langsplæs, ég ætti spíkarann og skyldi
hjálpa honum. Þetta gekk síðan eftir.
Svo var byrjað á ný, en eftir nokkurn
tíma slitnar aftur. „Nú hefur splæsið
bilað,“ sagði Bragi Haraldsson. Ég
sagði að það kæmi ekki til, splæs bil
aði aldrei, og það var rétt. Við splæst
um aftur og gátum þá klárað. Það var
heppni að enginn skyldi verða undir
tunnunni því að hún var komin upp
undir brún þegar hún hrapaði í fyrra
skiptið, full af steypu. Hún sökk ofan
í jörðina upp til miðs þar sem hún
kom niður.
Eftir áramótin 1971–1972 gat ég
fengið pláss í Sútun, sagði þá upp hjá
Hlyn og fór þangað í byrjun febrúar.
Þar vann ég síðan þangað til ég hætti
að vinna árið 1990, þegar ég var 67
ára.
Steinasöfnunin
Það var upphaf minnar steinasöfnunar
að í mars 1993 kom mikið flóð. Mig
minnir það hafi verið 9. mars að
tilkynnt var í útvarpinu að þá yrði
stærsta flóð og fjara sem komið hefði
síðan 1918. Þá var háþrýstisvæði yfir
landinu sem heldur sjávarstöðunni
niðri. Þetta stóð í fimm daga og þá
kom upp sjávarbotn sem sennilega
enginn maður hefur stigið fæti á frá