Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 18
„Ég vildi eiga þau fyrir nágranna“ Fimmtudaginn 28. janúar mun Páll Biering dósent í geðhjúkrun kynna verkefni si á Grikklandi í lok síðasta árs. Þar starfaði hann í flóamannabúðum norska Rauða krossins í Idomeni, smábæ við landamæri Makedóníu og veii flóafólki sálfélagslegan stuðning og þjálfaði sjál…oðaliða gríska Rauða krossins. Sálfélagslegur stuðningur við fló afólk á Grikklandi Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9 kl. 8.30-9.30 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 02 25 Þótt Þjóðernispopúlismi sé orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórn málum getur reynst örðugt að skilgreina fyrirbærið. Hreyf­ ingarnar eru enda alls konar, byggja gjarnan á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Að sumu leyti er popúlismi jafn­ vel frekar aðferð við að stunda stjórnmál, leið til þess að fá fólk til fylgilags við tiltekinn flokk eða málefni. Þó er hægt að tína til tíu einkenni sem sammerkt auðkenna flestar hreyfingar þjóðernis­ popúlista í Evrópu nú um stundir. Augljósast af öllu er það, að þjóðernispopúlistar berjast gegn fjölmenningu og vilja stöðva eða allavega takmarka verulega straum innflytjenda. Í öðru lagi hrífast þeir af sterku yfirvaldi fremur en miklu dreif­ ræði og upphefja gjarnan hinn sterka leiðtoga – sem oft er álitinn eiga í sérstökum tengslum við almenning, að hann skynji betur en aðrir aðstæður, þrár og langanir hins almenna manns, nokkuð sem elítan sé dottin úr tengslum við. Í þriðja lagi færa popúlistar gjarnan fram einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum. Í fjórða lagi fylgir popúlisma oft siðaboðskapur fremur en praktísk nálgun. Þeir kippa sér líka minna en margir aðrir upp við mótsagnir, svo sem þá að lækka skatta en snarauka um leið velferðarþjón­ ustuna. Ætla þess heldur að vera öllum allt. Í fimmta lagi er þjóðernispopúlismi yfirleitt útilokandi. Greint er á milli okkar sem tilheyrum samfélaginu og hinna sem standa, eða ættu að standa, fyrir utan hinn skilgreinda hóp. Hverjir þessir hinir eru geta til að mynda verið innflytjendur, hælisleitendur, þjóðernisminnihluti, trúarminnihluti og jafnvel stjórnmálaelítan. Í umræðunni eru þessir hinir – hverjir svo sem þeir eru hverju sinni – gjarnan gerðir að óvinum sem ógni okkur, einkennum okkar og menningu eða misnoti okkur svo sem með aðgangi að velferðarkerfi okkar. Í sjötta lagi búa popúlistar gjarnan til elítu úr andstæðingum sínum sem þeir síðan snúast gegn. Þetta gera þeir oft jafnvel þótt þeir sjálfir komi úr ríkmannlegri uppruna en hin tilbúna elíta. Popúl­ istar telja sig tala í nafni fólksins, almennings. Greina gjarnan á milli heiðarlegs almennings og spilltrar elítu. Í sjöunda lagi segjast þeir oft í orði kveðnu vera frjálslyndir en reynast þó yfirleitt aðhyllast verndarstefnu, til að mynda í milli­ ríkjaviðskiptum – sér í lagi með landbúnaðarvörur. Þeir notfæra sér gjarnan áföll á borð við efnahagskrísur til að koma verndarstefnu sinni í framkvæmd. Í áttunda lagi höfða þeir gjarnan fremur til tilfinninga heldur en kaldrar rökhyggju. Þekkja oftast það – sem til að mynda kom fram í rannsókn bandaríska félagssálfræðingsins Drew Weston – að þegar tilfinningar takast á við kalda staðreyndarökhyggju í stjórnmálaum­ ræðum þá vinna þeir yfirleitt umræðuna sem beita fyrir sig tilfinn­ ingarökum. Í níunda lagi eru popúlistar oft refsiglaðir í glæpamálum