Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 40
SKAGFIRÐINGABÓK
Árið 1959 lá fyrir, að það vatnsmagn,
sem fundist hafði, myndi ekki lengi
duga vaxandi byggð á Sauðárkróki.
Haustið 1964 var hver vatnsdropi,
sem hitaveitan réði yfir, seldur. Vorið
1965 var enn tekið til við að bora í
Borgarmýrum Sjárvarborgarmegin.
Snúningsbor17 af gerðinni Mayhew18
1000 frá Jarðborunum ríkisins, var
fenginn norður til þess að bora holuna
BM-09. Hætt var á 378,5 m dýpi
þann 3. júlí 1965.19 BM-09 gaf 15
sekúndulítra til viðbótar í sjálfrennsli.
Borstjóri á Mayhew-bornum á þessum
árum var Þórir Sveinbjörnsson frá
Lyngási í Holtum. Fleiri vinnsluholur
hafa ekki verið boraðar í Borgar-
mýrum Sjávarborgarmegin.
Jón hafði lengi haft grun um, að
heitt vatn væri einnig finna í þeim
hluta Borgarmýra, sem Sauðárkrókur
á. Hann var ekki einn um þá skoðun,
Jón deildi henni með sérfræðingum
Jarðhitadeildar og reyndum bormönn-
um Jarðborana ríkisins.
Fyrsta vinnsluholan í landi bæjarins
í Borgarmýrum er BM-10, og er hún
577,7 m djúp. Holan var einnig boruð
með Mayhew-bornum, en í þremur
áföngum. Byrjað var að bora í júlí
1965, en síðan var gert langt hlé vegn a
annarra verkefna, sem biðu borsins.
Öðrum áfanga lauk 5. mars 1966 á
489 m dýpi. Þórir Sveinbjörnsson var
borstjóri í fyrsta og öðrum áfanga.
Holan gaf ekki eins mikið vatn og
búist hafði verið við, aðeins 10 sek-
úndulítra. Í febrúar og mars 1972 var
Mayhew-borinn fluttur á holuna í
þriðj a sinn og ekki hætt að bora fyrr
en borkrónan hafði skorið stóra vatns-
æð. Árni Guðmundsson frá Arnarbæli
í Grímsnesi var þá orðinn borstjóri á
Mayhew.20
BM-11 er 554,3 m djúp og gefur 18
lítra á sekúndu. Hún var boruð í ein-
um áfanga í janúar og febrúar 1972
með Mayhew-bornum. Árni Guð-
mundsson var borstjóri.21
40
17 Á þessum tíma hafði tækninni fleygt svo fram hér á landi, að ekki var reynt að bora með högg-
bor, væri hægt að koma snúningsbor við. Hins vegar höfðu höggborar tekið við því hlutverki
að bora efstu metrana í flestum heitavatnsholum fyrir hitaveitur, og í gufuholum á háhita-
svæðum. Einnig stóðu þeir alltaf fyrir sínu við kaldavatnsborun. Dýpsta höggborshola hér á
landi er 302 m djúp hola í Kollafirði, sem var boruð með Höggbor 3 á árunum 1955 til 1956.
Með höggbor Jóns var borað mest niður á 158 m dýpi.
18 Tveir litlir snúningsborar, Franks og Mayhew 1000, voru tiltækir hjá Jarðborunum ríkisins frá
1960. Einnig voru þá stóru snúningsborarnir, Gufuborinn, Norðurborinn og/eða Norðurlands-
borinn, til reiðu, en aðeins vel stæð sveitarfélög eða ríkið sjálft tók þá í vinnu. Tveir jarðborar,
báðir byggðir á stóra borbíla, voru keyptir til landsins frá Tulsa í Oklahoma, fyrst Glaumur
(Wabco 2000 CF), sem byrjað var að nota vorið 1971, og síðan Narfi (Failing 3000 CF) sumarið
1976.
19 Engin yfirborðsfóðring var, en vinnslufóðringin er 8⅝" sver og nær niður á 25,3 m. Þaðan og í
botn var borað með 4¾" borkrónu. Lausu 114,3 mm fóðurröri var komið fyrir frá yfirborði og
niður á 181,9 m. Haustið 1984 var holan dýpkuð með Mayhew-bornum niður í 384 m.
20 Vinnslufóðringin er 8⅝" sver og nær niður á 24 m dýpi. Þvermál holunnar fyrir neðan fóður-
rörsendann er 5⅛" niður á 421 m, en 4¾" þaðan og í botn.
21 Yfirborðsfóðringin er 10¾" sver og nær 6,5 m niður. Vinnslufóðringin er 8⅝" sver og nær
niður á 33,3 m dýpi. Þvermál fyrir neðan fóðringu er 5⅛" frá fóðurrörsenda niður á 508 m, en
er 4¾" þaðan og í botn.