Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 10
„Ég tel að við kæmum sterkari út ef við gengjum ekki í gildruna og sprengdum þetta,“ sagði fulltrúi Pírata. Atli Þór Fanndal ritstjorn@frettatiminn.is Klofningur er innan þingflokks Pírata vegna stjórnarskrárnefndar forsætisráðherra. Píratar hafa, eins og aðrir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi, átt fulltrúa í stjórnarskrárnefnd forsætisráð­ herra sem skipuð var í lok árs árið 2013, eftir stjórnarskipti. Gríðarlegt púður fór í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á síðasta kjör­ tímabili. Almenningur var kallaður til þátttöku á Þjóðfundi, í stjórn­ ­lagaþingskosningum og þjóðar­ atkvæðagreiðslu. Þrátt fyrir það var endurskoðun færð úr því ferli inn í lokaða flokkspólitíska nefnd. Togstreita vegna stjórnarskrár Innan Pírata er deilt um þátttöku flokksins í nefndinni í ljósi skorts á gegnsæi í störfum nefndar­ innar. Birgitta Jónsdóttir, þing­ kona flokksins, sagði á félagsfundi flokksins snemma í janúar að hún væri afar ósátt við nefndina, drög að tillögum hennar og skort á upp­ lýsingum. Þau Helgi Hrafn Gunn­ arsson og Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmenn flokksins, eru hinsvegar þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að taka þátt í starfi nefndarinnar og reyna þannig að ná fram þeim lýðræðisumbótum sem þó standa til boða. Aðalheiður Ámundadóttir, lög­ fræðingur og starfsmaður þing­ flokksins, er fulltrúi Pírata í nefnd­ inni. Á félagsfundum um málið hefur hún talað fyrir því að stíga varlega til jarðar og varað Pírata við því að slíta sig úr starfi stjór­ nlaganefndar sökum óánægju. „Ég upplifi að menn vilji ólmir að aðrir sprengi og helst springi í loft upp sjálfir á meðan þeir eru að því,“ sagði Aðalheiður á félagsfundi Pírata 19. janúar síðastliðinn eftir að fundarstjóri óskaði hennar mats á starfi nefndarinnar. „Það verður enginn jafn glaður og forsætis­ ráðherra ef við kljúfum flokkinn í herðar niður,“ sagði Aðalheiður jafnframt. Allt eða ekkert Í stuttu máli snúast deilurnar innan flokksins um það hversu langt á að ganga til að miðla málum við stjórnarmeirihlutann varðandi breytingar á stjórnarskrá. Fyrir liggur tillaga stjórnlaganefndar um að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að nýsam­ þykkt lög verði borin undir þjóðina í almennri, leynilegri og bindandi atkvæðagreiðslu. „Kröfuna ber að leggja fyrir ráðherra innan fjögurra vikna frá birtingu laganna og skal atkvæðagreiðslan fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa liggur fyrir. Fjárlög, fjárauka­ lög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóð­ réttarskuldbindingum verða ekki borin undir þjóðina samkvæmt þessari málsgrein.“ Tillögudrögin ganga nokkuð skemur en stjórnar­ skrárdrög stjórnlaganefndar Alþingis sem kveður á um að 10 prósent kosningabærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Sé miðað við kjörskrá ársins 2013, þegar alþingiskosningar fóru síðast fram, er ljóst að um 36 þúsund kosningabærra manna þyrfti til þess að hægt yrði að boða atkvæða­ greiðslu um samþykkt lög, yrði tillaga stjórnarskrárnefndar for­ sætisráðherra að veruleika. Væri hins vegar stuðst við drög stjór­ nlaganefndar er lágmarkið tæplega 24 þúsund undirskriftir. