Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 91
Ætt Halldóru og uppvöxtur
Allir hafa heyrt getið um Guðbrand
Þorláksson biskup, en það heyrir til
undantekninga að minnst sé á konu
hans, Halldóru Árnadóttur. En hvað
er vitað um hana? Hún var dóttir Árna
Gíslasonar (d. 1587) sýslumanns, sem
jafnan er kenndur við Hlíðarenda í
Fljótshlíð. Sú auðkenning er reyndar
nokkuð villandi því að Árni var Skag
firðingur, sonur Gísla Hákonarsonar
lögréttumanns á Hafgrímsstöðum í
Tungusveit, og konu hans Ingibjargar
Grímsdóttur frá Möðruvöllum í Eyja
firði, sem var af efnafólki. Árni átti
sterkan frændgarð í Skagafirði og
Eyja firði. Björn Gíslason (~1521– um
1600) bróðir hans var prestur, m.a. á
Mikla bæ í Blönduhlíð, og kom tví
veg is til álita við biskupskjör, bæði
eftir siðaskiptin, 1551, og 1569, þegar
Guð brandur varð hlutskarpari. Hákon
Gíslason (d. 1555) bróðir Árna var um
tíma dómkirkjuprestur á Hólum, og
Gunnar Gíslason (~1528–1605), enn
einn bróðirinn, var lengi Hólaráðs
maður. Árni þótti nokkuð harðdrægur
91
SIGURJÓN PÁLL ÍSAKSSON
HALLDÓRA ÁRNADÓTTIR
KONA GUÐBRANDS BISKUPS
____________
Á HólaHátíð, 14. ágúst 2011, var hald in í Auðunarstofu athöfn sem helg uð var minningu
Halldóru Árnadótt ur (1547–1585), konu Guðbrands bisk ups Þorláks sonar. Tilefnið var að
við endur reisn kirkjunnar 1988, fannst legsteinn Halldóru, brotinn og illa farinn. Hann var í
geymslu um árabil, en sumarið 2009 var steinninn dreginn fram aftur og fyrir tilstilli Mál
fríðar Finnbogadóttur hjá Hóla nefnd var hann færður til viðgerðar. Sólveig Jónsdóttir stein
forvörður vann að steininum og gerði stand undir hann sem hluta af meist ara verkefni sínu.
Steininum var svo komið fyrir í forkirkjunni á Hólum, norðan megin, og afhjúpaður á Hóla
hátíð. Að ósk Málfríðar tók ég sam an erindi um Halldóru, sem flutt var við þetta tækifæri.
Greinin sem hér fer á eftir er að stofni til samhljóða erindinu.
Halldóra var grafin innan veggja mið aldadómkirkjunnar, sem féll 1624. Guð brandur Þor
láksson var jarðsettur við hlið hennar, 1627, í hinni nýreistu timburkirkju sem kennd er við
Halldóru dóttur hans. Árið 1760, þegar grafið var fyrir norðurvegg forkirkjunnar í núverandi
steinkirkju, voru bein Guðbrands tek in upp, og komið fyrir undir gólfi kirkjunnar. Legstaður
Halldóru Árnadóttur mun því vera í forkirkjunni, nálægt norðurveggnum. Legsteinn Hall
dóru er elsti legsteinninn sem varð veist hefur á Hólum. Honum er lýst í grein minni „Um
legsteina í Hóla dómkirkju“, sem birtist í Skagfirðinga bók 21, 1992.