Fréttatíminn - 22.01.2016, Blaðsíða 42
Mynd | Rut Sigurðardóttir
Erlendur Haraldsson
dulsálarfræðingur hefur
rannsakað reimleika og upp-
lifanir fólks af dulrænum
atburðum alla sína starfs-
ævi og leitað um leið svara
við spurningum sem flestir
vísindamenn sniðganga.
Erlendur gaf nýlega út bók
um upphaf spíritismans
hér á landi og Indriða
Indriðason, miðilinn sem
gerði allt vitlaust í Reykjavík
í upphafi síðustu aldar.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Spíritismi hefur alltaf verið mjög
sterkur á Íslandi. Líklega er það
vegna þjóðtrúarinnar en það er þó
fyrst og fremst vegna kynna fjölda
manna af Indriða Indriðasyni,
merkilegasta miðli sem uppi hefur
verið á Íslandi,“ segir Erlendur
Haraldsson, prófessor í dulsálar-
fræði, sem hefur ritað fjölda bóka
og greina um dulræn málefni, nú
síðast um Indriða Indriðason miðil
og upphaf spíritisma í Reykjavík.
Setti allt á fleygiferð á fundum
Það var fyrir algjöra tilviljun
að Indriða Indriðasyni, ungum
sveitastrák úr Dölunum, var boð-
ið í heimsókn árið 1905 til Einars
H. Kvaran, eins helsta spíritista
Reykjavíkur, þar sem hann upp-
lifði hæfileika sína í fyrsta sinn.
„Einar H. Kvaran hafði lesið sér
til um spíritisma og verið að
prófa sig áfram með miðilsfundi
en það gerðist sama og ekki neitt
fyrr en Indriði kom til sögunn-
ar,“ segir Erlendur. „Indriði var
nýfluttur í bæinn og bjó heima
hjá Karlottu nokkurri sem var
í hópnum hans Einars og bauð
honum að mæta á fund. Indriði
var ekki fyrr sestur en hlutir í
herberginu fóru á fleygiferð og
borðið kippist til. Lætin voru svo
mikil að Indriði varð hræddur
og vildi hlaupa í burtu. Hópur-
inn róaði hann niður og upp frá
þessu héldu þau reglulega fundi
með Indriða.“
„Það leið ekki á löngu áður en
Indriði byrjaði að falla í trans og
farið var að tala í gegnum hann
og eins fóru að gerast ýmis önnur
fyrirbæri eins og ljósfyrirbæri
og ósjálfráð skrift. Heima hjá
Einari voru líka hljóðfæri sem
byrjuðu að hljóma líkt og spilað
væri á þau án þess að nokkur
kæmi nálægt þeim. Svo fóru að
heyrast raddir sem venjulega ein-
hver í hópnum þekkti og það var
hægt að tala við þessar raddir,
Miðillinn sem gerði
allt vitlaust í Reykjavík
Indriði Indriðason miðill
ólst upp í Dölunum við
Breiðafjörð. Hann flutti um
tvítugt til Reykjavíkur og
var fyrir tilviljun boðið á
miðilsfund árið 1905 þar
sem ótrúlegir hlutir áttu
sér stað. Indriði var einn
umtalaðasti maður Reykja-
víkur á árunum 1905-1909.
Bók Erlends er gefin út í
Englandi og kallast Indridi
Indridason – The Icelandic
Physical Medium.
Erlendur Haraldsson lærði heimspeki, vann sem blaðamaður og bjó með
uppreisnarmönnum í Kúrdistan áður en hann ákvað að nema dulsálarfræði
í Þýskalandi. Þegar Erlendur hafði lokið doktorsprófi, árið 1974, flutti hann
aftur heim til Íslands og þá var hans fyrsta verk að gera rannsókn á upp-
lifun þjóðarinnar af dulrænum atburðum. Þessi fyrsta rannsókn sinnar
tegundar leiddi í ljós að tveir þriðju þjóðarinnar höfðu orðið fyrir einhvers-
konar dulrænni reynslu; komist í kynni við reimleika, hugsanaflutning eða
átt merkilega drauma. Áhugi Erlendar á því yfirnáttúrulega varð kveikjan
að stofnun styrktarsjóðs við Háskóla Íslands fyrir ekki alls löngu. Sjóðurinn
styrkir rannsóknir á dulrænum fyrirbærum og dulrænni reynslu.
Tilraunafélagsfundir voru haldnir heima hjá
prófessor Haraldi Níelssyni á efri hæðinni í Mið-
stræti, allt þar til íbúar neðri hæðar kvörtuðu
um hávaða og flytja þurfti fundina annað.
Einar Kvaran bjó í þessi húsi við Stýri-
mannastíg þar sem hópur spíritista hittist
reglulega árið 1907, áður en Tilrauna-
félagið var stofnað í Þingholtunum.
HVAÐ
FÆR
ÞINN
BÓNDI
Í DAG?
HERRASVUNTA
NÚ 3.894 KR
ÁÐUR 5.990 KR
MICHAEL KORS
ÚTSALA
SKÓR -30%
KRINGLUNNI
42 | fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016