Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 22.01.2016, Qupperneq 34
Mynd | Rut Sigurðardóttir Gísli Ragnar Sumarliðason greindist með sykursýki níu ára gamall og bjóst við að þurfa að glíma við sjúkdóminn til æviloka. Eftir að nýru hans gáfu sig, fyrir fimm árum, fékk hann nýtt nýra og bris og losnaði við sykursýkina. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Líf mitt breytist svo mikið eftir aðgerðina að þetta er eins og svart og hvítt,“ segir Gísli Ragnar sem ekki hefur þurft að sprauta sig með insúlíni í rúm þrjú ár. Aðdragandinn að líffæraígræðsl- unni var langur. Eins og algengt er meðal sykursjúkra, höfðu in- súlíngjafir og langvarandi óregla á blóðsykri valdið skemmdum á líf- færum í líkama hans. Í ársbyrjun 2011 voru nýru Gísla Ragnars nán- ast óstarfhæf. „Ég fékk mér hangi- kjöt um jólin og bólgnaði allur upp, saltið í matnum hreinsaðist ekki út og það safnaðist upp mikill vökvi í líkamanum. Ég fór beint upp á spítala og var sendur í mína fyrstu blóðskilun.“ Þegar ljóst var að Gísli Ragnar væri með nýrna- bilun á háu stigi þurfti að tengja hann við vél sem hreinsar blóðið. Í kjölfarið var hann skráður á biðl- ista eftir nýra frá líffæragjafa. Fram að þessu vann Gísli Ragn- ar langa vinnudaga á sjó og við þær aðstæður átti hann erfitt með að passa upp á að blóðsykurinn héldist jafn. Það reyndist erfitt að borða reglulega og gefa sér tíma til að finna út réttar insúlínsgjafir. „Ég var orðinn mjög máttfarinn og farinn að fá blóðsykursföll á hverjum einasta degi. Líkaminn brást við sykurfalli með svaka- legum krampaköstum. Átökin voru svo mikil að ég hafði enga stjórn. Menn þurftu að setjast ofan á mig til að koma í veg fyrir að ég meiddist. Eitt sinn skall höfuðið á mér svo harkalega í jörðina að ég var með skakkt bit í langan tíma á eftir.“ Algengt er að sykursjúklingar séu í langan tíma að jafna sig eftir alvarlegt blóðsykursfall. Allt upp í rúman sólarhring. „Ég hefði nú alveg þegið að fá að jafna mig í einhvern tíma eftir svona köst en oftast var ég kominn út að vinna hálftíma síðar.“ Eftir að nýrun voru hætt að starfa þurfti Gísli Ragnar að gefa sjómennskuna upp á bátinn. Hann var orðinn háður blóð- skilun þrisvar í viku og erfiðara var að stunda vinnu. „Ég ætlaði að nýta tímann til að fara í skóla og flutti á Keili til að sækja nám. Það reyndist hinsvegar ómögulegt. Ég þurfti að fara þrisvar í viku í blóð- skilun á Landspítalanum þar sem ég var tengdur við vélina í marga klukkutíma. Ég náði ekki að sinna fullu námi meðfram þessu en tók þess í stað meiraprófið og vinnu- vélaréttindi.“ Sykursýki Framfarir í líffæraígræðslum Nýtt bris breytti lífi mínu Tveimur árum eftir að nýru Gísla Ragnars gáfu sig, kom kallið og hann var sendur til Svíþjóðar. Fundist hafði líffæragjafi sem talið var líklegt að passaði. Læknarnir lögðu það til að hann fengi ekki aðeins nýtt nýra, heldur líka bris úr sama einstaklingi. Aðgerðin hafði verið framkvæmd á nokkr- um Íslendingum áður og gefið góða raun. „Ég hafði aldrei heyrt um bris ígræðslur áður og fór að hlæja þegar læknirinn sagði mér frá þessu. Mig grunaði ekki að það væri mögulegt að lækna mig af sykursýki og að ég gæti nokkurn tíma lifað án þess að vera háður insúlíni.“ Bróðir Gísla Ragnars fór með honum til Svíþjóðar þar sem aðgerðin var framkvæmd á Sa- hlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta- borg 9. september 2013. Bæði bris og nýra var grætt úr sama ein- staklingi í Gísla Ragnar og er óhætt að segja að árangurinn hafi verið góður. Hann þarf þó, eins og allir líffæraþegar, að vera á ónæmisbæl- andi lyfjum það sem eftir lifir. „Ég fékk reyndar smávægilega sýkingu tveimur mánuðum eftir aðgerðina og þurfti að fara aftur út til að fá sérfræðiaðstoð. Síðan hef ég varla orðið veikur og orkan og mátturinn er öll að koma til baka. Ég er farinn að geta unnið hluta úr degi og það hentar mér vel. Helsti munurinn felst í að þurfa ekki að vera stöðugt að sprauta mig. Ég var vanur að gefa mér insúlín sex sinnum á dag og mér reiknast til að þá hafi ég sprautað mig 34 þúsund sinnum um ævina. Ég hef ekki þurft á insúlíni að halda síðan daginn fyrir aðgerð. Líf mitt er allt annað.” Í brúðarkjólnum stendur Arngerð- ur María Arnardóttir í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Nýstigin úr brúðkaupsmyndatöku lýsir tónlistarstjórinn Arngerður sinni nýlegu hæstu hæð og gam- alli lægð í lífinu. „Ég hef gengið í gegnum erfið- leika, eins og flestir, en það er oftast eitthvað sem varir stutt og annað betra tekur við,“ segir Arn- gerður sem á erfitt með tímasetja einn botn í lífinu. „Þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Ég veit ekki hver minn botn í lífinu er, þeir virðast svo smávægilegir eftir á að hyggja en ég gekk í gegnum skilnað og það tekur alltaf á.“ Arngerður segir sínar hæstu hæðir í lífinu vera að eignast börnin sín tvö og að giftast sínum heittelskaða. „Við giftum okkur núna um daginn hjá sýslumanni og héldum hundrað manna veislu með nánustu vinum og ættingj- Frá skilnaði í brúðarkjólinn Lyftan #2 Spessi Arngerður í brúðar- kjólnum. um. Það var plötusnúður á staðn- um, dansað og haft gaman. Veisla í okkar anda.“ Ég var vanur að gefa mér insúlín sex sinnum á dag og mér reiknast til að þá hafi ég sprautað mig 34 þúsund sinnum um ævina. Gísli Ragnar Sumarliðason fór að hlæja þegar læknirinn hans stakk upp á að hann undirgengist brisígræðslu. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 13. skipti þann 5. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 29. janúar. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2015 • Viðtal ársins 2015 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2015 • Blaðamannaverðlaun ársins 2015 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla 23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti á heimasíðu BÍ, www.press.is . GERÐU VEL VIÐ BÓNDANN! Komdu við og taktu með þér Bóndasælu í fallegri g jafaöskju – aðeins 690 kr. í dag Austurstræti 16 apotek.is 34 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.