Fréttatíminn - 22.01.2016, Síða 43
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 Lau-
gardaga kl. 11-15
innréttingar
danskar
í öll herbergi heimilisins
Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framh-
liðum, klæðningum og einingum,
geFa þér endalausa möguleika á
að setja saman þitt eigið rými.
við hönnum og teiknum Fyrir þig
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
sterkar og glæsilegar
þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
be
tr
i s
to
Fa
n
sem var mjög óvenjulegt,“ segir
Erlendur. „Indriði var einn af
fáum frægum miðlum sem
kallaði fram slíkar raddir sem
allir heyrðu og svo eru líka til
lýsingar á því þegar hann tókst
á loft.“
Gerðu tilraunir á Indriða
Upplifanir hópsins sem hittist
reglulega heima hjá Einar H.
Kvaran við Stýrimannastíginn
í Reykjavík voru allar skráðar
skilmerkilega niður í dagbækur
og urðu lýsingarnar sífellt ítar-
legri og magnaðri eftir því sem á
leið. „Það er auðséð á því hvern-
ig Haraldur Níelsson og Einar
Kvaran gera sínar rannsóknir
að þeir þekkja rannsóknir á
frægum erlendum miðlum. Þeir
stofnuðu, ásamt fleiri mektar-
mönnum og konum í Reykjavík,
félag í kringum Indriða sem
kallaðist Tilraunafélagið og
sömdu þau við Indriða um að
hann héldi bara fundi með þeim
og engum öðrum. Félagið var
til húsa í hinu svokallaða Til-
raunahúsi í Þingholtunum sem
samanstóð af sal á neðri hæð-
inni og lítilli íbúð fyrir Indriða á
efri hæðinni. Á fundunum, sem
voru haldnir í miklu myrkri, við
lítinn kolaofn, var mjög gaum-
gæfilega gætt að því að engin
svik væru í tafli, t.d. með því að
binda Indriða niður. Indriði var
umtalaðasti maðurinn í Reykja-
vík á þessum tíma, frá árunum
1905-1909, og fundirnir voru
það vel sóttir að það var iðulega
fullsetið á bekkjunum í salnum
sem tók um 60 manns.“
Fann hundrað ára draug
Um hvern einasta fund Til-
raunafélagsins var gerð fundar-
gerð þar sem allt sem átti sér
stað var skráð niður. Fundar-
gerðirnar höfðu verið týndar
áratugum saman þegar þær
fundust í dánarbúi ekkju séra
Jóns Auðuns og komust í hendur
Erlends. „Það voru þessar fund-
argerðir sem urðu til þess að
ég ákvað að rita sögu Indriða.
Það eru þarna margar magn-
aðar lýsingar en eitt atvik finnst
mér standa upp úr. Á einum
fundinum myndaðist ljósstólpi
þar sem birtist mynd af manni
sem sagðist vera fabrikant
Jensen frá Kaupmannahöfn.
Þessi fabrikant Jensen tilkynnti
viðstöddum að það væri eldur
í Kaupmannahöfn en hvarf svo
aftur. Hann birtist svo aftur í
lok fundarins og sagði að búið
væri að ná tökum á eldinum.
Á þessum tíma var ekkert fjar-
skiptasamband en þegar næsta
skip kom frá Kaupmannahöfn
voru fundarhaldarar fljótir að
ná sér í Politiken þar sem bak-
síðufréttin var um brunann í
Kaupmannahöfn. Bruninn hafði
átt sér stað sama kvöld og fund-
urinn og þetta töldu margir vera
endanlega sönnun fyrir hæfi-
leikum Indriða,“ segir Erlendur
sem ákvað að grafast fyrir um
þennan fabrikant Jensen við
gerð bókarinnar, hundrað árum
eftir miðilsfundinn í Þingholt-
unum. „Það hafði komið fram
á síðari fundum að fabrikant
Jensen hét Emil að skírnarnafni
og ég fann hann á skjalasafninu
í Kaupmannahöfn. Hann bjó við
St. Kongegade, í næsta húsi við
brunann.“
Hefur aldrei upplifað neitt
Indriði miðill var alltaf heilsu-
lítill og fékk berkla mjög ungur.
Hann lést 28 ára gamall á Vífils-
staðahælinu. Erlendur dregur
engar persónulegar ályktanir af
heimildunum um Indriða miðil í
bókinni heldur leggur einfald-
lega fram þessar nýju upplýs-
ingarnar ásamt fjölda annarra
heimilda og ljósmynda. Erlend-
ur hefur sjálfur aldrei upplifað
slíka atburði og aðspurður seg-
Haraldur Níelsson
flutti skýrslu um
rannsóknir Til-
raunafélagsins á al-
þjóðlegu þingi sálar-
rannsóknamanna
í Kaupmannahöfn
árið 1921.
ist hann trúa á allt og ekkert.
„Ég hef vísindalegt viðhorf
til veraldarinnar. Ég vil vita
og ég vil vita með vissu ef
mögulegt er. En það er svo
ótalmargt sem við getum
aldrei vitað og eigum engan
möguleika á að vita og þá er
það bara þannig. Ég veit að
þessi fyrirbæri gerðust hjá
Indriða en það er ekki hægt
að spyrja af hverju. Það er
eins og að spyrja af hverju
jörðin snýst í kringum sólina.
Mennirnir hafa búið til fyrir-
bæri sem kallast þyngdarlög-
mál en hversvegna það gerist
vitum við ekki.“
|43fréttatíminn | Helgin 22. janúar–24. janúar 2016