og vilja fremur auka við löggæslu og viðurlög. Að lokum er popúlistum í Evrópu yfirleitt uppsigað við Evrópusam­ bandið. Sumir vilja brjóta það upp á meðan aðrir vilja aðeins vinda ofan af Evrópusamrunanum. Skilgreiningin gæti því samandregin verið einhvern vegin svona: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar inn­ lendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenn­ ingu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. hverfin og þegar hlutfall þeirra var orðið of hátt að mati þeirra sem fyrir voru flúðu þeir innfæddu úr hverfunum, það er að segja sá hluti sem hafði á því ráð. Og svo, þegar hefðbundin borgarhverfi breyttust með þessum hætti í nær hreinræktuð innflytjendahverfi, virtust borgaryfirvöld víða missa áhugann á að halda þeim við. Þar með urðu til gettó. Samgangur innflytjenda og innfæddra var af þessum sökum víða lítill. Skortur á aðlögun sem birtist í hálfgildings aðskilnaðarstefnu milli menn- ingarhópa leiddi svo af sér gagn- kvæma tortryggni sem aftur leiddi til aukinna árekstra og átaka. Smám saman fóru fasískar hug- myndir sem kraumað hafa í huga margra Evrópubúa að fljóta aftur upp á yfirborð stjórnmálanna. Við þessar aðstæður varð vita- skuld stutt í að óprúttnir stjór- nmálamenn færu að ala á ótta í garð útlendinga; sögðu fjölmenn- ingu ógna vestrænni menningu sem bæri höfuð og herðar yfir aðra menningarheima, suma hverja æði framandi sem opni jafnvel fyr- ir pyntingar, þrælahald, kvenna- kúgun, hommahatur, gengjavæð- ingu og misþyrmingu á kynfærum kvenna – líkt og hollenski heim- spekingurinn Paul Cliteur orðaði það. Hér er kominn sá menningar- legi rasismi sem aðgreinir þjóðern- ispopúlista nútímans frá fasistum fyrri tíðar. Önnur bylgjan Næsta bylgjan í framgangi hægri sinnaðra þjóðernispopúlista í Evrópu náði hámarki við fall Berlínarmúrsins og í aðdraganda stækkunar Evrópusambandsins. Þá fóru á flug hreyfingar á borð við Frelsisflokk Jörg Haider í Austur- ríki, Flæmska blokkin í Belgíu, Alþýðuflokkur Sviss og Norður- bandalagið á Ítalíu, svo nokkrir flokkar séu nefndir. Hér má líka nefna Frelsisflokk Geert Wilders í Hollandi sem tók við af lista Pim Fortyn en sérstaða þeirra hol- lensku var að segjast málsvarar hins niðurlenska frjálslyndis, gegn umburðarleysi múslima. Svo virtist hins vegar sem frjálslyndið afmarkaðist þá aðeins við það sem þegar væri viðurkennt innan- lands og einkenndi núorðið Hol- land, semsé hvað varðaði kynlíf og vímuefni, en takmarkaðist við viðhorf annarra menningarheilda sem féllu utan við hið skilgreinda frjálslyndi. Annars var þetta líka tími her- skárra snoðinkolla, svo sem í Bretlandi, Þýskalandi og út um Skandínavíu, marserandi í her- mannaklossum, æpandi nasísk heróp og skartandi fasískum táknmyndum, svo sem svastíku, tattúum og Þórshamri. Önnur bylgjan reis semsé að hluta til í andstöðu við austurstækkun Evr- ópusambandsins. En þeim megin komu einnig fram margar mjög svo ofbeldisfullar hreyfingar, svo sem á borð við Jobbik-hreyfinguna fyrrnefndu í Ungverjalandi. Sumir flokkanna sem komu fram á þessum tíma voru bara bulluflokkar – hoolíganar, eins og til að mynda Breski þjóðarflokk- urinn. Þessir flokkar fengu ekki inni í almennri umræðu og lifðu á jaðrinum og höguðu sér sem slíkir. Það breyttist ekki fyrr en með þriðju kynslóðinni. Á þessum tíma varð líka afger- andi umbreyting á popúlistaflokk- um Skandínavíu. Pía Kærsgaard, sem hafði verið næstráðandi hjá Mogens