Fréttatíminn - 22.01.2016, Page 20
GÆÐA-
UPPFÆRSLA
O K K A R B E S T I
ÁV E X T I R B R AG ÐA S T A LV E G E I N S
S V O N A F I N N U R Þ Ú Þ I N N
U P PÁ H A L D S T R Ó P Í :
©
20
15
T
he
C
o
ca
C
o
la
C
o
m
p
an
y
-
al
l r
ig
ht
s
re
se
rv
ed
sumstaðar hefur orðið í Suður
Ameríku, svo sem í Venesúela og
í Bólivíu. Gríski flokkurinn Syriza
er popúlískur að því leyti að leið-
togar hans þykjast þess umkomnir
að tala fyrir hönd þeirra undir-
settu á meðan hægri popúlistar
eru alltaf talsmenn hins almenna
manns gagnvart elítunni.
Nær okkur í rými má nefna
að Framfaraflokkurinn í Nor-
egi mýktist enn ásýndum þegar
næstráðandi Carl I Hagen, Siv
Jensen, tók við flokknum og land-
aði honum alla leið í ríkisstjórn.
Síðan hefur flokkurinn títt mælst
sá stærsti þar í landi, einkum á
grundvelli þess að vilja treysta
stoðir samfélagsins á kristnum
norskum gildum og sporna gegn
fjölmenningu í Noregi, sér í lagi
múslimavæðingu.
Norski Framfaraflokkurinn lenti
í nokkrum öldudal í kjölfar ódæð-
isverks Anders Behring Breivik í
Útey og í Osló árið 2011 en hann
hafði tilheyrt flokknum á fyrri tíð.
Ekki leið þó á löngu þar til hann
fann fyrri stuðning í Noregi og
náði svo alla leið inn í ríkisstjórn í
kjölfar kosninganna 2013.
Öfugt við Danmörku og Noreg,
þar sem svona flokkar hafa starfað
frá áttunda áratugnum, var það
ekki fyrr en með þriðju bylgjunni
að slíkir skutust upp á yfirborðið
í Finnlandi og Svíþjóð á bak við
fágaðri svip þriðju bylgjunnar –
þótt rætur þeirra sænsku í nas-
isma væru raunar mun greinilegri.
Þarlendis hafa nasískar hreyfingar
raunar lifað undir niðri allt frá
þriðja áratug liðinnar aldar. Og
þrátt fyrir þessa meginstraum-
svæðingu þjóðernisorðræðunnar
í þriðju bylgjunni þá starfaði enn
fullt af nasískum hreyfingum út
um öll Norðurlönd, sem oft földu
áform sín á bak við norræna goða-
Marine Le Pen og Jean Marie Le Pen: Jean Marie Le
Pen er líkast til einn allra áhrifamestur upphafs-
manna þjóðernispopúlismans í Evrópu. Frönsku
þjóðernisfylkingu sína (Front National) ræsti hann
strax árið 1973 í andstöðu við straum útlendinga
til Frakklands. Rasísk retórík átti eftir að einkenna
alla hans framgöngu og hann gekk svo langt að
hafna helför nasista. Mestum árangri náði hann í
forsetakjörinu árið 2002 þegar hann skaust fram
fyrir sósíalistann Lionel Jospain og tryggði sér
annað sætið og réttinn til að keppa um hnossið við
Jaques Chirac. Fyrir vikið neyddust sósíalistar til
að kjósa erkifjandann Chirac svo forða mætti Le
Pen frá forsetahöllinni í París. Árið 2011 tók dóttir
hans, Marine Le Pen, við stjórnartaumunum í
Þjóðarfylkingunni en nokkru síðar kastaðist í kekki
á milli feðginanna, einkum vegna áframhaldandi
andstyggilegra ummæla föðurins í garð minnihluta-
hópa, sem meðal annars sagði að ebólufaraldurinn
gæti reynst ágæt lausn á flóttamannavandamáli
Evrópu. Í fyrra, árið 2015, var stofnandinn, Jean
Marie Le Pen, svo rekinn úr flokknum.
fræði og norrænar táknmyndir.
