Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 12

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 12
„Mér finnst hræðilegt hvernig fjórða valdið hefur misnotað sína aðstöðu til þess hreinlega að taka mann af lífi 16 árum eftir að hann var réttilega dæmdur og hefur lokið sinni afplánun.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Það að Lögmannafélag Íslands skuli setja sig á móti því að Atli Helgason fái sín réttindi aftur er með ólíkindum enda hafa þeir enga heimild fyrir því í lögum þar sem ekki var um að ræða brot í starfi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. „Ég fordæmi afskipta- semi og í raun frekju Lögmanna- félagsins í þessu máli og ég er þess fullviss að hjá þeim snýst þetta mál um pyngjuna hjá fámennum hópi lögfræðinga, sem og fordóma, frekar en siðferði eða lög,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi bendir á að uppreist æru sé forsenda þess að einstaklingur sem afplánað hefur dóm geti tekist á við lífið aftur. Atli sé einn af stofnendum Afstöðu og fyrrum formaður. Hann hafi unnið mjög óeigingjarnt starf fyrir fjölda einstaklinga, bæði á meðan afplán- un stendur sem og eftir afplánun. Hann segir að kannanir í löndum sem við berum okkur gjarnan saman við hafi sýnt að mikill meirihluti almennings vilji að dómar séu ekki hefnd sam- félagsins, heldur tæki til að beina dómþolum á rétta braut. „Þetta mál er auðvitað mjög sorglegt, sem fjölskyldur bæði brotaþola sem dómþola þurfa að bera. Ég get fullyrt það að Atli hef- ur iðrast fyrir sitt brot á svo marg- an hátt og það er margt sem gerir málið mjög flókið og erfitt sem ekki er hægt að rekja í fjölmiðlum. Það er ekki eðlilegt að fólk iðrist í fjölmiðlum og mér finnst hræðilegt hvernig fjórða valdið hefur mis- notað sína aðstöðu til þess hrein- lega að taka mann af lífi 16 árum eftir að hann var réttilega dæmdur og hefur lokið sinni afplánun.“ Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hjólað í Víetnam & Kambódíu Fararstjóri: Þórður Höskuldsson Komdu með í ógleymanlega hjólaferð um þessi töfrandi Asíulönd. Við hjólum m.a. á milli helstu kennileita Hanoi í Víetnam, skoðum minjar Angkor Wat í Kambódíu og siglum á Tonle Sap vatninu. Í ferðinni kynnumst við einstöku landslagi, iðandi mannlífi og ólíkum menningarheimum. Ævintýraleg ferð fyrir allt hresst hjólafólk! Allir velkomnir á kynningarfund 26. janúar kl. 18:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. spör eh f. 29. okt. - 11. nóv. Uppreist æru Segir Atla hafa víst iðrast á svo margan hátt Gunnar Bragi segir að ef landamærin hrynja verði það til óhagræðis fyrir alla. Forseti Evrópuráðsins segir að ESB hafi tvo mánuði til að ná tökum á f lóttamannavandanum, annars hrynji Schengen samstarfið, sem gerir íbúum 26 landa í Evrópu kleift að ferðast yfir landamæri hvers annars, án þess að framvísa vegabréfi eða persónuskilríkjum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra segir þetta mikið áhyggju- efni: „Það er vont mál ef Schengen fer til fjandans. Það er alveg ljóst að allir sem fara út fyrir landsteinana myndu finna mikið fyrir því.“ Ertu bjartsýnn á að það takist að leysa flóttamannamálið fyrir þann tíma eða er þetta fyrirfram tapað spil? „Ég hef efasemdir að þessi tími dugi vegna þess hve hægt hlutirn- ir gerast í Brussel. Auðvitað vonar maður samt sannarlega að þarna finnist lausn þó það taki eitthvað lengri tíma en Tusk talar um.“ Ekkert lát er á straumi flótta- manna til Evrópu frá Miðaustur- löndum og Norður-Afríku og hann heldur enn áfram að aukast. Fjöldi flóttamanna sem kom til álfunnar á fyrstu tíu dögum ársins er þrisv- ar sinnum meiri en á sama tíma í fyrra. 49 hafa týnst eða látið lífið eftir að hafa reynt að komast yfir landamærin. Meira en ein milljón flóttamanna kom til landa ESB í fyrra, flestir frá Sýrlandi þar sem borgarastyrjöld hefur grandað 250 þúsund manns og hrakið tólf milljónir frá heim- kynnum sínum. | þká „Það er verið að taka mann af lífi sem hefur afplánað 16 ára dóm“ Ég get fullyrt það að Atli hefur iðrast fyrir sitt brot á svo marg­ an hátt og það er margt sem gerir málið mjög flókið og erfitt. Schengen ESB hefur tvo mánuði til að bjarga samstarfinu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Gunnar Bragi segir vont ef Schengen fer til fjandans Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. 12 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.