Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 142

Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 142
SKAGFIRÐINGABÓK 142 Einar. Segir Einar í ævisögu sinni, að sr. Benedikt hafi skenkt sér 20 dala virði í bókum og „mestan part af hvörsdagsfatnaði prófasts Jóns sáluga og enn fleira.“ Virðist sem Einar hafi litið til með dánarbúinu næsta vetur, en um vorið, þegar prófastur afhenti Mælifellsstað, gaf hann Einari „kindur og annað sem vera mundi nær árs­ forði.“ Síðan segir Einar, og nú endur­ speglast einhver dapurleiki í orðum vinnumannsins og við getum getið okkur til hvers vegna: „Dvaldi hann svo í húsmennsku á Mæli felli og var löngum hljóður, kastaði stundum fram hendingum og sumum máski nokkuð myrkvum og tvíræðum. Ein byrjar svo: Sólir þrjár er sáust fagrar skína, (en niðurlag vísunnar hljóðar þannig:) Þeirra í stað kom þokuský, rakafullt og suddasamt.“ (Endinn virðist vanta.) Sr. Sigurður Arnórsson, er verið hafði aðstoðarprestur Jóns prófasts undir lok in, fékk Mælifell vorið eftir lát hans. Kona hans var Elinborg Pét ursdóttir, prófasts Péturssonar á Víði völl um, syst ir þeirra nafnkunnu Víðivalla­ bræðra, mikilhæf kona og hann yrða­ kona góð, eins og leifar af alt arisklæði því sýna, er hún saumaði 1857 og enn hangir á vegg í Mæli fellskirkju. Einar mun hafa flust frá Mælifelli að Hólum í Hjaltadal það sama ár, þegar nýir húsráðendur setjast að á Mæli­ felli. Vafalaust hefur þar einhverju um ráðið vinátta hans við Þorbjörgu Jóns­ dóttur frá Mælifelli, sem orðin var prestsfrú þar. Frá Hólum liggur svo leið hans að Hömrum í Tungusveit, þangað var síðasta förin gerð. Hann er hvorki skráður heimilismaður að Mæli felli né Hömrum árið 1855 og virðist svo sem hann komi að Hömr­ um aðeins stuttu fyrir andlát sitt. Gísl i Konráðsson sagnaþulur segir frá láti Einars í Skagstrendingasögu sinni fyrrnefndri og kemst svo að orði: „En það var nú þessi misseri, að Einar lét fylgja sér frá Hólum í Hjaltadal, því að til Benedikts prófasts auðga hafði hann flutt sig eftir lát Jóns prófasts, eða þegar hann fór frá Mælifelli. Og var það á leiðinni frá Hólum, að hann var spurður, hvert hann ætlaði. Hann svaraði: „Nú er ég að flytja mig í Mælifellsgarð.““7 Á Hömrum bjuggu um þetta leyti Hannes Ásmundsson bóndi, „siðferðis­ góður maður“, og kona hans, Ingi­ björg Hrólfsdóttir af ætt Hrólfs sterk a, vinafólk Einars og skráð guðfeðgin við skírn dóttur hans. Er Einar sagður vera „tökukarl“ á Hömrum, er hann lést. Þar er líka Guðbjörg barnsmóðir hans, með dóttur þeirra, Guðbjörgu Einarsdóttur. Segir Gísli, að „Einar lagðist bráðum að Hömrum og lét Sigurð prest Arnórsson á Mælifelli þjónusta sig og andaðist síðan.“ Einar Bjarnason lést 7. september 1856 á 75. aldursári. Það virðist því ekki rétt, sem letrað er á legstein hans, að hann hafi látist „sex vetrum betur en sjötugur“, og enn síður ef miðað er við aldur hans í kirkjubók. Varðveist hefur vísa, sem Einar mun hafa ort á efri árum um reiðhest sinn gamlan: Hans er vinnan eftir ein út um breiða velli. Mín á hann að bera bein burt frá Mælifelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.