Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 46

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 46
Heimild: Hélène Amieva, Camille Ouvrad, Caroline Giulioli et al. Self-Repor- ted Hearing Loss, Hearing Aids, and Cognitive Decline in Elderly Adults: A 25-Year Study. Journal of the American Geriatrics Society 2015; Vol 63, Issue 10: 2099-2104. Það borgar sig ekki að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki Unnið í samstarfi við Heyrnartækni Heyrnarskerðing er þriðja algengasta króníska heilsufarsvandamálið sem hrjáir eldri borgara. Um það bil 30% einstaklinga á aldrinum 65 ára og eldri eru með einhverja skerðingu á heyrn og er talið að tíðnin fari upp í 70-90% hjá þeim sem eru 85 ára og eldri. Anna Linda segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á að ein- staklingar með skerta heyrn upplifi oft einkenni þunglyndis og félagslega einangrun. „Tvær langtímarannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli heyrnar- skerðingar og vitrænnar hrörnunar á 6 ára tímabili,“ segir Anna Linda. Um 2/3 með skerta heyrn nota ekki heyrnartæki Þrátt fyrir algengi og heilsufarslegar afleiðingar þá er heyrnarskerðing oft vangreind og þar af leiðandi vanmeð- höndluð. Um það bil tveir þriðju eldri einstaklinga með skerta heyrn nota ekki heyrnartæki. Þar til nú hefur lítið verið vitað um áhrif notkun heyrnar- tækja á heilsufar eldri einstaklinga, sér í lagi á vitræna hrörnun. Notkun heyrnartækja getur hægt á vitrænni hrörnun PAQUID er fyrsta rannsóknin þar sem sýnt er fram á að heyrnartæki geta haft fyrirbyggjandi áhrif og hægt á vitrænni hrörnun hjá einstak- lingum með skerta heyrn, segir Anna Linda. „Eldri rannsóknir hafa sýnt fram á að vitræn hrörnun er mark- tækt hraðari hjá einstaklingum sem eru með skerta heyrn og nota ekki heyrnartæki.“ Samkvæmt PAQUID rannsókninni eru heyrnarskertir einstaklingar sem nota heyrnartæki í sömu áhættu á að fá aldurstengda vitræna hrörnun og fólk án heyrnarskerðingar. Niður- stöður úr rannsókninni benda til þess að þunglyndiseinkenni og félagsleg einangrun ýti frekar undir tengsl heyrnarskerðingar og vits- munahrörnunar. Með því að laga að einhverju leyti samskiptagetu með notkun heyrnartækja getur skap batnað, félagsleg virkni aukist ásamt þátttöku í samskiptum sem hugsan- lega getur hægt á vitrænni hrörnun. Til mikils að vinna að bæta skerta heyrn „Þessar rannsóknaniðurstöður lofa vissulega góðu en flest viljum við halda vitrænni getu góðri eins lengi og mögulegt er,“ segir Anna Linda. „Við vitum nú þegar að notkun heyrnartækja bætir vissulega heyrn og hefur veruleg áhrif á lífsgæði. Að taka virkan þátt í samræðum og félagslífi er okkur öllum mikilvægt. Það borgar sig sjaldnast að bíða of lengi með að fá sér heyrnartæki og þessar nýju rannsóknaniðurstöður styðja það að mörgu leyti þó svo að við viljum gjarnan sjá frekari rann- sóknir á þessu áhugaverða efni,“ segir Anna Linda. „Við vitum að það getur tekið tíma fyrir heilann að venjast því að heyra aftur hljóð sem hann hefur ekki heyrt svo árum skiptir en einnig er mögulegt að færni til að handleika heyrnartæki sé ekki lengur fyrir hendi þegar á hólminn er komið og ákvörð- un um að bæta heyrn er tekin.“ Fá heyrnartæki til prufu Fyrsta skrefið er að láta mæla heyrn- ina og athuga hvort tímabært sé að fara að nota heyrnartæki. „Ef þú ert farinn að finna fyrir erfiðleikum með að heyra, t.d. í fjölskylduboðum, á fundum, í leikhúsi eða kirkjum, þá er hætta á því að þú dragir smám saman úr þátttöku í viðburðum þar sem þú átt erfitt með að heyra,“ segir Anna Linda. „Sumir kvarta undan því að aðrir tali óskýrt eða lágt. Allt geta þetta verið merki um að heyrn sé farin að skerðast.“ Hjá Heyrnartækni í Glæsibæ er boðið upp á fríar heyrnarmælingar og tæki til prufu í vikutíma. „Það hjálpar mörgum að fá að prófa heyrnartæki, sérstaklega þeim sem hafa ekki notað heyrnartæki áður.“ Nánari upplýsingar má finna á www.heyrnartækni.is Anna Linda Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur hjá Heyrnartækni í Glæsibæ, segir að upplýsingar úr stórri rannsókn sýni að notkun heyrnartækja geti mögulega hægt á vitrænni hrörnun hjá eldri einstaklingum. Taktu prófið  Finnst þér fólk muldra eða tala lægra en það var vant að gera?  Finnur þú fyrir þreytu eftir langt samtal?  Þarft þú oft að biðja fólk um að endurtaka sig?  Átt þú í erfiðleikum með að fylgja samtali í fjöl- menni eða klið?  Ertu með sjónvarpið eða útvarpið hærra stillt en áður?  Áttu í erfiðleikum með að heyra hringingu í síma eða píp í heimilistækjum?  Hafa aðstandendur haft á orði við þig að þú heyrir illa? Ef þú svarar einu eða fleiri atriða játandi þá gæti verið að heyrn þín sé farin að skerðast og tímabært að láta mæla heyrnina. 46 | |47fréttatíminn | HELGIN 30. OkTóbER-1. NóVEMbER 2015 fréttatíminn | HELGIN 30. OkTóbER-1. NóVEMbER 2015 auglýsingadeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Heilsa

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.