Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 17
Framtíðin er
full af möguleikum
Öllum þykir gaman að velta fyrir sér hvað
framtíðin muni færa þeim af spennandi
viðfangsefnum og áskorunum.
Okkar hlutverk er að auðvelda þér að
leggja grunn að farsælli framtíð með
traustri fjármálaráðgjöf.
Kynntu þér það sem við höfum að bjóða
á arionbanki.is eða komdu við hjá okkur til að
ræða þína framtíð.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
5
-1
8
5
6
strax í kjölfar stríðsins sem þó
hafi mátt sín lítils og á endanum
lognast út af, önnur hafi vaxið í
andstöðu við skattheimtu á sjötta
og sjöunda áratugnum, einkum í
Frakklandi og loks slíkar viðlíka
út um álfuna á níunda áratugnum.
Af líffræðilegum rasisma tók við
það sem kalla má menningarlegan
rasisma, sem felst í þeirri trú að til
séu æðri og þá óæðri menningar-
heildir. Popúlistar telja þá oft eigin
menningu öðrum fremri.
Sjálfur tel ég aðra þriggja tíma-
bila skiptingu frá stríðslokum
skýra uppgang þjóðernissinn-
aðra hægri hreyfinga enn betur.
Samkvæmt henni urðu allar þrjár
bylgjurnar í kjölfar einhvers-
konar áfallakrísu og hver hafði
sín einkenni. Mikilvægast er þó
að hver var þeirri fyrri sterkari.
Með öðrum orðum þá hafa þær
magnast eftir því sem lengra líður
frá lokum stríðsins.
Ég held því fram að fyrsta raun-
verulega þjóðernisbylgjan í kjölfar
seinna stríðs hafi ekki farið á flug
fyrr en í kjölfar olíukreppunnar
á fyrri hluta áttunda áratugarins
þegar fylkingar í Evrópu fóru að
setja sig upp á móti innflytjendum
sem þá voru komnir til álfunnar,
að önnur bylgjan hafi birst í snoð-
inkollahreyfingum um og eftir fall
Berlínarmúrsins og að sú þriðja
hafi svo risið í kjölfar fjármála-
krísunnar sem hófst á seinni hluta
fyrsta áratugs nýrrar þúsaldar.
Sú fyrsta
Í kjölfar þeirra þjóðfélagsbreytinga
sem urðu í Evrópu eftir stríð fóru
flest Evrópuríki upp úr sjöunda
áratugnum að reka virka samlög-
unarstefnu í anda fjölmenningar.
Stefnunni var ætlað að vernda
minnihlutahópa sem til álfunnar
voru komnir og vinna gegn for-
dómum auk þess sem fjölbreytnin
var álitin æskileg í sjálfu sér. Enda
hörmungar þjóðernishyggjunnar
fólki enn í fersku minni – öfugt við
okkar tíð þegar farið er að fenna
yfir söguna.
Fyrstu flokkarnir til þess að
setja sig upp á móti þeirri þróun
komu fram í kjölfar olíukreppunn-
ar sem skall á af fullum þunga árið
1972. Á meðan Jean Marie le Pen
var að smíða Þjóðarfylkinguna í
Frakklandi, einkum í andstöðu
við innflytjendur og fjölmenningu,
var annars konar popúlismi að
bruggast í Skandínavíu. Framfara-
flokkar þeirra Mogens Glistrup í
Danmörku og Carl I Hagen í Noregi
voru reyndar upphaflega stofn-
aðir í andstöðu við skattheimtu en
snéru sér fljótt upp í mótstöðu við
innflytjendur þar sem kjörlendur
voru gjöfulli. Þetta voru einskonar
frjálshyggjuflokkar sem lögðust
gegn fjáraustri í innflytjendur á
kostnað hins venjulega manns.
Börðust fyrir niðurskurði á opin-
berri þjónustu og uppbroti á svik-
ulu samráðskerfi sósíaldemókrata
og ríkisvaldsins sem þeir kölluðu
svo. Popúlisminn fólst einkum
í að ala á grímulausri leiðtoga-
dýrkun og svo því að þykjast þess
umkomnir að tala fyrir hönd hins
almenna manns gegn elítunni,
sem samkvæmt þeirra skilgrein-
ingu voru einkum sósíaldemókrat-
ar. Eins og ég ræddi hér í síðustu
grein náði skattalögfræðingurinn
Mogens Glistrup strax árið 1973
sextán prósent atkvæða og síðan
hafa þjóðernispopúlistar eiginlega
bara vaxið í Danmörku.
Í Noregi var fyrsta útgáfan
raunar kallað Framboð Anders
Lange um afgerandi niðurskurð á
sköttum og gjöldum. Báðir héldu
því fram að skattaundaskot ættu
að vera refsilaus en Glistrup end-
aði einmitt í fangelsi fyrir akkúrat
það.
Rætur fyrstu bylgju þess þjóð-
ernispopúlsima sem hér er til
umfjöllunar lágu í andstöðu við
innflytjendur. Þegar hjaðna tók á
atvinnumarkaði í kjölfar olíukrís-
unnar harðnaði áreksturinn á
milli innflytjenda og innfæddra.
Eftir sat fjöldi aðkomumanna sem
ekki aðeins keppti við innfædda
um vinnuna heldur hlóð niður
börnum í meira mæli en þekktist
meðal jafnvel frjósömustu Evrópu-
manna.
Fátt hafði verið gert til að laga
innflytjendur að öðrum siðum í
nýjum heimkynnum í Evrópu.
Og þar sem litið var á innflytj-
endur sem vinnuafl en ekki fólk
af holdi og blóði var lítið gert til
að undirbúa þá sem fyrir voru
undir það, að fjölmenningarlegt
samfélag hafði þá þegar tekið
við af hinu gamla einþjóðarsam-
félagi. Hvort svo sem mönnum
líkaði það nú betur eða verr.
Víða urðu til svo gott sem hrein-
ræktuð innflytjendagettó. Inn-
flytjendur fluttu í ódýrustu
Nýnasistaflokkurinn Gyllt dögun í
Grikklandi: Á meðal þeirra flokka
sem ruku fram á öldu þriðju
bylgju þjóðernispopúlisma sem
reis í kjölfar fjármálarkrísunnar
árið 2008 var nýnasistaflokkurinn
Gyllt dögun í Grikklandi. Grikk-
land er raunar sérdeilis áhuga-
vert dæmi því þar náðu vinstri
popúlistar jafnvel enn meiri
árangri, eins og sumstaðar hefur
orðið í Suður-Ameríku, svo sem
í Venesúela og í Bólivíu. Gríski
flokkurinn Syriza er popúlískur
að því leyti að leiðtogar hans
þykjast þess umkomnir að tala
fyrir hönd þeirra undirsettu á
meðan hægri popúlistar eru alltaf
talsmenn hins almenna manns
gagnvart elítunni.
|17fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016