Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 136
SKAGFIRÐINGABÓK
136
lengi haft augastað á, og kvað Jörg en
sen, að Eiríkur skyldi hafa Mælifell þá
þegar, þótt Bjarni prestur væri þá enn
á lífi. Sem kunnugt er, var stutt í emb
ættistíð Jörundar hundadaga kóngs og
allar hans stjórnarathafnir gerðar
ógildar, er hann var af landi brott.
Hafði Eiríkur prestur hina mest u
hneisu og óvinsældir af tiltæki sínu,
þannig að hann missti af Mæli felli, er
sr. Bjarni lést skömmu síðar. Varð
Eiríkur að flytja að Djúpadal, þar sem
hann bjó næstu árin embættislaus, uns
hann fékk Staðarbakka í Miðfirði.
Eitthvað virðist hinn ungi piltur,
Einar Bjarnason, vera farinn að stauta
tilsagnarlaust um þetta leyti, svo hann
gat lesið nokkuð Fræði Lúthers (hin
minni) og eitthvað af Pontoppidans
spurningum, fermingarkver sem nefnt
var Ponti, „og var firmaður [fermdur]
af Eiríki presti.“ Strax á barnsaldri
virðist farið að örla á skáldgáfu Einars.
Í ævisögunni kemur fram, að um 12
ára aldur hafði hann ort þrjá rímna
flokka, nær ólæs og óskrifandi. Voru
það rímur af Geiraldi og Héðni harla
digur, af Randver fríða og Ermengerði
Sumarið 1835 kom franski vísindamaðurinn Paul Gaimard í Mælifell ásamt fylgdarliði.
Með honum í för var landslagsmálarinn Auguste Mayer sem teiknaði við þetta tækifæri
þrjár myndir af staðnum. Eina af kirkjunni, aðra af bænum en hina þriðju af Mæli-
fellshnjúki og Hamraheiðinni.
Teikningin hér að ofan sýnir Mælifellskirkju. Hún sýnist hrörleg orðin enda tekin ofan
árið eftir. Klukknaportið er hins vegar nýlegt, smíðað 1829–1830. Yfir því er toppmynd-
að, skarað timburþak með krossi og tveimur klukkum í ramböldum. Kirkjugarðurinn er
sporöskjulaga eins og þá tíðkaðist. Athyglisvert er að sjá steinbrúna yfir lækinn milli bæjar
og kirkju.