Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 108
108
SKAGFIRÐINGABÓK
en lítið í Hólahreppi. Hann hafði
mikinn áhuga á fornfræði og byggða
safnsmálum og vann mikið að söfnun
muna fyrir byggðasafnið.
Sigurveig Friðriksdóttir móðir mín
ólst upp á Reykjum í Hjaltadal og fór
ekkert að heiman annað en það, að hún
var einn eða tvo vetur í Reykjavík í
kvennaskóla hjá Hólmfríði Árnadótt
ur. Mamma var aldrei í vinnumennsku,
en hún kenndi eitthvað, e.t.v. í Hóla
hreppi. Hún gaf sig ekkert að félags
málum. Var á Reykjum, er þau pabbi
kynntust.
Mamma var með mígreni allt frá
bernsku og losnaði aldrei við það alla
sína ævi. Hún fékk stundum slæmar
kviður. Hún var mikið lesin og minn
ug, kunni ógrynni af kveðskap og gat
vel ort. Það var mesta furða hvað þetta
fátæktarbasl fyrstu árin fékk ekki
meir a á hana en raun bar vitni.
Amma mín, Una Sigurðardóttir
Una amma var 17 ára, er hún kom í
Reyki, fædd 1865. Það var held ég
1882, sama árið og Hólaskóli var
endur reistur. Friðrik afi var ennþá
frískur er mamma fæddist 1896. Þá
voru þau búin að vera saman á
Reykjum í fjórtán ár. Svo fékk hann
lömunarveiki og lamaðist fyrir neðan
mitti. Hann var eftir það að reyna að
gera eitthvað í höndum, einkum leð
urvinnu, gjarðir og beisli. Hann var
frískur að öðru leyti.
Þeir Reykjabræður, Ástvaldur, Bjarn i
(HestaBjarni) og Friðrik, áttu allir
jafnan hlut í jörðinni. Auðvitað hefði
mamma átt að erfa hlut pabba síns í
jörðinni en það varð nú ekki. Þau
mættu mótspyrnu frá Herdísi Bjarna
dóttur og jóhannesi Þorfinnssyni, for
eldrum Friðriks. Svo þegar hann var
lagstur í rúmið, þá sagði amma að sér
hefði verið gefið leyfi til að giftast
hon um. „En þá var nú komin kergja í
mig og mér fannst ég eins geta hjúkrað
honum ógift.“ Þetta varð hins vegar
til þess, að þeir gátu svipt mömmu
arfinum. „Munið þið nú eftir henni
Veigu,“ hafði amma sagt við þá Ást
vald og Bjarna er þeir fóru til að skipta
arfinum eftir jóhannes gamla. En þeir
gleymdu henni nú samt. Amma var
síðan áfram vinnukona á Reykjum hjá
Ástvaldi, og Búnaðarfélag Íslands
veitti henni einhvern tím ann vinnu
konuverðlaun, úr með lykli til að
trekkj a upp og langri silfurfesti. Úrið
fór síðar í safn Kristjáns Runólfssonar.
Amma var áfram á Reykjum eftir að
Friðrik dó 1909, og mamma var þar
einnig þegar þau pabbi kynntust. Una
var á Reykjum allt þar til pabbi og
mamma hófu sjálfstæðan búskap á
Kjarvalsstöðum árið 1919. Þá fór hún
til þeirra.
Úrið sem Una fékk frá Búnaðarfélagi
Íslands.
Ljósm.: Hjalti Pálsson.