Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 112
112
SKAGFIRÐINGABÓK
hjálpa Hallgrími. Hann skuli vera hér
og gera verkin mín. Það er sjálfsagt.
Svo dregst slátrunin fram á kvöld og
við komum ekki til baka með Ferdín
and Rósmundssyni bílstjóra í EfraÁsi
fyrr en um nóttina. Klukkan er orðin
þrjú, þegar við komum í Efraáshvamm
inn. Þá sjáum við luktar ljós þar á eyr
inni, og kemur þá í ljós að þarna er
Pétur á ferð, grátandi af reiði og
hugaræsingi. Hann rífur upp hurðina
á bílnum og hrópar: „Hvar er Hall
grímur? Er helvítis blóðsvelg urinn
búinn að drepa hann? Fékk hann ekki
nóg blóð úr kindunum mínum?“
Friggi hafði fengið spíraflösku hjá
Kristjáni Hallssyni í Hofsósi, var ekk
ert farinn að opna en dregur hana nú
fram og tekur úr tappann og býður
Pétri. Pétur bandar frá sér, eins og
þetta væri óþverri, svo að Friggi fer út
til Péturs og þeir ganga afturfyrir bíl
inn. Eftir örstutta stund kemur Pétur
aftur ljómandi eins og sól í heiði og
biður okkur alla blessaða að koma
heim í kaffi.
Ég bjó til öl nokkur síðustu árin á
Kálfsstöðum úr malti og geri, sem
kaupfélagið seldi. Pétri þótti gott að
koma í heimsókn og fá bragð. Svo var
það líklega daginn áður en við flutt
um til Sauðárkróks, að Pétur kom í
Kálfsstaði til að kveðja okkur. Þá lét
hann svo um mælt, að líklega fækkaði
nú ferðunum sínum í Kálfsstaði og
bætti svo við: „Ég hef nú stundum
komið oftar en ég þurfti.“
Faðir Péturs var Páll Pétursson á
Kjarvalsstöðum sem átti þá jörð og
bjó þar. Pétur erfði jörðina eftir föður
sinn en vildi aldrei búa þar, heldur bjó
á leigujörð, Hofi í Hjaltadal, og fór
ekki í Kjarvalsstaði fyrr en hann hætti
búskap og fluttist til Hallgríms sonar
síns. Þeir feðgar, Páll Pétursson og
Pét ur Pálsson, voru einhverju sinni að
ræða gæði Kjarvalsstaða. Páli þótti
vænt um jörðina en Pétri ekki og
kvaðst aldrei mundu búa á þeim böl
vaða skækli. Ég heyrði að Páll hefði
ort eftirfarandi vísu:
Kjarvalsstaði kringum er
kynleg mela hrúga.
Furðanlega finnst þó mér
farsælt þar að búa.
Árni ber Unu systur
sína á bakinu yfir
Hjaltadalsá neðan við
Kálfsstaði.
Eigandi myndar: HSk.