Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 26

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 26
SKAGFIRÐINGABÓK 26 Sauðárkrókur sumarið 1953. Suðurhluti bæjarins. Húsið lengst til hægri á mynd er Bárustígur 1, fyrsta húsið í bænum sem tengt var hitaveitunni 1. febrúar 1953. Þá bjuggu þar Ragnar Pálsson og Anna Pála Guðmundsdóttir með börnum sínum. Ári síðar seldu þau húsið Agli Bjarnasyni og Öldu Vilhjálmsdóttur sem búa þar enn 2012. Skag­ firðingabrautin liggur gegnum bæinn miðjan. Syðstu húsin í bænum eru verkamanna­ bústaðirnir, fjögur hús, sem Sigurður Sigfússon byggði við Öldustíginn og voru öll seld fyrirfram. Björn Guðnason var einn aðalsmiðurinn við byggingu þessara húsa. Gatan sem liggur í suðaustur er Hólavegurinn, byggður suður að Öldustíg. Barnaskólahúsið er til vinstri á myndinni, reist á árunum 1946–1947 af Sigurði Sigfússyni. Þar fyrir sunnan eru húsin við Ránarstíg, Ægisstíg og loks Öldustíg. Austur við sjávarkambinn, þar sem nú heitir Sæmundargata, eru lengst til vinstri bílaverkstæðið Áki, þá hús Rafveitu Sauðárkróks sem Adolf Björnsson lét byggja, loks verkstæðisskúrar sem Baldvin Kristins­ son (Baldi Blúss) átti og notaði fyrir bílaútgerð sína. Syðsta húsið, austan götunnar, er hús sem Sveinn Guðmundsson átti meðan það stóð við Suðurgötuna. Það skemmdist í bruna 20. nóvember 1950 og varð óíbúðarhæft. Jón Ingólfsson keypti síðan húsið, flutti niður á sjávarkamb og endurbyggði þar og stendur það enn að hluta sem Sæmundargata 9. Gatan næst á mynd er Suðurgata. Langa húsið syðst er Sýsluhesthúsið en sunnan við það smiðjuskúrar. Þar gátu ferðamenn sem komu ríðandi í bæinn slegið til skeifur og lagað undir hestum sínum. Þarna hafði m.a. aðstöðu mörg haust Jakobína Þorleifsdóttir, kona Gísla Ólafssonar skálds, til að svíða hausa og lappir. Litli skúrinn á miðri mynd var einskonar sjoppa sem Jón Björnsson reisti og rak um tíma. Þar fékk Bílstjórafélag Skaga­ fjarðar aðstöðu og lítið afdrep í litlu horni skúrsins með sérstökum inngangsdyrum. Sunn­ an við skúrinn er pallbrúin yfir Sauðána sem horfin er úr bænum. Hún var fyrir ríðandi og gangandi fólk og smábílar gátu einnig farið þar yfir en norðan við brúna var vað sem stærri bílar urðu að aka. Vestan við skúrinn er einskonar geymsluport þar sem áður var fjárrétt fram um 1950 en á tíma myndarinnar eru þarna einkum geymd steypurör fyrir lagnakerfi bæjarins. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.