Lengst af var í Svíþjóð þver-
pólitísk sátt um að halda slíkum
hreyfingum niðri, bæði í stjór-
nmálum og í fjölmiðlaumræðu.
Það breyttist ekki fyrr en árið
2010 þegar Svíþjóðardemókröt-
unum, undir forystu hins unga
og fágaða Jimmie Ákesson, tókst
að vinna sín fyrstu þingsæti eftir
að hafa hlotið þrettán prósent at-
kvæða í kosningunum.
Í Finnlandi er svo enn aðra
sögu að segja. Þarlend hreyfing
þjóðernispopúlista rekur rætur
sínar aftur til Vetrarstríðsins og
í gegnum Lapua hreyfinguna á
þriðja og fjórða áratugnum. Finna-
flokkurinn, undir forystu Timo
Soini, þaut fram í kosningunum
2011 og tryggði sér nítján prósent
atkvæða.
Þáttaskil urðu í Evrópuþings-
kosningunum 2014 þegar þjóðern-
isflokkar Frakklands, Danmerkur
og Bretlands hlutu flest atkvæði í
löndum sínum. Árangrinum var
svo víða fylgt eftir í fyrra, árið
2015, til að mynda í Danmörku þar
sem Þjóðarflokkurinn hlaut yfir
fimmtung atkvæða í þingkjöri, í
Frakklandi þar sem Þjóðarfylk-
ingin tryggði sér fast að 28 prósent
atkvæða í sveitarstjórnarkosn-
ingum og í Póllandi þar sem Lög
og réttlæti vann nálega 38 prósent
atkvæða.
Með hverri bylgjunni sem hér er
lýst hefur staða og styrkur hreyf-
inga þjóðernispopúlista í Evrópu
aukist, svo nú teljast þeir til meg-
inafla í álfunni og ekkert farar-
snið virðist á slíkum hreyfingum.
Sömuleiðis hefur andstaðan við
slíka pólitík sem byggir á þjóð-
ernisáherslu og aðskilnaði menn-
ingarheilda minnkað eftir því sem
frá leið styrjöldunum miklu.
Fjölmenning og fámenning
Meint einsleitni Evrópu hefur raunar verið nokkuð orðum aukin.
Álfan hefur nefnilega lengst af verið byggð fólki af ólíkum upp
runa, svo sem germönskum, keltneskum, latneskum, slavneskum,
hellenískum, úrölskum, illýrískum og thrasískum menningar
heildum. Íbúar Evrópu tala hartnær hundrað ólík tungumál og
trúarlegur fjölbreytileiki hefur ávallt einkennt álfuna og gengið
þvert á mörk þjóðernishópa, svo sem kaþólska, mótmælendatrú
og rétttrúnaðarkirkjan auk víðfeðmra áhrifa gyðingdóms og mús
limatrúar yfir aldir.
Kreppa sósíaldemókratíunnar
Uppgangur þjóðernispopúlista hefur ekki síst orðið á kostnað
sósíaldemókrata sem allt frá tíunda áratugnum hafa verið í djúpri
kreppu víðsvegar í Evrópu. Við endalok kalda stríðsins fluttu
sósíaldemókratar sig víðsvegar inn á miðjuna þar sem þeir töldu
auðugri kjörlendur að finna. Hámenntaðir leiðtogarnir úr efri
lögum samfélags fundu sig ekki lengur á meðal almúgans. Og við
það glötuðu þeir margir hverjir tengslunum við kjarnafylgi sitt,
verkafólk og aðra þá er alþýðunni tilheyra. Inn í það tómarúm
áttu þjóðernispopúlistarnir greiða leið, ekki síst á Norðurlönd
unum. En þótt uppruni og framganga norrænu þjóðernispopúl
istanna hafi verið ólíkur, líkt og hér er rakið, þá áttu þeir það
sameiginlegt að hafa einkum horn í síðu fjölmenningarstefnu
sósíaldemókrata og því sem þeir kölluðu laumulega infíltrasjón
útlendinga í hin norrænu samfélög þar sem þeir lifðu sníkjulífi.