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu, sem haldin var 20 október árið 2012, vegna fyr­ irhugaðra breytinga á stjórnarskrá, segir að styðjast skuli við tillögur Stjórnlagaráðs við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Leyndarhyggja og gildrur „Af hverju í ósköpunum erum við svona ó fokking­pírataleg?“ sagði Birgitta á félagsfundi Pírata um þátttöku flokksins í stjórnlaga­ nefnd. „Mér finnst við vera komin inn á mjög háskalegar slóðir, þegar við erum búin að taka þátt; ekki bara í eitt ár heldur tvö og hálft ár, í störfum nefndar þar sem ekkert gegnsæi ríkir. Þar sem við Píratar – hvort sem við erum þingmenn eða grasrótin – höfum ekki fengið að kynna okkur þessar tillögur almennilega.“ Í stuttu máli er vandamálið skortur á trausti til stjórnarskrár­ nefndar forsætisráðherra. Meðal fundargesta og félagsmanna Pírata er það rætt að tillögur stjórnar­ skrárnefndar séu í raun „gildra“ lögð fyrir Pírata. Sá armur flokksins sem vill ná fram einhverjum breyt­ ingum frekar en engum telur að stjórnarmeirihlutinn vilji sjá Pírata sprengja stjórnarskrárnefndina. „Ég tel að við kæmum sterkari út ef við gengjum ekki í gildruna og sprengdum þetta,“ sagði fulltrúi Pírata í stjórnarskrárnefndinni á félagsfundi. „Vegna þess að það er gildran.“ Undir þetta sjónarmið taka meðal annarra, Helgi Hrafn, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Erna Ýr Pétursdóttir sem sitja í framkvæmdaráði flokksins. Birgitta hefur verið talsvert gagn­ rýnni á störf nefndarinnar og hefur sagt að hún vilji helst að flokkurinn segi sig frá starfinu. „Mér finnst að við eigum að setja miklu meiri kröfur á þessa andskotans nefnd.“ Meðal þeirra sem tjáðu sig um stöðu mála er Margrét Tryggva­ dóttir, fyrrverandi þingkona fyrir Hreyfinguna, Hún sagðist hafa töluverðar áhyggjur af málinu, „Kannski ekki eins miklar og ég hefði ef ég hefði einhverja trú á að Alþingi myndi klára þetta,“ sagði Margrét. „Þetta mun ekki klárast þannig að þetta fari í forsetakosn­ ingarnar, þá mun þetta falla á þátttökuþröskuldi og þá segja allir óvinirnir, það er bara enginn áhugi á þessari stjórnarskrá. Fólkið vill engar breytingar á þessu. Þetta er nefnilega gildran.“ Margrét gaf til kynna að starf stjórnarskrárnefnd­ arinnar væri hannað til að enda á vegg. „Ég held að ef það ætti að gefa ykkur einhver ráð þá er það að það ætti bara að sprengja þetta upp og segja bara: hérna eru menn bara með útvatnaðar tillögur og þetta er ekki það sem lagt var af stað með. Þetta er ekki eitthvað sem við getum tekið þátt í.“ Aðalfundur Pírata samþykkti í ágústlok þá tillögu að Píratar vinni að því að tvö mál verði meginmál næsta kjörtímabils; stjórnarskrár­ málið og þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald umsóknarferlisins við Evrópusambandið. Þá vilja Píratar að kjörtímabilið verði stutt. Vaxtarverkir Píratar eru langstærsti flokkur landsins, miðað við skoðanakann­ anir. Það var í mars í fyrra sem flokkurinn mældist fyrst með mest fylgi allra flokka eða 27 prósent. Í nýrri könnun MMR, sem birt var í vikunni, mælist fylgi flokksins tæplega 35 prósent. Fylgi flokksins er því fimmtán prósentustigum meira en fylgi Sjálf­ stæðisflokksins sem mælist næst stærstur með rúm tuttugu prósent. Farið er að bera á vaxtarverkjum innan flokksins. Í mótun er efna­ hagsstefna, auk þess sem aðferðir við prófkjör, val á lista og fram­ boðsmál eru komin á dagskrá. Innan Pírata virðist nokkur meðvit­ und um það hve viðkvæmar slíkar ákvarðanir eru fyrir stjórnmálaafl í mótun og hefur verið um nokkurn tíma. Í maí síðastliðinn var blásið til þess sem kallað er Pírataskól­ inn. Til umræðu var hvort Píratar teljist hægri eða til vinstri. Frum­ mælandi var Svanur Kristjánsson, stjórnmálaprófessor við HÍ og yfir­ lýstur stuðningsmaður flokksins, sem taldi flokkinn fyrst og fremst lýðræðis­ og umbótaflokk. Á fund­ inum sagðist Svanur hafa meiri áhyggjur af því hvernig tækist til að raða á lista heldur en hvað flokk­ urinn myndi gera ef hann kæmist til valda. Svanur sagði Pírata hafa alla burði til að halda sínum vin­ sældum í gegnum kosningar en að hættan sé að flokknum takist ekki að stilla upp frambærilegum lista. „Ef Píratar stilla þannig upp og eru bara með karla í öllum sætum þá vinna þeir ekki,“ sagði Svanur. „Hvers vegna haldið þið að verka­ lýðshreyfingin sé svona veik? Kon­ ur voru bara ekki með.“ Hann sagði flokkinn fyrst og fremst standa fyrir að koma á vestrænu lýðræði hér á landi. „Hann er lýðræðis­ og réttarfarsflokkur.“ Hrunið afleiðing af sósíalisma Femínismi, efnahagsmál og starfs­ mannahald er meðal þeirra mála eru líkleg til að valda titringi innan flokksins. Píratar reka öflugan vettvang skoðanaskipta á eigin vef auk þess að reka Pírataspjallið og sérhópa um ýmis mál á Facebook. Undanfarið hefur hópur Píratafem­ ínista logað af illdeilum en umdeilt er innan flokksins hvort að hann sé femíniskur. Á fundi um próf­ kjör og framboðsmál sem haldinn var síðastliðinn miðvikudag kom fram að talsverð andstaða væri við kynjuðum fléttulistum innan flokksins. Þá hefur formaður fram­ kvæmdaráðs flokksins vakið athygli fyrir túlkun sína á efnahagskreppu ársins 2008 sem hún telur vera afleiðingu af „stækum sósíalisma.“ Nokkur óánægja er innan Pírata með framgöngu hennar og nýfrjáls­ hyggjuáróður. Hún á þó talsvert dyggan hóp stuðningsmanna innan flokksins. Mikill stuðningur en fáir virkir Fram kom á fundi um prófkjör og framboðsmál að um 2000 manns eru formlega skráðir í Pírata en að aðeins um 200 séu skráðir í kosn­ ingakerfi flokksins á netinu. Form­ leg stefnumótun fer fram innan kerfisins og því vekur athygli hve fáir eru virkir í kerfinu. Fjölmenn­ asta málefnakosningin er sam­ kvæmt upplýsingum á sama fundi kosning um stjórnarskrármálið þar sem 160 atkvæði voru greidd. Á Pírataspjallinu, óformlegum vett­ vangi skoðanaskipta á Facebook, eru hins vegar um 5600 meðlimir. Þá mælist flokkurinn langsamlega stærstur í skoðanakönnunum. Það virðist þó illa skila sér í virkni. Í flokknum eru nú til umræðu reglur til vinna gegn smölun og prófkjör­ sdeilum. Í dag geta aðeins þeir sem verið hafa í flokknum í 30 daga eða lengur tekið þátt í prófkjöri. Til umræðu eru aðrir varnaglar, til að mynda atvinnuviðtal og vottunar­ ferli fyrir frambjóðendur en óljóst er hvort slíkar hugmyndir njóti stuðnings innan flokksins. Mér finnst við vera komin inn á mjög háskalegar slóðir, þegar við erum búin að taka þátt; ekki bara í eitt ár heldur tvö og hálft ár, í störfum nefndar þar sem ekkert gegnsæi ríkir. Birgitta Jónsdóttir Fréttaskýring Píratar deila hart um þátttöku í stjórnarskrárnefndinni Enginn jafn glaður og forsætis- ráðherra ef við kljúfum flokkinn Birgitta Jónsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson. 10 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.