Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
Við strákarnir, sem vorum hér í
sveit, gerðum okkur enga grein fyrir
því um hve merkar minjar úr bygg
ingar sögunni var að ræða, þegar við
vorum að sýsla við reiðtygi í bæjar
dyrunum og hengja þau á snaga á
þiljunum eða aðstoða við að kynda
undir eldinum í smiðjunni á bak við
bæjardyrnar. Þar slógu Jón bóndi og
Sigurður sonur hans skeifur úr
glóand i smíðajárni eða hertu járn eins
og gert hafði verið um aldir. Þegar
ekki viðraði til heyskapar fékk ég
stundum það verk efni að sópa og
hreins a bæjardyrnar og loft þeirra,
fylgdi því jafnan einhver sérstök til
finning að opna stigahurðina í norð
austurhorni bæjardyranna og fara
upp á loftið. Þar hvarf maður langt
aftur á vit fortíðar, and rúmsloftið eitt
var þannig, þótt vitn eskjan um hina
gömlu og merku sögu og listasmíð
væri lítil sem engin.
Að hafa verið hér jafnlengi á helstu
mótunarárunum hefur vissulega haft
mikið að segja og stend ég í ævinlegri
þakkarskuld við húsbændurna á
Reynistað fyrir veganestið, sem ég
fékk héðan. Jón á Reynistað og Sig
rún kona hans settu með reisn sinni
mikinn svip á staðinn og enginn, sem
starfaði undir stjórn Jóns, er ómótaður
af þeirri reynslu. Sigurður bóndi og
Guðrún heitin kona hans, synir þeirra
og annað heimafólk á Reynistað, ekki
síst Monika Sigurðardóttir og Guð
mundur bróðir hennar, voru mér eins
og önnur fjölskylda á þessum árum
og fyrir þá góðu samfylgd vil ég
þakk a, þegar við komum saman af
þessu ánægjulega tilefni hér í dag.
Þótt langt sé um liðið síðan ég kom
á Reynistað síðast, finnst mér hver
hóll og þúfa kunnugleg. Líklega er
það að sannast á mér eins og flestum
öðrum, að ýmsir atburðir og atvik frá
æskuárunum skýrast í minningunni,
eftir því sem árin líða. Ég er jafnframt
að átta mig betur á þeim forréttind
um, sem fólust í því að kynnast verk
laginu og búskaparháttunum, því að
hér sameinaðist gamall og nýr tími
með einstökum hætti. Einkum er
ævintýralegt að rifja það upp, hve
hesta r voru mikið notaðir við hey
skapinn. Var oft sprett úr spori á hey
Bronsafsteypa styttu Ásmundar Sveinssonar
í Glaumbæ af Guðríði Þorbjarnardóttur
með son sinn Snorra Þorfinnsson.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.
88