Bandaríska útgáfan
Viðlíka þróun og varð í Evrópu hófst um líkt leyti í Bandaríkj
unum og braust svo töluvert síðar út í Teboðshreyfingunni
svokölluðu. En það var fyrst upp úr 1970 að margir íhaldssamir
demókratar sem aðhylltust kristin gildi og þjóðernisstefnu fóru
að verða óánægðir með áherslu flokksins á félagslegt frjálslyndi;
afstæðishyggju í siðferðismálum, þjónkun við fjölmenningu og
femínisma ásamt hugmyndum um að draga úr umsvifum Banda
ríkjahers erlendis. Þessi hópur átti eftir að ná saman við repú
blíkana sem lögðu áherslu á lítil ríkisumsvif svo úr varð einskonar
blanda efnahagslegra hugmynda Adam Smith og hefðaráherslu
Edmund Burke.
Öfugt við frjálshyggjumenn og hefðbundna íhaldsmenn sáu þess
ir félagslegu nýíhaldsmenn (neo conservatives) ekkert athuga
vert við trúboð í skólum og það að banna bæði fóstureyðingar og
giftingar samkynhneigðra – ásamt því auðvitað að stemma stigu
við komu innflytjenda en halda um leið úti viðamiklum hernaðar
umsvifum erlendis.
Það var svo í andstöðu við kjör Barack Obama, árið 2009, að svo
kölluð teboðshreyfing lét til sín taka innan Repúblikanaflokksins
þar sem byggt var á þessum sömu áherslum; félagslegri íhalds
semi og lágri skattheimtu. Nafnið vísaði til mótmæla í höfninni
Boston árið 1773 gegn aukinni skattheimtu Englendinga á tei –
en það er jú önnur saga.
Hin nýja tíð
Síðari heimsstyrjöldin leiddi til allsherjar uppstokkunar í stjórn
málum Evrópu og markaði umskipti í ríkjakerfi heimsins. Álfan
var í rúst og fólkið í sárum. Þær hugmyndir fengu byr undir báða
vængi að brjóta niður múrana og tengja íbúana órjúfanlegum
böndum í náinni samvinnu þvert á landamæri. Síðan hefur við
leitni þjóða verið í þá átt að formbinda alþjóðasamstarf í fjöl
þjóðlegum stofnunum og áhersla verið lögð á að samskipti ríkja
byggi á alþjóðalögum sem aftur byggja á formlegum sáttmálum
milli ríkja og samtaka þeirra. Við tók nýtt ríkjakerfi sem byggði
á alþjóðalögum og skuldbindandi þátttöku í alþjóðastofnunum
á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Atlantshafsbandalagið, Alþjóða
viðskiptastofnunina, Evrópuráðið og Evrópusambandið.
Við þessa umpólun var fólk frá fjarlægari svæðum í stríðum
straumi boðið velkomið til Evrópu til þess að taka þátt í uppbygg
ingunni. Það vantaði vinnufúsar hendur. Þetta er grundvöllur
hinnar svokölluðu fjölmenningarstefnu í Vestur Evrópu sem
margir þeirra flokka sem hér um ræðir berjast svo ötullega gegn.
Þessar vinnufúsu hendur voru sóttar til nálægra svæða, svo sem
til Tyrklands og NorðurAfríku. Með slíkum straumi verkafólks
urðu samfélög Evrópu fjölbreyttari, til að mynda hvað varðar
ásýnd fólksins, trúmál, tónlist og matarmenningu. Fjölmenning
arlegt samfélag skaut þá um leið rótum.
20 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar-24. janúar 2016