Glistrup, fór fyrir Danska þjóðarflokknum sem sagði skilið við skattabaráttuna og einbeitti sér þess í stað að því að ala á andúð í garð innflytjenda. Líkt og í Danmörku færði leiðtogi norska Framfaraflokksins, Carl I. Hagen, pólitík sína nær miðju í efnahags- málum og til varnar hinu norska velferðarkerfi sem stæði ógn af innflytjendum. Sú þriðja Þriðja bylgja þjóðernispopúl- isma í Evrópu reis svo samhliða fjármálakrísunni haustið 2008. Flokkarnir fóru þá enn frekar að fikra sig nær miðjunni og því ásættanlega. Lögðu frá sér fas- istatáknin, klæddu sig í jakkaföt og settu upp skartbindi. Skýr- asta umbreytingin varð kannski í Bretlandi þegar Breski sjálfstæðis- flokkurinn (UKIP) tók við af tann- lausu bullunum í Breska þjóðar- flokknum (BNP). Í Frakklandi varð Þjóðarfylkingin svo líka öllu mýkri ásýndum undir stjórn Marine Le Pen, dóttur stofnandans. Í Ungverjalandi náði framan- greindur Viktor Orbán, leiðtogi Fidez, völdum en þrátt fyrir skýra fasíska stjórnarhætti þótti hann bara hófsamur í samanburði við brúnstakkana í Jobbik-hreyfing- unni. Meðal áhrifa þess má nefna að meðhöndlun flóttamanna í Ungverjalandi hefur undanfarið verið talin brjóta öll vestræn við- mið um mannréttindi. Í Búlgaríu sótti fasistaflokkurinn Árás í sig veðrið og Gyllt dögun í Grikklandi er jú bara hreinrækt- aður nasistaflokkur. Grikkland er raunar sérdeilis áhugavert dæmi því þar náðu vinstri popúlistar enn meiri árangri eins og Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP). Í þriðju bylgju þjóðernispopúl- ismans tóku fágaðri öfl víða við af snoðinkollasveitum sem áður skreyttu sig nasískum táknum. Ein skýrasta umbreyt- ingin varð í Bretlandi þegar UKIP tók við af tannlausu bull- unum í Breska þjóðarflokknum (BNP). Þjóðernispopúlískar hreyfingar geta verið mismun- andi milli landa og stundum lenda þær í andstöðu hver við aðra, eins og til að mynda á við um UKIP sem neitaði að vinna með frönsku Þjóðarfylk- ingunni eftir stórsigur beggja í Evrópuþingskosningum 2014, sökum þess að þeir frönsku væru rasískar þjóðernisbullur, nokkuð sem UKIP vildi ekki láta bendla sig við. Vladimir Putin og Viktor Orbán: Á umliðnum árum hafa nokkur ríki, einkum í Austur Evrópu, borist af braut þess frjálslynda lýðræðis sem þau færðust til eftir fall kommún- ismans og yfir í átt að auknu alræði og harðstjórn. Lengst inn á þá hálu braut hafa gengið þeir Orbán í Ungverjalandi og Pútin í Rússlandi. Báðir hafa þeir látið breyta stjórnar- skrá landa sinna eftir eigin höfði og nokkuð umbúðalaust í viðleitni til þess að auka við eigin völd. Nú virðist sem skoð- anabróðir þeirra í Póllandi, Jaroslaw Kaczynski, hafi lagt upp í samskonar vegferð. Þrengt hefur verið að mannrétt- ingum í öllum ríkjunum þremur og sumum þykir sem lýð- ræðinu og réttarríki landanna sé ógnað. Því hefur Evrópu- sambandið nýlega hafið fordæmalausa athugun á því hvort Pólland uppfylli áfram kröfur þess um virkni réttarríkisins. Teboðshreyfingin í Bandaríkjunum einkennist af viðlíka þjóðernispopúlisma og víða var við lýði í Evrópu. Ásamt því að stemma stigu við komu innflytjenda en halda um leið úti viðamiklum hernaðarumsvifum erlendis studdu bandarískir ný-íhaldsmenn trúboð í skólum en vildu banna bæði fóstureyðingar og giftingar samkynhneigðra. Nafnið vísaði til mótmæla í höfninni Boston árið 1773 gegn aukinni skattheimtu Englendinga á tei. Tíu einkenni 18 | fréttAtÍminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.