Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 57

Fréttatíminn - 22.01.2016, Side 57
Jessica Jones | eru þættir á Netflix upp úr teiknimyndasögum Marvel, femínískir og góðir þættir um einka- spæjarann Jessicu Jones og hennar líf. Á Netflix mæli ég líka með þáttunum Sense 8, sem fjalla um sex mismun- andi manneskjur í ólíkum hlutum heimsins sem tengjast á einhvern hátt, mjög skemmtilegir. Ég reyni að horfa á þætti með sem mestum fjöl- breytileika, helst ekki bara þætti gerða af körlum fyrir karla. Annars er ég algjör sökker fyrir lélegum raunveru- leikaþáttum. Þegar mig langar að slökkva á hausnum horfi ég á Real Housewi- fes-seríurnar. | 57fréttatíminn | HelgiN 22. JANúAR–24. JANúAR 2016 Podcast vikunnar Grínistinn og leikarinn Alec Baldwin úr þáttunum 30 Rock stýrir podcast þættinum Here’s the Thing. Í þáttunum ræðir Alec við áhugavert fólk úr bransanum allt frá listamönnum og leikurum til stjórnmálamanna. Viðmælendur ræða á persónulegum nótum þær ákvarðanir og sambönd sem höfðu áhrif á feril þeirra. Allir ættu að finna viðmælanda sem veitir þeim innblástur og eru þætt- irnir gott tækifæri til að kynnast snillingum samtímans. Youtube Rómantíski gamanþátturinn An African City snýr hugmyndum um fátæka og stríðshrjáða Afríku á hvolf. Hugmyndin að þáttunum kemur frá bandarísku Sex and The city-þáttum, en í stað þess að súpa Martini í New York leika aðalpersónurnar lausum hala í borginni Accra í Ghana. Nú er einmitt rétti tíminn til að byrja að horfa, enda var önnur sería að byrja á fimmtudag, 21. janúar. Sófakartaflan Ugla Stefanía Kristjönu­ dóttir Jónsdóttir Beðmál í Ghana Málið með Alec Baldwin RÚV sunnudaginn 24. janúar kl. 22.50. Sunnudagsmynd RÚV tikkar í öll sunnudagsmyndarboxin: seinni heimsstyrjöldin, sterk kvenpersóna, sönn saga, munið að poppa! Hannah Arendt Vill sjónvarpsefni með fjölbreytileika Mynd/Móa Hjartardóttir Fékk foreldra sína til að leika foreldra Netflix Master of None eru þægilegir og fyndnir þættir með grínistanum Aziz Ansari í aðalhlutverki. Það er auðvelt að tengja við karakterinn í ýmsum aðstæðum nútímans. Foreldrar Dev í þáttunum eru raunverulegir foreldrar leikarans og gefa þau skemmtilega innsýn inn í líf annarrar kynslóðar innflytjenda í Bandaríkjunum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.