Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 14
• R-Line ytra útlit og 18” álfelgur
• Litað gler
• Alcantara áklæði
• Webasto bílahitari með fjarstýringu
• Hraðastillir
• Bluetooth fyrir farsíma og tónlist
• Climatronic - 3ja svæða loftkæling
• Bílastæðaaðstoð
• Aðfellanlegt dráttarbeisli
• Bakkmyndavél
• Leiðsögukerfi fyrir Ísland
• Panorama sólþak
Staðalbúnaður í Tiguan R-Line 4Motion 2.0 TDI dísil, fjórhjóladrifnum og sjálfskiptum
Er ekki kominn
tími á Tiguan?
VW Tiguan R-Line er vel útbúinn með öllu því helsta sem gerir bíl að sportjeppa.
Taktu skrefið til fulls og fáðu þér Tiguan. Góða skemmtun!
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirðiwww.volkswagen.is
5.990.000
kr.
Sjálfskiptur
og fjórhjóla
drifinn
Tiguan R-Li
ne:
Danskir kratar reyna að
endurreisa fylgið með
„vinsælli innflytjendastefnu“.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Frumvarp um hælisleitendur sem
gerir dönskum stjórnvöldum kleift
að taka verðmæti af flóttamönn-
um, þegar þeir koma inn í landið
hefur öruggan meirihluta í danska
þinginu eftir að jafnaðarmenn lýstu
stuðningi við það. Árni Páll Árna-
son, formaður Samfylkingarinnar,
segir þetta býsna langt gengið. Sjálf-
ur myndi hann aldrei leggja neitt
slíkt til.
Frumvarpið er afar umdeilt og
hefur valdið talsverðum titringi í
dönskum stjórnmálum en þó meiri
í nágrannalöndunum. Þá hafa Sam-
einuðu þjóðirnar einnig gagnrýnt
frumvarpið og sagði að það kunni
að auka andúð á útlendingum.
Margir hafa lýst því að það veki upp
hugrenningatengsl við Þýskaland
nasismans. „Já, auðvitað koma slík
hugrenningatengsl upp,“ segir Árni
Páll: „En ég skil líka þá grundvall-
arafstöðu jafnaðarmanna að hver
og einn, þiggi og leggi að mörkum
eftir getu. Þá hafa þeir sagt að frum-
varpið hefði orðið grimmilegra og
harkalegra ef þeir hefðu ekki verið
með á því. Mér finnst slíkar hug-
myndir hinsvegar ekki réttlætan-
legar við þær aðstæður sem eru
uppi í heiminum, þar sem aðgerðir
af þessum toga draga upp þá mynd
af flóttafólki að það sé almennt vel
stöndugt en vilji hafa gott af kerfinu
á Vesturlöndum.“
Danskir jafnaðarmenn hafa tap-
að fimm kosningum í röð og rekja
það til innflytjendamála en Danski
þjóðarflokkurinn, sem á núna ráð-
herra innflytjendamála, hefur náð
dagskrárvaldinu í málaflokknum.
Ósigur Helle Thorning Schmidt er
þannig rakinn til innflytjendmála
en Mette Frederiksen, nýr formað-
ur jafnaðarmanna, hefur tekið aðra
stefnu og uppskorið betra gengi í
skoðanakönnunum.
Kalt stríð
Meðan ekki sér fyrir endann á
straumi f lóttamanna til Norður-
landa ríkir kalt stríð milli Dana og
Svía, sem eru mjög ósammála um
hvernig eigi að nálgast málið. Þeir
Flóttamenn Danskir kratar styðja umdeilt frumvarp um innflytjendur við litla hrifningu
Árni Páll: Ég hefði ekki lagt þetta til
Hælisleitendur á Íslandi
Samkvæmt íslenskum útlendinga-
lögum er heimilt að krefja hælis-
leitanda um að standa straum af
kostnaði við dvöl hans í landinu ef
hann hefur efni á því. Ákvæðinu
hefur aldrei verið beitt. Samkvæmt
Útlendingastofnun er þó nokkuð
um að hælisleitendur afþakki
stuðning, til að mynda hvað varðar
húsnæði. Þannig hafa níu hælis-
leitendur afþakkað húsnæðisstuðn-
ing frá mánaðamótum en þegið
aðra þjónustu sem þeim stendur
til boða. Alls hafa þrjátíu sótt um
hæli það sem af er janúar en þeir
voru fimmtán alls í janúar í fyrra.
Nýr for-
maður jafn-
aðarmanna,
hefur tekið
aðra stefnu
og upp-
skorið betra
gengi í skoð-
anakönn-
unum.
sem búa í Kaupmannahöfn og starfa
í Malmö eða öfugt, eru nú helmingi
lengur til vinnu en annars, eftir að
Svíar tóku upp vegabréfaeftirlit á
Eyrarsundsbrúnni. Það gerðu þeir í
kjölfar þess að Danir hleyptu flótta-
fólki óhindrað áfram til Svíþjóðar
þótt landið væri að sligast undan
þunganum. Danir hafa tekið við
tuttugu þúsund flóttamönnum, en
Finnar og Norðmenn hafa tekið við
þrjátíu þúsund flóttamönnum. Svíar
hafa hinsvegar tekið við 160 þúsund
og landið löngu komið yfir þolmörk.
Danir brugðust við aðgerð Svía
með því að loka landamærunum að
Þýskalandi og taka upp vegabréfa-
eftirlit. Samkvæmt dagskrá danska
þingsins verða greidd atkvæði um
frumvarpið í næstu viku en það hef-
ur síður en svo bætt andrúmsloftið
milli þjóðanna.
47%
16%
Hinir ríku verða ríkari en millistéttin blankari
Ráðstöfunartekjur eins prósents
hinna tekjuhæstu hafa hækkað um
47% frá 1997 en ráðstöfunartekjur
fólks með miðlungstekjur um 16%.
Byggt á upplýsingum frá Hagstofunni úr skattframtölum á árunum 1997 til 2014. Borin er saman staða eins prósents hinna tekjuhæstu og fólks sem er í þremur tekjutíundum í kringum miðjuna (40, 50 og 60 prósent).
Hækkun
558 þús.
1.195
1997
1.754
2014
Þeir tekjuhæstu
Hver einstaklingur innan eins prósentsins fékk því sömu hækkun og þrettán einstaklingar með miðlungstekjur.
Hækkun
44 þús.
275
1997
319
2014
Miðlungstekjuhópur Þeir tekjuhæstu Miðlungstekjuhópur
Hækkun eiginfjáR
72%
Lækkun eiginfjáR
26%
Frá 1997
Til 2014
Frá 1997
Til 2014
-gse
14 | FréTTaTíminn | Helgin 22. jAnÚAr–24. jAnÚAr 2016