Skagfirðingabók - 01.01.2012, Blaðsíða 159
159
hitt hversu listilega hann er viðgerður
og saman spengdur. Einhvern tíma á
meðan bollinn var meðal búsmuna á
Ystamói varð það óhapp að hann
brotn aði. Brotin voru 7, eða 8 ef eyrað
hefur farið af bollanum í sama sinn. Á
19. öld voru fallegir kaffibollar ekki í
hvers manns eigu og menn hentu ekki
leirtaui fyrr en í fulla hnefana. Árni á
Ystamói var hirðumaður, hann lét því
gera við bollann og til þess fékk hann
kunn áttumenn. Hann þurfti ekki
langt að leita. Kona hans, húsfreyjan á
Ystamói, var Valgerður Þorvaldsdótt
ir frá Dalabæ í Úlfsdölum (1826–
1907). Bróðir hennar var Páll Þor
valdsson bóndi þar. Þeir feðgar á
Dala bæ, Páll og Þorvaldur ríki (f. um
1799), voru handverksmenn góðir og
kunnu einkar vel til koparsmíði sagði
Erla móðursystir mín mér, en hún átti
kertastjaka úr eir sem smíðaður var á
Dalabæ. Þeir Dalabæjarfeðgar hafa
lík lega fengið bollabrotin í hendur til
viðgerðar og á þeirri viðgerð er enginn
viðvaningsbragur, enda dugir hún enn
í dag.
Fyrsta skrefið var að setja festingar
fyrir eirspangir í brotin. Til þess voru
hreinlega boruð göt í þau með grönn
um al. En áður en spangirnar voru
sett ar í var bollinn límdur saman með
lími sem vafalítið hefur verið gert úr
heimafengnu hráefni. Ég hef ekki látið
kanna hvers konar lím var notað í
þess u tilfelli, en líklega hefur það
verið gert úr einhverjum mjólkur
afurðum, t.d. broddi. Oft var reynt að
líma leirtau með slíku lími og eru um
það frásagnir í spurningaskrá þjóð
háttasafns Þjóðminjasafnsins. Lím
þess ara tíma var ekki sterkt og dugði
Fjórir ættliðir. Til vinstri
Valgerður Þorvaldsdóttir á
Ystamói (1826–1907), kona
Árna Þorleifssonar, til hægri
Valgerður Jónsdóttir frá
Haf steinsstöðum (1879–1968,
dóttir Steinunnar), fyrir miðju
Steinunn Árnadóttir á Hafsteins-
stöðum (1852–1933) með
(Jón) Steinar Bjarnason (17. des.
1905–17. júní 1997), sem var
sonur Valgerðar Jónsdóttur.
Myndin er að öllum líkindum
tekin við skírn Steinars.
KAFFIBOLLI ÁRNA Á YSTAMÓI